Alþýðublaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 9
IIUIIMHIIIUIIII ■(••■•■■•auiuarii ' ,* ' * Mfe i : ^ .1 ■ ÍI m an ajó þarf tU að brjóta þetta nlð- ur. Niðurhólfun í stíur á þilfari íslenzkra fiskiskipa er mjög þétt orðin, og það er til mikils öryggis til að hindra að síld geti hreyfzt til á þilfarinu. Hæðin á síldarstí- skip voru £ smíðum erlendis. Um nokkur undanfarin ár hafði Skipa- skoðun Ríkisins farið þess á leit við þær erlendu skipasmíðastöðv- ar sem voru að smiða skip fyrir íslenzka kaupendur, og sjálfar unum er hinsvegar orðin mjög voru fænar.um __að framkvæma stöðugleikaútreikninga, að þær1 gerðu slíka útreikninga og skil- uðu þeim til athugunar hjá Skipa- skoðuninni. Á þennan hátt hafði fengizt töluverð hugmynd um á- stand margra nýrra skipa, en þó ekki allra. Auk þess vom út reikningamir ekki allir alveg samstæðir. í>að varð því úr, að 5. desember 1962 gaf Skipaskoðun Ríkisins út innburðarbréf, þar sem settar eru fram kröfur um stöð- ugleikaútreikninga allra nýrra is- lenzkra fiskiskipa, og nákvæm- lega er lýst á hvern hátt þessir útreikningar skulu gerðir, og í hvaða hleðsluástandi skipin skulu reiknuð út. Þar sem enn er byggt mikið af fiskiskipum fyrir ís- lenzka aðila, þá eru þessar upp- lýsingar enn að berast frá miklum fjölda skipasmíðastöðva, og þar sem útreikningarnir era í sam- ræmi við þessi settu ákvæði, þá er miklu auðveldara að bera þetta saman, og gera sér þannig grein fyrir hinum einstöku skipum. Mér þykir rétt að geta þess, að ísland hefur orðið fyrst allra Norð urlandanna til að setja fram kröf- ur um stöðugleikaútreikninga á fiskiskipum. Af Norðurlöndunum munu Danir verða næstir, þvi þeir hafa nú ákveðið að frá 1. októ- ber næstkomandi verði þess kraf- izt að öll ný fiskiskip verði reikn- uð út, og stöðugleikaútreikning- arnir sendir til athugunar dönsku skipaskoðunarinnár. Hin Norður- löndin munu hafa í hyggju að bíða þar til einhver árangur ligg- ur fyrir að starfi þeirrar sér- nefndar innan IMCO, þ. e. a. s. Siglingamálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, sem hefur til at- hugunar stöðugleika skipa, þ. á m. fiskiskipa. Skipaskoðun Ríkislns hefur þannig nú fengið í hendur. ákaf- lega fróðleg grundvallargögn um stöðugleika. islenzkra fiskiskipa. Ennþá hefur ekki verið hægt vegna manneklu að vinna úr þess- um gögnum og nauðsvnlegt er ef fullur árangur á að fást. . í júní í sumar sendi Skinaskoð- unin frá sér umburðarbréf varð- andj atriði til aukins örvggis síld- veiðiskipa, Þar era fram talin 7 atriði er varða styrkleika skip- anna, og 24 atriði er varða ör- skipanna að öðru leyti. TILT ÖGUR TIL ÚRBÓTA FYRST skal þá nefna það átriði, að allt rými imdir bátapaili verði lokað algjörléga vátnsbétt. Það er svo nú orðið, að á flestum skip- um, sem eru með bátapalli, er þetta rými orðið að miklu leyti iokað, en þó opið að aftan og fram an. Það ei- því oft sáralítil aukn- ing á yfirþýngd, að loka þessu rúmi algjöflega vatnsþéttu, með vatnsþéttum stálhurðum með gúmmíþéttingum, o. s. frv. Frá öryggissjónarmiði er hinsvegar sá reginmunur á, að éf þessu rúmi er haldið lokuðu, með lok- uðum hurðum á síldveiðum, þá getur fleytimagn þessa rýmis bein línis rétt skipið við, ef þilfarið fvrir framan sjófyllir, í ‘staðinn fyrir að ella myndi þetta rúm verða fullt af sjó og þyngja skip- mikil, og til að minni hreyfing sé á síldinni og minni hætta á að missa hana fyrir borð, er oft strekktur segldúkur yfir allt þil- farið ofan