Alþýðublaðið - 13.09.1963, Blaðsíða 2
Eltstjórar: Gísll J. Astþórsson (áD) og Benedikt Gröndal.-—Aöstoðarritstjóri
Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar
14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið.
— Prentsmiðja Alþýðublaðfiins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kí.‘ 65.00
t mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn-
FARMANNAVERKFALL
VERKFALLIÐ á kaupskipaflotarmm heldur á-
íram og hafa sáttatilraunir engan árangur borið.
Skipin eru bundin jafnóðum og þau koma til hafn
j ar, og nokkur ótti virðist um framhald síldveið-
' anna, vegna olíuflutninga. Er þó ástæða til að
; vona, að sjómannasamtökin láti verkfallið ekki
; ^verða til að stöðva síldveiðar.
Þjóðviljinn hefur rætt nokkuð um þetta verk-
fall. Er það að vonum úr þeirri átt, að kommúnist
ar hugsa meira um að berjast við andstæðinga sína
INNAW verkalýðshreyfingarinnar en að berjast
tvúð atvinnurekendur. Þeir ráðast á forustu sjó-
mannasamtakanna, en láta sig sjálfa deiluna að
•öðru leyti litlu skipta. Er enn sem fyrr augljóst, að
pólitískir hagsmunir kommúnista sjálfra eru þeim
mun meira virði en . árangur verkalýðsfélags í
vinnudeilu.
Aðstaða undirmanna á kaupskipum hefur af
ýmsum ástæðum breytzt síðustu ár, þannig að af-
koma þeirra er tiltölulega ekki eins góð og áður.
Þetta hefur haft þau áhrif, að skiprúm eru ekki
eins eftirsótt og þau voru, og innan skamms get-
ur farið svo, að jafn erfitt verði að manna kaup'
skip og togara. Hins vegar virðist hagur þeirra
hlutafélaga og samvinnufélaga, sem eiga kaupskip,
vera mjög góður, ef dæma má eftir hinum miklu
skipakaupum þeirra og áhuga nýrra aðila á kaup-
skipaútgerð.
Vegna hinna breyttu aðstæðna á kaupskipa-
flotanum gerðu forustumenn sjómannasamtak-
anna sér ljóst, að kjarasamningar mundu nú verða
erfiðir. Stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur hefur
ávallt fengið umboð til að semja, þegar svona hef-
ur staðið á. Að þessu sinni óskaði hún ekki eftir
-slfku. umboði, af því að hún taldi nauðsynlegt að
láta félagsmenn segja til í beinni atkvæðagreiðslu,
€ins og komið hefur á daginn.
ALVAR AALTO
I SUMAR komu menntamálaráðherrar Norð-
urlanda saman á fund í Reykjavík og tóku meðal
annars lokaákvörðun um byggingu Norræns húss
í Reykjavík. Á fundinum kom fram sú snjalla hug
mynd, að biðja mesta,. núlifandi húsameistara
Norðurlanda, Finnann Alvar Aalto, að teikna
þetta hús.
Aalto tók þessari beiðni vel og er nú hingað
fcominn til að kynna sér aðstæður. Er það heiður
og ánægja fyrir íslendinga að eiga von á að eignast
Þyggingu eftir þennan mikla listamann, sem er í
írémstu röð húsameistara um allan heim og sérlega
viðeigandi, að sú bygging verði einmitt Norræna
húsið.
— decoratáve Saminate
SÆNSKA HARÐPLASTIÐ
ÁVALLT TIL í gVEIICLU LITAORVALI
SMIÐJUBÚÐIN
VIÐ HÁTEIGSVEG — SÍMI 10033.
HANNES Á
•tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiaai«tiiiii*f>aii
'fc Rangar fregnir um náðaða menn.
ir Aðeins fáir gerzt brotlegir aftur.
ic Baðgestur iýsir ýmiskonar sóðaskap
ir og hirðuleysi í Sundlaugunum.
iiiiimmiimminiimmimmmnmiimmmiiiimmiiimiimmiimMmmmiiiimnmimiimmmimmmmiminm
1»ESS VAR NÝLEGA GETIÐ
í blaöi að flestir þeirra, sem lilutu
náðun í tilefni vigslu Skálholts-
kirkju, hefðu aftur gerst brotleg
ir við lögin og var farið háðugleg
um orðum um sjálfa náðunina. —
Þetta er alrangt, aðeins fáir
þeirra, sem náðaðir voru hafa
ekki staðizt prófið og fallið aftur
í sama fenið og þeir lentu í áður
og höfðu hlotið dóraa fyrir. Það
má ckki hundelta þessa menn. Það
má ekkl gera meira en ástæður
eru til úr erfiðleikum þeirra.
