Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 7

Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 7
LÖGRJETTA 7 Islenskír þingstaðir * að fornu og nýju. This article describes meeting places of pnlitical assemblies (vor- þing, leið) in different parts of the country, both old and new, the form as well as importance of these meetings and the relics which are still to be found at mány of them. Alþingisstaðurinn við Öxará, eða í Bláskógum, sem Grímur geitskór valdi fyrir þúsund ár- um, hefur orðið einn af frægustu og fjölsóttustu stöðum þjóðarinn- ar, enda einskonar höfuðstaður hennar um margar aldir. Um þennan stað safnast athyglin fyrst Þorsteinn Ingólfsson þing. Þcss er getið í sögum, að vorþing var sett á nesinu sunnan við vatnið og heitir þar enn Leiðvöllur. Leið- hamar er þar einnig til. Búða- tóftir hafa menn þótst sjá þar, en aðrir telja þær vafasamar og ef til vill hafa þær eyðst af á- gangi sjávar. Annað sunnlenska þingið var háð í Árnesi í Þjórsá, rjett hjá Búðafossi. Þar hafa fundist tóttir af dómhring og þar heita þinghólar, en búðarúst- ir hafa ekki fundist áhyggilega í Árnesi sjálfu (sem er eyja). En Austfirðingaf jórðungur. í Austfirðingafjórðungi voru að fornu Sunnudalsþing, Múla- þing (eða Kiðjafellsþing) og Skaftafellsþing. Sunnudalsþingið í Vopnafirði var flutt 987 vegna vígaferla milli Krossvíkinga og Hofverja, sem frá segir í Vopn- firðingasögu, en nokkuð óvíst um hinn nýja stað. Múlaþing var háð í Skriðdalnum, norðan undir Múla, þar sem enn heitir Þing- múli. Syðsta austfirðingaþingið var háð að Skaftafelli í Öræfum og er fremur lítið getið í sögum og um þingstaðinn sjálfan vita menn eiginlega lítið sem ekkert með vissu. í Austfirðingafjórð- ungi er einnig getið Krakalækjar- þings, Lambanesþings og haust- staðnum frá fyrri tíð, t. d. vatns- veitu að bænum. Hegranesþing var háð í Hegranesi norðaustan- verðu og var þar þingstaður ail- lengi fram eftir öldum og er get- ið málaferla þar fram á 14. öld. Þar hafa fundist ca. 80 búðatótt- ir. Af málarekstri á Hegranes- þingi eru athyglisverðar frásagn- ir í Ljósvetningasögu og Víga Glúmssögu. Virðast dómar hafa íarið þar fram að næturlagi og verið róstusamir, eins og reyndar oftar á þingum. Vaðlaþing hefur, að áliti Kálunds, verið háð þar sem nú er Litla-Eyrarland og þar eða milli þess og Kaupangs — i Rúðarlág — eru einu búðatótt- ir sem fundist hafa í Eyjafirði. Guðmundur dýri á að hafa tek- ið af Vaðlaþing. Skyldi þar eigi sóknarþing heita; þótti honum þar verða stórdeilur, sem á Alþingum, segir í sögu hans íSturlungu.Sumir halda að Þverárleið, sem líka er nefnd, 'nafi staðið eitthvað í sambandi við Vaðlaþing eða verið framhald þess. Eyjar- þing var háð í Þingey í Skjálfandafljóti og er getið í Vemundarsögu og Víga- Skútu og við það er einnig átt í Landnámu, þar sem sagt er frá druknun Bjarna Skeggbroddasonar og fjelaga hans í Skjálfandafljóti á leið til þings. Nokkur nöfn í eynni minna einnig á þing- hald, þar heitir Þinglág og Þingvellir og nokkrar búðatóttir hafa fundist. Önnur