Alþýðublaðið - 13.09.1963, Blaðsíða 5
álfli
Á myndinni sjást verka-
menn og verkfræðingar að
starfi í fyrradag, þegar lagt
var olíumalarlag á Stekkj-
arflöt við Vífilsstaðaveg í
Garðahreppi, en í Hafnar-
firði var lögð olíumöl á götu
spotta I gær. I haust hyggj
ast Akureyringar gera til-
raun með 300 metra vegar-
kafla, en þessi þrjú bæjar-
og sveitarfélög hafa til þessa
sýnt málinu mestan áhuga.
Sænski vegaverkfræðingur-
inn, Gudmund Björck, sein
boðið var hingað til lands til
að fylgjast með fram-
kvæmduninn og undirbún-
ingi þeirra, stendur fremst
til vinstri á myndinni.
AALTO
1
Fratíjh. af 1 síðu
... $
sem fremsti húsameistari Finna,
sem nú er uppi og jafnframt tal-
inn- meðal fremstu manna í sinni
grein um heim allan. Hann hef-
ur ekki aðeins teiknað hús, hús-
gögn og heil bæjarhverfi í Finn-
landi, heldur hefur hann dvalizt
I Bandarikjunum um árabil og
kcnnt húsagerðarlist við fræga
háskóla. Byggingar eftir hann
hafa verið reistar víða um lönd,
en hvað mesta frægð hlaut hann
fyrir teikningar fyrir heimssýning-
arnar í París og New York fyrir
stríð.
Aalto er 65 ára gamall. Hann
hefur verið talinn meðal hinna
róttækari brautryðjenda í nútíma
byggingalist.
OLIUMÖLIN GETUR
SPARAÐ STÓRFÉ
í gær og fyrradag var unnið
að því á vegum Hafnarfjarðarbæj
ar og Garðahrepps að „leggja út“
olíumöl á götur í Hafnarfirði og
hverfinu, sem er að rísa við Víf
ilsstaðaveg í Garðahreppi. Sænsk
ur vegavergfræðingur, Gudmund
Björck frá Sjöbö á Skáni, hefur
dvalizt hérlendis síðan um helgi
og fylgzt með þessum framkvæmd
um og undirbúningi þeirra, en
Svíar hafa meiri reynslu af lagn
ingu olíumalar á vegi en hinar
Norðurlandaþjóðirnar, og er
Björck verkfræðingur tvímæla
laust sá maður þar í Iandi, sem
mesta reynslu hefur öðlazt í lagn
ingu ofíumalar í þéttbýli. Fyrir
okkur íslendinga skiptir miklu
máli að komast að óyggjandi nið
urstöðu um„ hvort' olíumölin hæfir
íslenzkum staðháttum eða ekki,
því að telja má víst, að malbikaðir
og steinstevi.it,ír vegir eða götur
séu alltof dýrir.
Það eru fjórir aðilar, sem
standa að heimboði sænska verk
fræðingsins og hafa mestan áhuga
á tilraunum með olíumöl, og boð
uðu þeir fréttamenn á sinn fund
í gær. Þessir aðilar eru bæjar
stjórnir Hafnarfiarðar og Akur
eyrar, hrennsnefnd Garðahrepps
og Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
Á fundinum tóku til máls sveit
árstjóri Garðahrenns, Ólafur ERi
arsson, bæiarstjórinn í Iiafnrr
firði, Hafsteinn Baldvinsson,
Sveinn Torfi Sveinsson verkfræð
ingfur, Arinbiörn Kolbeinsson,
form. F.t.B.. Biörek verkfræðing
ur, Stefán Jónsson, forseti Bæj
arstjórnar Hafnarfjarðar og Ein
ar Halldórsson, oddviti Garða
hrepps.
Olfumöl er blanda af möl, sandi,
vegaob'u og bindiefni sem kallast
stearínamín. Auk þess að vera
mun ódérara slit.lae en asfalt og
steinsteypa crr hægt að leggja
hana á veei, sem ekki hafa sér
lega vandaða undirbyggingu og ó
gerlegt er að leggja á malbik eða
steinsteypu. Olíumölin er lítið
eitt mýkri en asfaltið og mun
teygjanlegri, en yfirborðið álíka
slétt og smitar ekki fremur feiti
frá því en yfirborði malbiksins.