á síldina. Þótt tvö síld- arruðningsop séu á hvorri hlið á skjólborði skipsins, þá er mjög hætt við að erfitt reynist að losna við sild af þilfari í skyndi, ef skip- ið. verður fyrir áfalli, nema þá sérstaklega vel sé frá opnunar- búnaði síldarraðningsopanna gengið, t. d. með talíum, sem kippa má í frá brú. Önnur hætta við þessa háu uppstillingu á stí- um á þilfari er sú, að ef þilfarið sjófyllir, og skipið er tómt, þá er geysimikil þyngd sjávar bundin á þilfari, sem er stórhættuleg hverju síldveiðiskipi, nema aust- urop séu öll höfð opin og séð svo um að sjór geti runnið óhindr- aður að þeim. ATHUGUN Á STÖÐUG- LEIKA ÍSLENZKRA SÍLDVEIÐISKIPA ÞRÁTT fyrir takmarkað starfslið hefur Skipaskoðun Ríkisins leið- beint mörgum þeim útgerðarmönn um, sem til hennar hafa leitað og veitt ráð eftir beztu getu um úr- bætur vegna stöðugleika. Það er tiltölulega einfalt mál að bæta við ballest (botnþunga) í skip, vegna þyngdar nótar og kraft- blakkar, en það verður þó aldrei nemá lausleg áætlun, nema með því móti að reikna stöðugleika skipsins út í einstökum hleðslu- tilfellum. Þá er verkefnið hins- vegar orðið mikið starf. — Þó hef- ur að sjálfsögðu verið bætt ball- est við í marga báta samkvæmt lausiegri áætlun, og þetta hefur auðvitað komið að einhverju gagnl. Sú aðferð, sem fær var og á- kveðið var að fara til áð reyna að skapa sér hugmynd um ástand stöðugleika íslenzkra síldveiði- skipa almennt, var sú áð notfæra sér það hversu mörg ný íslenzk hafnar. Myndin er tekin í reynsluferð þessa skips, sem er í eigu bandaríska flotans. Skipið er 110 tonn að stærð, 34,5 metrar á lengd og 9,3 metrar breidd. Þegar botnuggarnir era niðri (eins og hér á mynd- inni) þá er sjálft skipið tæpa tvo metra yfir vatnsyfirborðinu, knúið tveim 3100 hestafla trúbínumót- orum. Þegar báturinn sigldi á grunnu vatni eru uggarnir dregnir upp eða lagðir að botninum og þá er báturinn knúinn 600 hestafla diesel vél. Hámarkshraði er ekki gefinn upp. ið gegnir einnig með hvaibakinn, að hann verði einnig vatnsþétt lok- aður, og þess vel gætt, að allar vatnsþéttar hurðir séu hafðar lok- aðar, nema rétt á meðan gengið er um þær. Framan við kraftblakkargálg- ann verði á bátapallinum staðsett hringlaga, vatnsþétt, lág stállúka með loki á hjörum, þéttað með gúmmípakningum, og spennu- búnaðj að neðan til lokunar. Til gangur þessarar lúku er að gera auðveldara að nota kraftblökkina til að fjarlægja nótina af bátapall- inum og setja hana niður á aðal- þilfar inni í vatnsþétt lokaða rúm- inu undir, þegar skipið er á siglingu. — Síðan má loka lúk- unni vatnsþétt aftur. Á sama hátt má nota kraftblökkina til að taka nótina aftur upp á bátapall. þegar hún skal notuð. — Með þessu móti færist þvngd nótar- innar verulega niður, þótt að siálfsögðu sé enn betra að setja hana niður i lest á sigiingu. Þetta atriði er enn ekki komið á neitt skip í notkun. Hinsvegar hefur þessari hugmvnd verið miög vel tekið af síldveiðiskipstjórum, og ér sennilegt að hún komist í fram- kvæmd á öllum þeim skipum, sem nú era í smíðum, og betta atr iði er hægt að framkvæma með breytingu á iangflestum stærri sfldveiðiskipanna, sem nú era í notkun. Eins og ég gat um áðan, þá era nú fyrir hendi hjá Skipaskoðun Ríkisins útreikningar yfir stöðug- leika fjölda islenzkra fiskiskipa. í þessum útreikningum varð að sjálfsögðu að styðjast við áætl- aða þyngd í lest og á þilfari miðað við rúmmál, einnig áætlaða þyngd nótar á bátapalli o. s. frv. Til þess að geta nú