BAÐGESTUR SKRIFAR: „ís
lendingar eru ekki sérlega tillits
samt fólk og kemur það jafnt
fram í sambúð sem daglegri um
gengni og það jafnvel á almanna
færi. Glöggt dæmi þess er fram
koma sumra baðgesta I Sundlaug
unum. Vissir menn hafa þaö fyrir
sið að raka sig undir sturtunum
í baðklefanum og halda þeim
þannig lengur en nauðsynlegt er.
ÞETTA ER AÐ VlSU afsakan
legt á vissum tíma dags, þegar
aðsókn er lítil, en þeir sem hafa
fyrir venju að raka sig í baðklef
anum taka' velflestir ekkert tillit
til þess þótt klefinn sé fullur og
beðið eftir sturtunum. Við slikar
aðstæður er þetta tillitsleysi hvim
leitt.
EN ÞETTA ERU aðeins smámun
ir einir hjá hinu að snýta sér í
baðklefanum eins og sumir gera
og hirða þá lítt um þó eitthvað
smávegis slettist á þá sem næstir
eru en.hjá því verður ekki kom
izt þar sem oft er þi’öngt þar inni
Aðrir láta sér nægja að spýta utan
í veggi eða á gólfið. Þó tekur út
yfir þegar út í heita kerið er kom
ið þar sem fólk iiggur í vatninu.
OFTAR ÉN EINU SINNI hef íg
séð menn spýta beint í kerið eins
og spýtubakki væri, en aðrir sem
hæverskari eru iáta sér nægja
að skyrpa ytan í veggina, sem
.eðliiega rennur fyrr eða síðar nið
ur í kerið og biandast vatninu,
semjmaðu*; veltir sér svo í.
ÉG SKIL EKKI hvað þetta fólk
hugsar með svona framkomu.
Hvað ætli þeir, sem haga sér
þannig í baðklefa og keri, geri þeg
ar í laugarnar er komið þar sem
ekki er eins auðvelt að fylgjast
með þeim?
ANNARS SÝNIST MÉR að
menn séu ófeimnir að blása úr
nös eða spýta i sjálfum laugunum.
Mér finnst að baðverðir eigi að
taka hart á svona sóðaskap, ef
þeir verða varir við og varla getur
Fyrir nokkru héld u íslenzkir
ungtemplarar ársþing sitt að Jaðri
Á þinginu mættu 16 fulltrúar auk
stjórnar samtakanna. Forseti
þingsins var Grétar Þorsteinsson
Reykjavík.
Þingið gerði nokkrar samþykkt
ir. Þar er m.a. skorað á löggæzlu
landsins að framfylgja settri lög
gjöf fastarj og með réi^.átum
rafsingum og viðutiögum gagn
vart lögbrotum um útvegun veit
ingar áfengís handa ungu fólki.
Þá hvetur þingið til þess að
aukið verði eftirlit með hópferð-
um og telur það að ekki ættu að
leyfast hópferðir, nema undir
fararstjórn fullorðins fólks, sem
kynnir sér ferðalagið takmark
þess og framkvæmd, svo að það
geti orðið til gagns og gleði þátt-
íakendum.
Ársþingið leggur til að Áfengis-
verzlun ríkisins vérði lokuð um á
kveðinn tima, t.d. einn eða tvo
verið að _allt þetta fari fram hjá
þeim. Það er að vísu erfitt fyrir
baðverði að fylgjast með því sem
fram fer í baðklefum eða úti í
heita kerinu en hins vegar ætti
það að vera mun auðveldara aö
sjá það sem fram fer í laugunum.
Sóðaskapinnj í Sundlaqgunum
þarf að uppræta, en það verður
ekki gert nema með stakri árvekni
og festu.“
mánuði, svo unnt verði að rann
saka vísindaiega livaða áhrif það
hefur á siðferðisástand bjóðarinn
ar og æskunnar, glæpi og slys.
Þá samþykkti þingið að lýsa yf
ir eindregnum stuðningi við til
mæli Æskulýðssambands fs.ands
þess efnis að íslendingar taki til
alvarlegrar athugunar að hætta
öllum viðskipí |m við St-Afríku
vegna kynþáttamisréttisins í lar.d-
inu.
í stjórn samtaka íslenzkra ung-
templara fyrir næsta starfsár
voru kosnir: Formaður Séra Ára
Iíus Níelsson, varaformaður, Grét
ar Þorsteinsson, ritari Gunnar
Þorláksson, gjaldkeri Kristinn Vil
hjálmsson, fræðslustjóri Jóhann
Larsen, Sigurður Jörgensson og
Einar Hannesgon. — Samtökiíri
urðu 5 ára sl. vor og var þetta 5.
ájraping þei’éra. Innan vébandá
ÍUT eru 7 deildir með samtalg
800 félagsmönnum.
UNGTEMPLARAR VILJA
AÐ HÆTT VERÐI VIÐ-
SKIPTUM VIÐ S-AFRfKU
g 13. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIB