Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 14

Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 14
14 LÖGRJETTA Þessi miðstjórn kýs tvær nefndir, eða ráð, sem í raun og veru hafa í höndum sjer æðsta vald ríkisins og heita þær forsætisráð framkvæmdarnefndarinnar og al- þýðufulltrúaráðið. I því síðar- nefnda sitja 11 menn og er einn þeirra forseti. Þeir stýra hver sinni grein framkvæmdavaldsins, líkt og ráðherrar þingræðislanda. Forsætisráðið (27 menn) hefur að ýmsu leyti víðtækara vald, þvi það hefur eftir vissum reglum löggjafar-, framkvæmda- og dóms- vald og hefiur eftirlit með stjóm- arfari og embættisfærslu og er í fyrirsvari fyrir ríkjasambandið út á við.' Kosningar eru ærið flóknar og oftast óbeinar og ráðs- stigin mörg og kýs eitt ráðið annað. Kosningarrjettur er stjettabundinn og hafa verka- menn einir kosningarrjett, þ. e. ekki þeir, sem hafa aðra launaða menn í þjónustu sinni og venju- lega ekki klerkar. Lágmark kosn- ingaaldurs er 18 ár. Flokkaskift- ing hefur raunverulega ekki verið til og eiginleg stjórnarandstaða á þingræðisvísu, eða andstaða á móti hinu kommunistiska sovjet- skipulagi, er strangt tekið óheim- il, þótt stjóraarfarslega sje heim- ilt að kjósa aðra en bolsjevíka. Og í ráðunum gætir í fram- kvæmdinni ýmiskonar flokka- skiftingar. Rússneska stjórn- skipulagið hefur áður verið rakið í heild sinni í Lögrjettu. Þing Kínverja. Kína er eitthvert elsta menn- ingarríki veraldarinnar, og hafði verið einveldi frá ómunatíð, en gengið á ýmsum byltingum, uns það varð lýðveldi 1912. Það þjóð- skipulag, sem hinn svonefndi sjálfstæðisflokkur (Kuomintang) undir forastu Sun-Yat-Sen vildi koma á átti að vera reist á þing- ræði, lýðræði, jafnræði. Stjóra og þingi er þannig komið fyrir: Fyrst er stjórnarráð, sem ekki mega sitja í fleiri en 15 menn. Forseti þess er forseti ríkisins. Stjórnarráðið fer með æðstu völd ríkisins, utanríkismál og heitnál. Þar að auki eru 5 þing, eða ráð, sem heita Yiian, framkvæmda-, löggjafar-, dóms,-, prófs (eða mentamála-) og eftirlits-yúan. Framkvæmdaráðið er æðst og i valdamest og skipar stjóraarráð- i ið. Forsetar- og varaforsetar yún- { anna eru tilnefndir úr stjómar- ráðinu. Til þess að fá embætti, ■ þarf að ganga undir sjerstök i próf, sem mentamála-yúan sjer um og eftirlitsráðið hefur um- sjón og endurskoðun stjómarfars og fjármála. Auk þessarar al- ríkisstjórnar, er enn í gildi hjer- aðasjerstjórn og er hreppstjóri (Hsiang-chang) fyrir hverju. Og veltur öll landsstjóm oft meira á þeim en alríkisstjórninni. Kín- verjar búa þannig ekki við þing- ræði á vestræna vísu, en sjer- stakt þingskipulag eða ráðstjórn, sem ýmsir telja merkilega miðlun mili sovjetta, þingræðis og ein- ræðis. ——o------ Ýmsar greinar pftir ínerka höfunda verða að bíða vegna vjelarbilunar og anna i prentsmiðjunni. Haraldarbúð í Reykjavík 1930. í þessu verzlunarhúsi er bezt að verzla. Það selur aðeins vandaðar vörur samfara lágu verði. Þar fáíð þið flest sem þér þarfnist til klæðnaðar fyrir konur, karla og börn. Ennfremur inargan annan nauðsynjavarning svo sem: Saumavelar, Prjónavélar, Sængur- fatnað og Rúmstæði — Ferðatöskur og Ferðaáhöld allskonar. íþróttabúninga og