endurskoðað einstök atriði útreiiéninganna, er nauð- synlegt að fá sem nákvæmastar upplýsingar um ýms atriði sem allra flestra skipanna, eftir að þau háfa verið i notkun, og líka enn meira niður. Sama málitölur yfir eldri skipin til að geta borið þau saman. Þann 4. júlí sl. sendi ég því öllum skipstjóram síldveiðiskipanna umburðarbréf með spumingalista til útfyllingar fyrir hvert einstakt síldarskip, með tilmælum um að endursenda svörin. Þyngd síldarnótarinnar er mikilvægur liður í þessum spum- ingalista. en farið er fram á að keyra síldarnótina á bílvog, ef hún þarf að fara f viðgerð, eða í síðasta lagi að síldveiðum lokn- um. Svör eru þegar farin að ber- ast, og það er von mín, að skip- stjórar bregðist vel við þessari málaleitan minni, þannig að sem öraggastar raunveralegar stað- reyndir fáist til að byggja á í sam bandi við þessi öryggismál. Samkvæmt kröfum Skipaskoð- unar Ríkisins um stöðugleikaút- reikninga, er stöðugleiki skipanna reiknaður út fyrir eftirtalin tilfelli: 1) Tómt skip, tilbúið til veiða. 2) Skipið fullhlaðið síld í lest og á þilfari. 3) Skipið aðeins með fulla lest af síld. 4) Tómt skip með allt þilfarið fullt af sjó. Á ALÞJÖÐAFUNDI í stöðug- leikanefnd IMCO, þ. e. a. s. Siglingamálastofnunarinnar, sem haldinn var nú £ maí í vor, skýrði ég frá stöðngleika- útreikningum á islenzkum síldveiðiskipum og sýndi þá út- re'kningaboga miðað við sfldar hieðsluna. Nefndarmenn trúðu því tæpast að skip gæti sigit um sjó í því ástandi, sem út- reikningarnir sýndu, með sjó allt að 50 cm. yfir þilfari mið- skipa, og um eða yfir helming farmsins á þilfari. Þegar ég sýndi myndir af íslenzkum síld veiðisklpum á leið til hafnar, héldu þeir að um sökkvandi skip væri að ræða. í þessu hleðsluástandi er án efa örygg- ið orðið sáralítið, og mun minna en margir telja, þó þann ig hafi íslenzk síldveiðiskip siglt til hafnar um árabil, þá er þessi hleðsla að sjálfsögðu Iangt fram yfir það, §em skyn- samlegt getur talizt frá öryggis sjónarmiði. Þó er það annað hleðsluástand, sem útreikningarnir sanna, að get- jjjjij ur verið jafnvel ennþá hættulegra síldveiðiskipunum heldur en drekkhlaðið skip, og þessu ástandi tel ég að hafi hvergi nærri verið áægur gaumur gefinn, fyrr en þá helzt nú undanfarið, þegar skip eru tekin að farast í því ástandi. Hér á ég við svo til tómt skip, með síldamót á bátapalli, upp stillinguna á þilfari og lensportin meira eða minna lokuð. — í út- reikningunum á þessu ástandi hefur sámkvæmt umburðarbréfi Skipaskoðunar Ríkisins um stöð- ugleika verið reiknað með að skjólborðshæð sé 1.3 metrar, en ef ágirndarborðin eru talin með þá er hæðin enn rneiri. Ef sjór skyndiléga fyllir þilfarið, þá get- ur jafnvel á tiltölulega litlu skipí á annað hundrað tonn af sjó hvílt á þilfarinu, og með tómri lest, þá hafa útreikningarnir sýnt, að fyr- ir getur komið það ástand að varla nokkurt þeirra skipa, sem nú eru í smíðum géta þolað þetta, án þess að hvolfa, j'afnvel þótt veður sé elcki sérlega slæmt. Nú verður reyndar að gæta að því, að útreikningarnir gera ráð fyrir sjófylltu þiifari á skipinu: í sléttum sjó, og sjórinn í þilfar- inu er þannig reiknaður sem föst þyngd. í reyndinni er þetta að sjálfsögðu þanmg, að strax þegar skipið fer að hallast, losnar það við töluverðan hluta þess sjávar, sem á þilfarinu er, og ’léttist þá um leið, og getur rétt Sig við aft- ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. sept. 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.