Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 8

Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 8
8 LÖGRJETTA Ferðafólk! Þégar þjer þurfið að kaupa klæðn- að hvort heldur það á að vera handa kveníólki, karlmönnum eða börnum, þá komið fyrst • til okkar. Viðhöfum stærsta úrvalið af allskonar fatn- aði, bæði yzt og innst. Tvo góða kosti hef- ir það að verzla við o k k u r. Góðar vörur fyrir gott verð Vöruhúsið þing (einkum í Ljósvetninga- sögu) nokkuð óljósar. 1 norðlensk- um örnefnum eru einnig fólgnar fleiri minningar um þing (þing- vað, þingmannavegur o. fl.). V estf irðingaf jórðungur. í Vestfirðingafjórðungi voru fornu þingin Þorskafjarðarþing, Þverárþing og Þórsnesþing. Hið síðastnefnda er annað af hinum elstu og virðulegustu þingum, sem sögur fara af (stofnað af Þórólfi mostrarskegg) og eru af því margar frásagnir í Landnámu, Eyrbyggju, Sturlungu o. v. Það er skamt frá Stykkishólmi og eru þar á staðnum og í grendinni ýms nöfn, sem minna á þinghald (Þingvallaborg, Þingvellir, Þing- vallavogur). Margar búðatóttir hafa verið athugaðar þar (80— 40), en ekki fult samkomulag um þær rannsóknir. f Eyrbyggju er sú einkennilega frásögn um Þórs- nesþing, að „þar sjer enn dóm- hring þann, er menn voru dæmd- ir í til blóts. f þeim hring stend- ur Þórssteinn, er menn voru brotnir um er til blóta voru hafðir og sjer enn blóðslitinn á steinin- um“. Þverárþing var háð á ýms- um stöðum í Borgarfirðinum, fyrst í Þingnesi sunnan Hvítár, seinna (eftir 970) upp með Gljúf- urá, við Valfell eða Þinghól, en einna lengst í Stafholtsey (stund- um nefnd Þingey í annálum). Þorskafjarðarþing (í Barða- strandarsýslu, í, Kollabúðum við Þorskafjörð) er eitt af hinum sögulegustu þingum, alkunnugt úr Gíslasögu, Landnámu o. v. Búðatóttir margar hafa verið at- hugaðar þar og bent á tilteknar búðir, s. s. þeirra Gests Oddleifs- sonar, Þorkels og Barkar og Haukdælabúð. Þingið hefur einn- ig verið háð á fleiri stöðum, og 970 er getið vorþings á Valseyrí í Dýrafirði og þar í firðinum var oft háð þing á 12. og 18. öld (Þing- eyri). Fleiri þingstaða er einnig getið í Vestfirðingafjórðungi og ýms nöfn minna þar á þinghald. í Bandamannasögu er getið Hvammsleiðar í Norðurárdal. Sú saga og Gunnlaugssaga nefna Valfell sem þingstað Borgfirð- inga. Hjá Tandrafelli er þinghóll og búðatóftir og þar heitir Þing- brekka í nágrenninu og er útsýni gott. Þinghóll er einnig til í Stóra- Fjallslandi a Mýrum og í Hvammi í Dölum og þar heitir einnig Lög- rjetta. Á Lækjarbugi í Hraun- hreppi hefur verið þriggja hreppa þing. Vestur í Barðastandarsýslu, 1 Vattarnesi, heitir Dómara- hvammur og talinn vottur om gamlan þingstað. 1 Straumfirði er gamall þingstaður Rauðmelinga, sem getið er í Eybyggju o. v. Þar skamt frá heitir Búðar- hvammur og hafa furdist þar tóttir, en eru líklega eftir fornar kaupmannabúðir. Hinir fornu þingstaðir hafa verir rannsakaðir af ýmsum fræðimönnum, Kálund. Sig. Vig- fússyni, B. M. Ólsen, Finni Jóns- syni, D. Bruun og Matth. Þórðar- syni og ýmsum fróðleiksmönnum í hverju hjeraði um sig. Það yrði mjög langt mál og flókið að gera ! grein fyrir og rekja sundur all- I ar þær athuganir, því margt er | óljóst í þessum efnum og sýnist : sitt hverjum. Þetta stutta yfirlit | helstu atriðanna á einungis að vera til þess að vekja enn á ný athygli glöggra manna og fróð- I leiksfúsra í hverri sveit, á at- hyglisverðum viðfangsefnum í kringum þá og til þess að minna menn á það, á að á þúsund ára hátíð Alþingis má einnig minn- ast annara þingstaða um alt land, þingstaða, sem oft eru tengdar við miklar sögur og merka menn. ----o---- Islenskur skáldskapur í þúsund ár. 6 The Danish representative in Ice- land, Fr. de Fontenay, who has made a thorough study of Icelandic iitera- ture calls attention to its lOOOth anniversa.ry and discusses some of the outstanding featurcs of thc poetry, especially that of Egill Skallagrímsson and Jónas Hallgríms- son. Jöfurr hyggi at, hve ek yrkja fat, gótt þykkjumsk þat, es ek þögn of gat. Það er ekki Alþingið eitt, sem í ár getur haldið þúsund ára af- mæli sitt; andlegar mentir Islands eiga einnig um þetta leyti þúsund ára afmæli. Það eru nú þúsund ár, eða þar um bil, síðan Egill rjeðst ungur í víkingaferðir, m. a. til Bretlands, og þar orti hann sjer til lífgjafar kvæðið Ilöfuðlausn, sem frægt hefur orðið, og sagan segir að ort sje á einni nóttu. Jeg sje því ekki betur en að einmitt nú sje ástæða til að minnast þess skálds, er með slík- um höfðingjabrag og svo hvellu og snjöllu máli ryður braut hinni löngu röð íslenskra skálda, Egils Skallagrímssonar, fyrsta innfædda stórskálds Islands. Og því meiri kröfu á hann til þess, að hans sje nú minst, þegar þess er gætt, að tunga sú, sem hann mælti og orti á, er enn í öllum aðalþáttum hin sama og á hans tíma. Risi hann upp úr gröf sinni til þess að vera nú viðstaddur samkomu Alþingis á Þingvöllum, mundi hann kann- ast við alt umhverfið, og hann mundi án efa, þótt nokkrir erfið- leikar um framburð og málfar ættu sjer ef til vill stað, bæði geta skilið. hvað sagt væri, og gert sig skiljanlegan. Lög íslenskrar tungu hafa hald- ist gegnum aldimar og orðaforð- inn að miklu leyti. Hún er enn sama málið, sem talað var af fyrstu landnámsmönnunum. Það er undir eins veikleiki og styrkur hinna íslenzku bókmema, að þær hafa geymt sama talmálið og rit- málið að mestu leyti óbreytt í 1000 ár. Það eru aðeins Austur- landamálin, sem eldri eru, og af bókmentamálum Norðurálfunnar spánskan ein. Þetta hefur verið þróun málsins til hindrunar og hefur haldið því á frumlægu stigi, en skapar hinsvegar fastan grund- völl fyrir almenna menningu á gamalli, þjóðlegri rót. Nútíma- skáldin geta altaf stuðst við hin gömlu ljóð, notfært sjer orð þeirra og bragarhætti, svo að hvorttveggja þekkist enn og skilst. Á sama hátt hefur fjöldi orðatiltækja þjóðvísnanna flutst yfir í hið danska skáldamál. Það mun nægja að taka hjer einstakt dæmi, og vel.ja þá Jónas Hallgrímsson, ágætasta og form- snjallasta Ijóðskáld Islands. Ein- mitt honum, endumýjara tung- unnar, forvígismanni málhreins- unarinnar, einmitt honum tekst svo meistaralega að nota gömlu bragarhættina og samþýða þá nútímamálinu. Lítið á leik hans með ljóðahátt Iiávamála í Ferða- lokum og Söknuði. I Ferðalokum umsteypir hann hálfvers úr Háva- málum: Jarls ynþe þóttumk ekki vesa nema viþ þat at lifa. Umsteypt er það svona: Alls yndi þótti mjer ekki vera utan voru lífi lifa. Það er einkennilegt, að sjá hvemig Jónas með óskeikulum smekk nær í þýðasta versið í þessum hluta Hávamála, þar sem um er að ræða afstöðuna til kon- unnar. Fagurfræðilegt mat á íslensk- um kveðskap er mjög erfitt. I»ví hefur lítt verið sint í íslenskum bókmentum og á prenti finnast fáar leiðbeiningar í þá átt, síst snertandi hinn forna kveðskap. Það hefur verið skrifað mikið af málfræði og bókmentasögu um Eddukvæðin og Skáldakvæð- in. En málfræðingarnir hafa átz erfitt með að skilja lífið á bak við orðin og ná í mannlegar hugs- anir og tilfinningar bak við bragarhætti og rím, mannleg ör- lög bak við kvæðin um Sigurð og Helga, Brynhildi, Sigrúnu og Guð- rúnu. Jeg er í engum vafa um, að þessi kvæði standa goðakvæð- unum mikið ofar að skáldlegu gildi. I ritum um skáldakvæðin hefur ekki heldur verið gerð nein grein- ing á því, hvað þar er skáldskap- ur og hvað þar er rímsnilli eða leikur með kenningar í flóknum og óeðlilegum samsetningum. Þar liggur mikilvægt efni fyrir handa íslenskri bókmentarannsókn. Eigi nú, þegar minst er íslensks kveðskapar á umliðnum 1000 ár- um, að draga línu frá fornöld til nútíma, vil jeg fyrst og fremst hylla Jónas Hallgrímsson. Hann hefur með æskulestri sínum drukkið Suttingamjöðinn, orðið innlífaður anda og formi fyrir- rennara sinna á fomöldinni. 1 ýmsum af bestu kvæðum hans er ósvikinn endurhljómur frá því, sem mikilvægast er í fomaldar- kveðskapnum, bæði í formi og orðavali. Þegar jeg, samkvæmt þeim al- gengu bókmentaáhrifum, sem jeg hef orðið fyrir, hylli Jónas Hallgrímsson, sem helsta og besta skáld íslands, er það ekki síst vegna þess, hve skáldskapur hans er einfaldur og öllum aðgengileg- ur. Orð og rím líða ljett og leik- andi frá penna hans, engin skálda- leyfi, engar orðaflækjur. Jónas er orðmyndarinn í hópi íslenskra skálda, endumýjari málsins, sem eftirtíminn styðst við. Bragar- hættir og orð frá honum koma fyrir aftur og aftur hjá öllum islenskum skáldum, sem yngri eru. Og svo er það — sem miklu skiftir — að mikill hluti af kveð- skap hans er sannur skáldskapur. Tækifæriskvæði svo sem: Thor- valdsen, Tómas Sæmundsson, Gai-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.