áhöld. Hitaflöskur, Rakvélar, Snyrtivörur allskona>- og m. m. fl. Allar vörur eru seldar með ábyrgð og sendar með kröfu hvert á la.id sem er. Reykjavik. Úrelt þing. Það verða sjálfsagt svo marg- ir til þess um þessar mundir að iýsa Alþingi, lofa það og veg- sama, að fátt verður eftir skilið. Jeg býst þó við að flestir hafi gleymt að geta þess, að þessi virðulega stofnun er nú orðin úr- elt og skipulag hennar hættulegt. Þetta er að minsta kosti mín sannfæring. Jeg hef komist á þessa skoð- un við það að sitja nokkurn tíma á þingi. Áður hjelt jeg að öllu væri borgið, ef kosningar tækjust vel, ef góðir menn og fróðir ættu þar sæti. Það yrði of langt mál að segja frá því hversu jeg fjekk þessa sannfæringu. Jeg nefni aðeins eitt sýnishorn. Þegar jeg kom á þing voru flokkarair tveir: Sjálfstæðis- eða landvarnarmenn, sem vildu fá landið viðurkent, sem fullvalda ríki og heimastjórnarmenn, sem lögðu aðaláhersiuna á sjálfstjórn í innanlandsmálum og að ráðherr- ann væri búsettur hjer. Danir hjeldu þá, að íslendingar væru skiftir í sjálfstæðismálinu og bætti þetta ekki aðstöðu vora. , Mjer var kunnugt um það, er jeg kom á þing, að lítið sem ekk- ert skildi flokkana í sjálfstæðis- málinu og bar jeg því fram þá tillögu á flokksfundi, að tilraun skyldi gerð til þess að fá báða flokka til þess að skrifa undir sömu stefnuskrá í þessu máli, af- sláttarlausa að öllu svo að vjer stæðum samtaka og óskiftir í þessu máli. Mjer til mikiliar undrunar fjekk tillaga þessi engan byr. Og þó bar enginn á móti því að þetta kynni að takast. Enginn bar heldur móti því, að þetta væri sigurvænlegt fyrir sjálfstæðismálið. Því vildi þá enginn líta við þessu úrræði? Fátt var um það sagt, en .jeg var ekki í vafa um, að ástæðan var eingöngu sú, að flokkurinn vildi með engu móti missa það vopn úr hendi sjér, að halda því fram að heimastjórnarmenn sætu á svikráðum í þessu máli. Flokkshagurinn rjeði þá meiru en sjálft sjálfstæðismálið! Þetta var í fyrsta sinni, sem jeg þreifaði á þessu æðsta boð- orði allra þinga, að flokkshagur situr í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, og það þó þingmenn sjeu hver fyrir sig „valinkunnir sóma- menn“. Það má, ef til vill, með nokkr- um rjetti segja, að flokkshagnað- urinn, sem öll völd og fjárráð eru bundin við, sje undirrót flestra annara meinsemda þingræðisins. Frá honum stafa flokksblöðin, sem gylla allar gerðir flokksins og lasta alt sem andstæðingarmr hafast að. Með þessum hætti eru flest mál svo rangfærð, að al- menningi verður það oftast ókleift, að vita hið sanna í nokkeu máli. Margir bölfa blöðunum fyr- ir þetta athæfi, sem er bein af- leiðing af þingræðinu. En vilja þeir þá vinna það til að breyta því ? Fundir og ræðuhöld eru annað vopnið til þess að afla flokknum fylgis og atkvæða. Eins og ailír vita eru þau í sama sniði og flokksblöðin. Takmark þeirra • r sjaldnast að fræða fólkið, heldui að gylla flokkinn og m'ða and- stæðinga — afla atkvæða. Það liggur í augum uppi, að blaðaútgáfa, ferðir og funda- höld kosta allmikið fje. Hvaðan er það tekið? Þó einstakir menn leggi það fram til bráðabirgða má búast við því, að þeir vilji eitthvað hafa fyrir snúð sinn, og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.