Alþýðublaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 2
aitstjórar: Gísll J. Ástþórsson (SD) og Benedikt Gröndal,—AðstoBarritstjórl
BJörgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldl Hjálmarsson. — Símar
14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi: 14:906 — Aösetur: Alþýðuhúsið.
— Prentsmiðja Alþýðublaðnins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00
4 mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
SÖFNIN OKKAR
í REYKJAVÍK eru mörg athyglisverð söfn,
Jiar sem finna má bæði fróðleik og listrænar ger-
semar. Alþýðublaðið vakti athygli á því síðastlið-
inn sunnudag, að íslendingar heimsæktu þessi söfn
alltof sjaldan, nema helzt ef þeir þyrftu að sýna þau
•erlendum gestum.
Ef bæjarbúar sýndu söfnumun meiri ræktar-
semi, gæti ef til vill gengið betur að byggja yfir
þau. Nú býr aðeins eitt þeirra, Þjóðminjasafnið, við
gott framtíðar húsnæði, og listasafn Einars-Jóns-
sonar verður að sjálfsögðu eins og listamaðurinn
ikom því fyrir. Önnur söfn okkar bíða bygginga.
Rætt er um nýja bókhlöðu fyrir sameiginlegt
'Lands- og Háskólabókasafn og ef til vill Þjóðskjala
safn. Náttúrugripasafn er í bráðabirgðahúsnæði.
Listasafn ríkisins er í hluta af húsi Þjóðminjasafns.
Það er mikið verkefni að koma þessum söfn-
um í framtíðar húsnæði. Það verkefni vill þjóðin
leysa, þegar aðstæður leyfa, og er vonandi að það
verði sem fyrst. Þjóðminjasafnið var reist í tilefni
af stofnun lýðveldisins. Hvað verður gert fyrir 25
ára afmæli lýðveldisins 1969 — eða 1100 ára af-
mæli íslandsbyggðar 1974?
BÚNAÐARBANKINN
iiniiiiiiiiuinn
Bílainnflutningurinn er alveg takmarkalaus.
Liggja óseldar hundruffum saman á víffavangi.
* Einkabraskið í algleymingi.
+ Um maibikun þjóffvega.
riliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiimimtiitiiiiiiii"miiiiiiiiittiMiiiiiiiiiiiuiiii
miiiiiimiimmmminiiriniiiiiiiMiK
ÁHYGGJUFULLUR skrifar:
„Mörgum blöskrar hinn takmarka
lausi bílainnflutningur og sú
gjaldeyrissóun, sem liann hefur
í för með sér. Margir spyrja: Er
cngar hömiur liægt að hafa á
þessum Lnnflutningi? Nú þekja
óseldir bíiar stór svæði 1‘ands og
sagt hefur mér verið, að nú sé
farið að stafla upp óseldum nl
um utan Reykjavíkur.
HVER „FÍNANSERAR" bíla-
umboðin? Eru það bankarnir, eða
eru það verksmiðjurnar úti í
heimi. Hafa umboðin hér heima
heimild til að taka lán svo og svo
há erlendis til að greiða með bíl-
ana? Lána skipafélögin farm-
gjöldin? Þannig má lengi spyrja.
Almenningur veit þetta ekki og
allir gætnir menn í þessu landi
eru hræddir við bílainnflutning-
inn á sama tíma og útflutningur
er 100-350 milljónum króna undir
innflutningi nú mánuð hvern
hina síðustu mánuði.
ÞAÐ ER IIÆGT með góðu móti
að stoppa þessa vitleysu eða
minnka þennan brjálæðiskennda
innfiutning. T.d. að leyfa ekki að
lán séu tekin erlendis til bíla
kaupa, að bankarnir lánuðu kki
fé til innflutnings bíla. að skipa-
félögin létu greiða farmgjöld um
leið og bílarnir koma á land á
íslandi. Ég veit ekki hvort hægt
er að skylda bílainnflytjendur að
greiða tolla strax af bílum, þegar
þeir eru á land komnir, en væri
það hægt væri það einn þáttur
í þvl að stöðva vitleysuna. Þá
held ég að bankarnir séu ekki
saklausir af því, að lána mönnum
fé til að kaupa bíla af umboðum,
enda þótt þeir berjí sér á brjóst
og segi að þeir láni engum
fé til bílakaupa.
um. Svo er annað ótalið, að rykið
á vegum er stórkostlega heilsu-
spillandi og myndi það hverfa
við slíkar aðgerðir. í raun og veru
eru fjölförnustu vegirnir ófarandi
í þurru veðri, þegar bílafjöldinn
þeysir eftir þeim. Enginn getur
reiknað út hið heilsufarslega tjón
þeirra, sem verða að anda að sér
rykmekkinum,
EITT ER VlST, að án stórkost-
legra átaka og fórna — í bili að
minnsta kosti — verða vegaend-
urbætur kák eitt og langt eftir
þeim að bíða. En að ætla sér að
steinsteypa vegi út um landið, þýð
ir það, að þá seinkar akfærum
vegum, bæði vegna þess, hve það
er seinvirkt og dýrt. Þar er nýi
Keflavíkurvegurinn bezta dæmið."
Bílasala Matíhíasar.
Höfððtúni 2
Sírni 24-540.
