19. júní - 01.02.1923, Qupperneq 1

19. júní - 01.02.1923, Qupperneq 1
19. JUNI VI. árg. Reykjavík, febrúar 1923. 8. tbl. Ingibjörg1 H. Bjarnason. Alþingi var sett 15. dag febrúar- mánaðar. Setning Alþingis er orðinn árlegur viðburður, og því eigi talinn til þeirra atburða er marki nýtt tíma- bil í sögu þjóðar- innar. En að þessu sinni rennur þó, frá sjónarmiði vor kvenna, upp nýtt tímabil, er hin fyrsta íslenska kona tekur sæti á þingi þjóðarinnar. Fyrir oss er þetta stórvið- burður. í sögu ís- lenskra kvenna verður dagurinn merkisdagur. Starf hins fyrsta fulltrúa kvenna á þingi verður hið erfiða starf braut- ryðjandans. Þar verður alt greiðara fyrir þær, sem á eftir koma. Fyrsta konan á þingi þjóðarinnar. Vér verðum að tala i eintölu, um konu en ekki konur. Og erum þó fullur helmingur landsmanna. Minnumst þess. Ekki vegna þeirra hagsmuna kyni voru til handa, er vér kynn- um að geta náð, ef vér værum þar fleiri. Minnumst þess vegna hins, að á oss hvílir fullur helmingur ábyrgðar á afdrifum þjóðfélags vors. Minnumst þess að vér höfum fulla skyldu til að taka þátt í þeim störfum, sem unnin eru á Alþingi, þeim störfum, sem frekar öllu öðru eiga að miða að því að leggja traustan grundvöll að fram- tiðarhag sjálfstæðr- ar, alfrjálsrar ís- lenskrar þjóðar. Ekki að eins i orði — heldur í raun og sannleika. Með hlýrri sam- úð og góðum ósk- um fylgja hugir fjölda kvenna um land alt, fyrstu konunni, er stígur inn fyrir vébönd Alþingis. Þau vé- bönd, er eitt sinn voru þjóðarinnar helgasti dómur. Sem landskjörinn þingmaður á frk. Ingibjörg H. Bjarnason sæti i efri deild, og hefir verið kosin í fjárveit- inganefnd og mentamálanefnd deild- arinnar. Ingibjörg H. Bjarnason.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.