minni ey í fljótinu er köll- uð Skuldaþingsey og hefur verið talið svo, af Maurar og öðrum, að í því nafni væru leifar þess forna skipulags, að vorþingin voru ekki einungis sóknarþing, en einnig skuldaþing, þar sem skuldaskiftum og fjárreiðum var ráðið til lykta eins og einnig sjest af heimildum. Fleiri norðlenskra þingstaða er getið á ýmsum tímum. I Skaga- firði er getið um Vallalaugarþing, í Hólminum, og er talað um þingstað þar fram á 17. öld (þriggja hreppa þing). í Svarf- dælasögu er talað um vorþing í Blakksgerði og á Höskuldarstöð- um í Svarfaðardal (nú óþekt bæjarheiti þar). Á Oddeyri er allsnemma getið um þing, t. d. 1305 og á siðaskiftatímum og þar á eftir var oft boðað þar til þing- samkomu (t. d. eiðatökurnar 1551). Spjaldhagi, skamt frá Grund, er einnig nefndur sem þingstaður á 14.—16. öld. Við Gautsstaði í Suður-Þingey j ai - sýslu hefur einnig verið þingstað- ur, en víst ekki mjög gamall. Þar heitir Þinggerði og eru þar taldar tóttir af dómhringi. Af ' því þingi segir það m. a., að þar var eitt sinn drekt konu nokk- urri fyrir að hafa borið út barn er hún fæddi á laun. t Fnjóska- dalnurn eru ýmsar leifar gam- alla þinga, s. s. í Hálslandi, í Leiðarnesi og eru þar 20—30 tóttir og máske dómhringur. Þar telja sumir að Ljósvetningaleið hafi verið háð. t Fjósatungu á eimiig að hafa verið haldið þing, sem menjar eru enn eftir. En annars eru frásögurnar um þessi lanjfty)cnj -V } ) m. JSSr ert fer . fárgfcn. fo-a-s7i faa/Q. hu&r ttj* Jbifjítn-for xfytfcn. {oýtrtk ■Ukn. 'A'— - .. • u e - J Lautn r Jiifi jic/aln intrf /r , O -■ -----jNy jLniaytt. tr : -Ax Alþingisstaðuriim gamli. Eftir gamalli vatnslitamynd, frá ca. 1780. og fremst á þúsund ára hátíð- inni. En samt á ekki að gleyma því, að þjóðin á einnig aðra þing- staði þar sem fram hafa farið ýms mikil störf og merk. — Hjer er ekki átt við þann Alþing- isstað, sem við tók af Þingvöll- um, sem sje Reykjavík, þó að þau þing, sem þar hafa verið haldin eftir endurreisnina hafi að vísu orðið miðstöð í vaxandi framkvæmdalífi sem á tæpum hundrað árum hefur breytt þjóð- lífinu meira en Þingvallaþingið gerði á 900 árum. Hjer er átt við þingstaðina út um alt land, leið- ar- og vorþingsstaðina, sem voru samskonar miðstöðvar hver í sínu umdæmi eins og Alþingi var fyrir alt landið. Þessir þingstaðir eru margir og má enn sjá merki þeirra víða í mannvirkjaleifum og í örnefn- um, Á þessum fornu þingstöðum hefði mátt minnast lýðræðisstofn- unarinnar heima í hverju hjeraði, því að sjálfsögðu fer nú eins og ávalt að fomu, að margir eiga ekki heimangengt eða æskja ekki Alþingisreiðar, en geta þó sótt mannfundi nær sjer. Fornu þingstaðirnir eru kunnir úr ýmsum heimildum og voru þingin þrjú í hverjum fjórðungi, en fjögur í Norðlingafjórðungi. En þingstaðir eru þektir fleiri og frá ýmsum tímum, því að þingin voru alloft flutt um set af ýms- um ástæðum, vígaferlum, óá- nægju eða landraski. Sunnlendingafjórðungur. í Sunnlendingafjórðungi voru Kjalarnesþing, Rangárþing og Árnesþing. Á Kjalarnesi er einn af elstu og