Skrifstofustúlkur
Staða ritara (skrifstofustúlku) hér við embættið er laus til
umsóknar.
Byrjunarlaun kr. 5.430.00 á mánuði.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf, sendist mér
fyrir 15. þ. m.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Áklæði á bilo
Volkswagen
Volkswagen Station
VW 1500
Saab 96
Volvo Amazon
Volvo Station
BUNAÐARBANKANUM hefur verið blandað
all óþyrmilega inn í ákæru verkamanns hér í bæ
á hendur lögfræðingi fyrir okur. Hafa ábyrgðar-
laus blöð notað þetta mál til að gera á bankann stór
orðar árásir, sem eru þess eðlis, að ekki getur stað-
ið mótmælalaust.
Allir eru sammála um, að rannsaka beri mál
verkamannsins og leggja áherzlu á að refsa þeirn,
sem kunna að reynast sekir um okur. Hefur vafa-
laust margt verið gruggugt í peningaviðskiptum
einstaklinga undanfarin ár og margir tilbúnir að
gera sér erfiðleika annarra að féþúfu.
Árásirnar á Búna-ðarbankann fyrir „gjaldþrot“
og misferli í rekstri eru allt annað mál. Bankastjór
arnir hafa svarað þeim árásum og hrakið þær. Virð
ist hagur bankans hafa verið mjög góður síðustu ár
og staða hans gagnvart Seðlabankanum er í dag á-
gæt. Hinar stóryrðu fullyrðingar um hag og rekst-
ur bankans virðast því vera algerlega úr lausu
lofti gripnar, og eru því vítaverð framkoma við
opinbera peningastofnun.
Auglýsingasíml
Alþýðublaðsins
er 14906
SÁ ER ÞETTA RITAR hefur
skrifað á víxil og víxla fyrir
kunningja sina, sem keyptir voru
af banka í Reykjavík og meira að
segja fengust framlengdir með
lítilli afborgun. Var andvirði víxl-
anna notað til bílakaupa. Þannig
er nú þetta í framkvæmd, enda
eðlilegt að bankastjóramir geti
ekki haft eftirlit með því til
hvers peningarnir, sem þeir lána
eru notaðir. Þetta bílaæði inn-
flytjenda verður með einhverj-
um ráðum að stöðva eða draga úr
því áður en verr fer.
EKKI BATNA VEGIRNIR með
hinni miklu bílaumferð. Ég vildi
nú stinga upp á að tekinn yrði
upp nýr skattur til endurbóta á
vegum, sem öruggt færi í að mal-
bika vegi (ekki steypa, það er
alltof dýrt og seinvirkt). Hækka
benzínverð um kr. 1 hvern líter,
sem gengi óskipt til malbikunar
vega. Það yrði allgóður sjóður
árlega. Fenginn væri erlendur sér
fræðingur til að hafa yfirstjórn
með malbikun vega, þar sem séð
er að þeim íslenzku hefur ennþá
ekki tekizt að malbika vegi cins
vel og til dæmis í Noregi og Sví-
þjóð, og þá miðað við líkt veður-
far og á íslandi. Svo þegar á-
kveðnar leiðir væru fullgerðar, þá
að selja umferð bíla um ákveðnar
fjölfarnar leiðir.
BÆÐI BENZÍNHÆKKUN og
vegagjald myndi neytandinn
greiða aftur síðar' í miklu minna
bílasliti og benzínsparnaði, fyrir
það eitt, að aka eftir góðum veg-
Mercedes Benz 180 Skoda Alpha 1938 u
Mereedes Benz 190 Skoda Station 1933 :: í
Mercedes Benz 220 Skoda Oktavia
Mencedes Benz 220 S Skoda Kombi 3'J
Opel Reckord 1955—64 Skoda Station 1202 .-i
Opel Caravan 1955—64 Skoda Turing Sport -)
Opel Capitan 195.5—64 Fiat 1100 n
Opel Cadet Fiat 1200 . i
Ford Cardinal Fiat 1400 1
Ford 2 dyra 1953 Moskvitch 402—407 • 7
Ford St. 1955 Moskvitch Station ■rr-f
Ford 4 dyra 1955 Pobeta T1
Ford Cardinal Volga ' {
Ford 2 dyra 1956 Chevrolet 1955 4 dyra
Ford Zephyr 1957 Chevrolet Station 1953
Ford Zephyr 4 1963 Morris 1100 1963
Ford Prefect 1955 Vauxhall .Victor 1962
Ford Angíia 1955 D.K.W. ,, í
Consul Cortina 1963 B.M.W. Sport M
Consul 315 1962 N.S.U. Prinz
Mercuri Comet 1953 Simca 1000 n ;
Taunus 17 M Reno Dauphine r i
Taunus Station Reno R 8 ■h ;
Framleiðum áklæði í allar tegundir bíla.
Söluumboð: Þórshamar h.f. Akureyri
Staðarfell Akranesi !
Stapafell Keflavík i
K.F. Borgfirðinga Borgarnesi
Bílaleigan Fákur ísafirði
Leifur Haraldsson rafvm. Seyðisfirði
Hjólbarðarviðgerðin Faxastíg 27, 1 '
Vestmannaeyjum.
OTUR
Hringbraut 121 sími 10659. 1
2 10. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