Meginatriðið við lagningu olíumal
arinnar er nákvæmni og rétt
tæknileg vinnubrögð, einkum að
því er snertir blöndun efnánna.
Vegamálastjórninni var fyrir
nokkrum árum veitt upphæð til að
göra tilraunir með olíumöl og
voru meðal annars keypt fyrir
hana tæki og nokkuð af efni. í
fyrra var lögð olíumöl á nokkur
hundruð metra spotta fyrir ofan
Elliðaár og stuttan spotta á Vífils
staðavegi, en þetta var frumtil
raun, sem mátt hefði vera ná
kvæmari og betur undirbúin og
gaf hún því ekki eins góða raun
og skyldi. Á Sauðárkróki og ísa
firði hefur olíumölin einnig verið
reynd, en svipað má segja um
þær tilraunir. Þessi tilraun Hafii
arfjarðarbæjar og Garðahrepps,
sem haft hafa með sér góða sam
vinnu um verkið og undirbúning
allan og Garðahreppur hefur m.a.
sent verkfræðing sinn og sveitar
st.ióra til Svíþjóðar að kynna sér
framkvæmdirnar þar, á að skera
úr bví hvort olíumölin hæfir ís-
lenzkum staðháttum, og ætti bað
að sjást eftir veturinn, en vitað
mál er. að hún er ódýrasta slitlag
sem völ er á. — Um kostnaðinn
og hversu fljótlegt er að leggia ol
íumölina sagði Björck, að Svíar
hefðu bvggt. olíumalarvegi. sem
eru alls 12.000 km. Kostnaður'nn
umreiknaður í isí. kr. nemur 83.
000 kr. á km. miðað við 6 metra
breiðan veg. Asfaltið, sem krefst
dýrari undirbyggingu. er fjimm
sinnum dýrara eða um 450 000
kr. á km. miðað við sömu vegar
breidd. Stéihsteypt lag er 15-20
sinnum dvrara en olíumöl, og ekki
má gleyma bví að ef síðar yrði
talið ráðlegt að malbika göturnar
er olíumölin mjög gott undirlag
undir malbik. Um endingu oiíu
; malarlagsins er það að segja, að
1 á þjóðvegum, sem ekki mæðir
mun meiri umferð á en 1000 bílar
, á dag, er talið að það endist í
7-8 ár án nokkurs viðhalds, sem
auk þess er mun ódýrara og þægi
, legra en malbik og steinsteypa,
I ef rétt tæki eru notuð. Um end
; inguna í þéttbýli er ekki fengin
i jafn örugg vitneskja enn sem kom
I ið er. Sveinn Torfi Sveinsson
| verkfræðingur, sem sýnt hefur
málinu mikinn áhuga og má á
margan hátt teljast frumkvöðull
þess hér á landi, telur ásamt fleir
um, að ekki sé ástæða til að stein
steypa aðra vegi en þá. sem 15.000
bílar eða fleiri fara um á dag, og
hérlendis er hvergi slík umferð
nema á veginum milli Kópavogs
og Reykjavíkur. Þegar umferðin
er komin upp fyrir 1000 bíla á
dag, fer að verða þörf á yfirborði
með meira slitþoli en olíumölin
hefur, en á þá að vera auðvelt að
malbika ofan á olíumölina eins og
fyrr segir.Sem stendur er áætlað,
að um 45 milljónir fari árlega í ó
þarfa slit á íslenzkum vegum, en
að miklu leyti mætti koma í veg
fyrir það með olíumöl. Er ekki frá
leitt að ætla, að þekja mætti alla
helztu vegi landsins með henni
á 4-5 árum án þess að hækka skatt
á bílum og núverandi fjárveitingu
til vegabóta og annarra fram
kvæmda í vegamálum.
Ef tilraunir þær, sem um þessa
dagana er verið að gera með olíu
möl á íslenzkum vegum gefur
góða raun og verður upph. þess að
fjölförnustu vegir landsins verði
þaktir olíumöl. er hér fundin ný
aðferð til vegabóta, sem ætti að
spara þjóðinni íugmilljónir vegna
minnkandi viðhaldskostnaðar
vega og betrl endingar bíla auk
frekara öryggis og þæginda fyrir
ökumanninn og hinn almenna
borgara.
í SÍBASTA mánuði, eða
nánar tiltekiff 22. ágúst, var
sett í Kaupmannaliöfn þing
noi-rænna lögfræffinga. Viff
sctningu þingsins var Dana-
konungur viffstaddur ásamt
fleiri stórmennum, Þingiff
sóttu um 900 lögfræffingar
frá öllum Norffurlöíidunum,
og m. a. nokkrir íslending-
ar. Þingið var sett «f Bernt
Hjejle, hæstaréttardómara,
sem var forseti þingsins. —
Þetta þing var hiff 23. í röff
inni. ' ;
þing var hiff 23. í röðinni.
wwmwwwmwmwwwwwm
Fréttatilkynning
Framh. af 16. síffu
skrefið í áframhaldandi þróun til
tryggari friðar í heiminum verð»
aflétting erlendrar hersetu á Itr
landi og alger friðlýsing þessa
lands okkar vopnlausu þjóðar.
TILLÖGUR
Framh. af 3 .síffu
um lúgu hlýtur að sanna þörf
neytenda fyrir kvöldsölu og um
leið afsanna þá fullyrðingu aOP-
hún sé óþarfa ávani og færi hinn
venjulega verzlunartíma fram á
kvöld.
5. Með hliðsjón af þeirr.V
fræðslu um aukna hagræffingu i
íslenzkum atvinnurekstri er Iða
aðarmálastofnun íslands hefur
miðlað kaupmönnum sem öðrum„
er frá sjónarmiði kaupmannsinSí
sannanleg hagræðing í kvöldsbhit
Það er betri nýting á tækjum, á
orkueyðslu, á lager, á vinnuafl*
og á húsnæði þ.e. minni góliflofc
ur annar meiri sölu.
6. Frá þjóðfélagssjónarmiði
sparar kvöldsalan okkar fámenna
þjóðfélagi ótaldar upphæðir 1
fjárfestingu, á húsnæði, tækjum,
orkueyðslu og vörulager.
Rannsóknir
Framh. af 16. síffu
stúdentar frá Kiel safnað plöntum
héðan.
Að lokum má geta þess, að í
október er væntanlegur til lands
ins Donald Russel frá Kaliforníu.
Hann mun rannsaka hvort ein
hverjar dýraleifar finnast í surt
arbrandinum, en þær hafa ekki
fundizt hér áður.
Skýrslur hafa enn ekki borizt
íslenzku jarðfræðingunum um ár
angur rannsóknanna, en þær verða
birtar í blaðinu um leið og þær
berast, ef eitthvað merkilegt
skyldi hafa komið á daginn.
SÍLD...
í gær lagðist skip í fyrsta skíptl
upp að nýja hafnarbakkanum hér,
Það var vitaskipið Árvakur ací
taka um borð vinnuvélar, sem noli
aðar voru hér í sumar. ,
Garffaí'
iv
Eskifirði 12. september.
Sjö bátar biða hér löndunar.
Þeír eru með samtals 6100 ntóil
síldar. Döndunin úr þeim mui>
standa fram á sunnudag.
Geymslurúm fyrir mjöl er n€l
á þrotum og horfir til vandræða 1
þeim efnum Síldarbræðslan hérna
er nú búin að taka á móti um 8^
þúsundum mála í sumar. Mésfa
sumarbræðslan hefur áður vériti
liðug 50 þúsund mál. En í suiriai;
var verksmiðjan stækkuð og get
ur hún nú brætt um 2500 mál á
sólarhring.
Mikill hörgull er nú á fólki i
síldarvinnu hér. Aðkomufólkið er
flest farið héðan og heimaíólkit^
annar ekki síldarvinnunni.
Magnús.
Hjúkrunarkonur
óskast að Borgarspítalanum í Heilsuverndarstöðinni.
Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 22400.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Alþýðuhlaðið
vantar unglinga til að bera blaðið til kaup-
enda í þessum hverfum:
RAUÐALÆK.
AfgreiðsSa Alþýðublaðsins
Sítni 14-900
ALÞÝÐUBLAÐIÐ -- 13. sept. 1963 Q