virðulegustu þing- stöðum þjóðarinnar. Þar setti vestan við Búðafoss, í dálitlum dal, taldi Kálund leifar ca. 27 búða og sumra mjög stórra. Þriðja þingið var háð að Þing- skálum vð Rangá, ekki langt frá Odda. Þess þings er iðulega getið í Njálu og þar var þingstaður fram á 18. öld. Þar hafa verið margar búðir, um 100, sem mátt hefur sjá til skams tíma, en á öndverðri 19. öld var nýr bær reistur í hinu forna búðastæði. Fleii'i þingstaði má rekja sunn- anlands. Einn er í Þingnesi við Elliðavatn og hafa fundist þar 15 búðatóttir. Þar í nánd er ör- nefnið Norðlingaholt. Því fylgdi sú saga, hversu mikið sem upp úr henni er leggjandi, að nafnið stafi frá því fyrir Alþingisstofn- un og standi í sambandi við þing- sókn Norðlinga suður (til Kjalar- nessþings?) áður en allsherjar- þingið var stofnað við Öxará. Jón- as Hallgrímsson hjelt að Kjalar- nesþing hefði verið háð í Þing- nesi fyrir Alþingisstofnun, en síð- ari fomfræðingar leggja ekki trúnað á það. Þinghólanöfn koma fyrir í Þjóðólfshaga og á Stór- ólfshvoli og eru af ýmsum talin vottur um gamla þingstaði. 1 Lambey í nánd við Breiðabólstað var þingstaður (þriggja hreppa þing) fram á 14. öld eða lengur. Loks má geta þess að þingsam- komur hafa verið háðar í Kópa- vogi og það sumar hinar örlög- þyngstu fyrir stjórnarfar þjóðar- innar, s. s. eiðatökuþingið 1662. Kópavogur er ungur þingstaður, en um eitt skeið var þó í ráði að flytja þangað sjálft Alþingi og var gefið út konungsbrjef um það 1574, en kom aldrei til fram- kvæmda. þings að Þinghöfða. En frásögur fornra heimilda um þetta eru nokkuð í óvissu og virðist svo sem þingstaðimir hafi stundum verið nokkuð breytilegir, eða þingin í fjórðungnum jafnvel ekki í framkvæmdinni nema tvö. En annara þingstaða er einnig getið á ýmsum tímum þó að lítið verði nú oftast sagt um það með vissu, hvaða sannfræði er fólgin í slík- um frásögnum og örnefnum. Á Bessastöðum í Fljótshlíð er t. d. til „þingvöllur“ og hefur þar sennilega verið þing, en ungt. Hjá Kolfreyjustað eru til nöfnin Lög- rjetta og Lögrjettuhraun og í Skaftafellssýslum er til Leiðvöll- i ur, er minnir á þinghald. I Hauga- ! tungu hafa verið athugaðar tót.t- ir, sem sumir hafa sett í sam- band við gamlan dómhring. Norðlendingafjórðungur. í Norðlendingafjórðungi voru að fornu: (Þing)eyjarþing, Vaðla- þing, Hegranesþing og Húna- vatnsþing. Hið síðastnefnda var liáð að Þingeyruni og er alloft getið. Þar var seinna sett hið fyrsta klaustur Islands (1133), samkvæmt áheitum sem Jón bisk- up Ögmundsson gekst eitt sinn fyrir þar á vorþingi, er mönnum gerði óhægt ráð sitt, gnúði á hallæri mikið og veðrátta köld, svo að jörð var ekki ígróðra að vorþingi, en batnaði alt við áheit- ið. Þingstaðurinn hefur verið vestan við Þingeyrar, sem nú eru, norðvestur við Hóp, en búðatótt- ir eru flestar eða allar eyddar af sandfoki. Sigurður fornfræðingur taldi sig hafa fundið menjar dóm- hrings í Þingeyrartúni, en það þykir öðrum vafasamt. Annars er getið ýmsra mannvirkja þar á

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.