Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 6
6
LÖGRJETTA
töfrandi fagurt í skínandi 1 it-
klæðaskrúði himingeimsins. En
oft er það ógnandi og ókyrt, há-
vært og hrikalegt, þegar það
hampar hvítfyssandi öldutoppum
sem rísa við himin og æða áfram
og lemja fjörurnar í freyðandi
brimlöðri. Þá er niður þess dimm-
ur, þungur og ömurlegur — alt
annað en iækning fyrir órólega
og leitandi sál. Nú raula öldur
þess yndislega seiðandi við fjör-
urnar — malarrifin, sem kraftur
árstraums og hafaldanna hefur
í sameiningu hlaðið upp. Það
glampar á bláar öldurnar í skini
vorsólarinnar.
Mjer dettur í hug, að mikinn
þátt í veðurblíðu dagsins og feg-
urð- umhverfisins eigi hafstraum-
urinn, sendivinurinn frá hlýju
höfunum, sem þau, eins og í því
fagra markmiði að vinna kær-
leiksverk, senda til landsins í
þeim tilgangi, að hann skuli veita
þvi öflugt lið móti skæðustu ó-
vinum þess, sem eru: frostin,
snjóarnir og hríðarbyljimir.
iSlíka hjálp kann landið að þiggja.
Einmitt í bugtina, sem skerst
hjema inn í strandlengjuna 1
landnámi Úlfljóts — Lónsvík —
kemur Golfstraumurinn fyrst að
landinu. Blíðlega flytur hann
sveitinni fyrstu kveðjumar og
færir henni hugskeyti frá suð-
rænum, óþektum vinum.
Líklega 'nefur Úlfljótur land-
námsmaður haldið skipi sínu í
Bæjarós. Á þeim tímum hefur
það verið sem alt annar ós hvað
dýpi snertir. Af lóni því, sem er
fyrir innan ósinn, hefur land-
námsmaðurinn látið sveitina
draga nafn og nefnt hana: Lón.
Inn af Papós, fyrir sunnan
Jökulsá, gengur samneíndur smá-
fjörður, sein þomar algerlega upp
um fjöru, nema álar þeir, er
vatnsrenslið frá fjöllunum mynd-
ar.
Við Papós var aðsetur írskra
einsetumanna, er fomsögur segja
frá, að fyrstir hafi fundið landið,
og gefið er í skyn, að dvalið hafi
hjer í tvo eða þrjá mannsaldra
áður en landnám Norðmanna
hófst hjer árið 874.
Þar er ef til vill vígður staður,
sem hefði átt að vera þjóðinni
eigi ókunnúgur, heldur uppáhalds-
staður hennar, og henni kærari
heldur en margir aðrir.
Ef til vill hefur fyrsti maður-
inn er augum leit þetta fagra
land vort, og fyrst steig á fasta
foldu þess, einmitt gengið í land
á þessum grýtta og hrjóstuga
stað, af sæhestinum sem flutti
hann að strönd þessa óþekta ey-
lands.
Hollvættir sveitarinnar hafa
ef til vill sjeð þá sjón. Á þessum
stað hafa þeir ef til vill heyrt
fyrstu orðin, sem mælt vom af
dauðlegum mannsvörum, á þessu
landi. Og líklega hafa þau orð
verið heillaóskir, — bæn til hins
hæsta, að blessa og varðveita
þetta land, flutt af guðmóði, sem
stigið hefur upp frá ódauðlegri
sál, sem átt hefur óbifandi trú á
það, að bænin yrði heyrð.
Hvaða staður væri helgari á
þessu landi heldur en sá blettur,
m
r
KALKSALTPJETUR
Athugið hvað það kostar að afla heyja á Ijelegum útengjum
og hvort ekki muni borga sig betur
að auka töðufenginn
með því að bera á tilbúinn áburð milli slátta.
KALKSALTPJETUR
er bestur til þeirra nota — Auðleystur og verkar fljótt.
k.
Pr. Aburðareinkasala ríkisins
S a m b a n d í s L samvinnufjelaga.
m
A
sem slík bæn hefur verið flutt á,
með þeim hulda töfrakrafti, sem
fylgir orðum þess, er trúir á
þann, sem hann er að tilbiðja?
Það er vorhugur sem einungis
orkar að koma hugsjónum í fram-
kvæmd, ekki kyrstaða, heldur
framsóknar- og umbótaþrá.
Jeg heyri undurfagran söng og
lít þangað sem hann berst frá.
Sex svanir eru að taka sig upp
til flugs af tjöm. Það eru fögru
vorboðarnir.
Á framfarabrautinni er gott að
temja sjer að gefa náttúrunni
umhverfis sig gaum. Fegurð nátt-
úrunnar mun hafa leitt af sjer
fegurð í fari mannanna, — því
náttúran er móðir alls. Það eiga
allir að veita athygli öllu því sem
land þeirra hefur að bjóða. Og
þeir eiga að gjöra meira. Þeir
eiga að hagnýta sjer hin ótal gæði
þess, hvert á sinn hátt, því guð
landsins á að vera guð þjóðarinn-
ar. Ef að þess yrði gætt, myndi
þessi sveit, eins og aðrar, eiga
fagra framtíð framundan. Þá ynni
hver einstaklingur hennar stórt
og verðmæta mikið gagn, í þarf-
ir alþjóðar — í staðinn fyrir að
Úlfljótur barðist einn áfram und-
ir merki umbóta og framfara fyr-
ir tíu hundruð árum. Þegar í það
horf væri komið er framþróun,
á því sviði, auðsjáanleg, en Úlf-
ljótur, faðir Alþingis og allsherj-
arlaga, er vitinn sem lýsir á leið-
ina fram.
S j ó vátryggingafélag
r ^
Islands
Pósthússtræti 2, Reykjavík.
Símar: 542, 309 og 254 (þrjár línur)
Pósthólf 718. — Símuefni: „Insurance“.
Allskonar sjó- og
brunatryggingar.
(Hús, innbú, vörur o. fl.)
Alíslenzkt
sjó- og bruna- vátryggingafélag.
Sigurjón Jónsson,
Þorgeirsstöðum.
—o-----
Hvergi hetri og áreiðanlegri
viðskifti.