Alþýðublaðið - 13.09.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.09.1963, Blaðsíða 8
 •■■■■■•■■■•■■■I ::::: H:r: ::ía :::s ::::: ::::: ::::: ^iS ::: i :::: ::::: ■S:: ■■■■■ ■■■■■ ::::: ::::: Kn 5 ::k: -■■■- ::::: jnJS; :HU iiiii ::::: ■■■■■ ■■■•» FORST.TÓRI atómorkuráðs Norð- manna hélt fyrir skemmstu fyrir- lestur í Háskóla íslands um raf orkumál Norðmanna. Skýrði hann meðal annars frá því, að vatns- ^ virkjanir Norðmanna til raforku-1 framleiðslu næmu árlega 600.000 kílóvöttum. Nú er Norðmenn 20 sinnum fleiri en íslendingar og þyrftu íslendingar því að virkja árlega 30.000 kílóvött til þess áð jafnast á við árlegar vatnsvirkj- anir Norðmanna. Þar með er sag- an þó ekki öll sögð. Norðmenn hafa virkjað svo hlutfallslega miklu meira vatnsafl en íslending ar, að þeir hafa nú þegar virkjað vatnsafl, sem nemur 8000 kíló- vattstundum á mann á ári, en ís- lendingar hafa aðeins virkjað vatnsafl sem nemur 3300 kíló- vattstundum á mann á ári og bilið víkkar stöðugt. SIGURÐUR JÓNASSON: íslendingar framleiddu á ár- inu 1962 600 milljónir kílówatt- stunda af raforku framleiddri með vatnsafli, og er gert ráð fyrir 650 milljónum á þéssu ári. Á árinu 1966 er gert ráð fyrir, að raforka sú sem nú er til ráðstöfunar verði fullnotuð, og þarf því hröð hand- tök um nýjar virkjanir ef ekki á að verða alvarlegur skortur á raf- orku. Talið ert að virkjað vatns- afl á íslandi sé nú 150 þúsund kíiówött, en eðlileg aukning þyrfti að vera 7% á ári, og er þá ekki gert ráð fyrir rafmagni til stór- iðju eða húsahitunar að ráði. Þarf þannig að virkja minnst 11 þúsund kílówött á ári til að full- nægja árlegri aukningu raforku- LIUHR notkunar. Athuganir munu hafa verið gerðar á gufuvirkjun í Hveragerði og áætlað, að 30.000 kílówatta raforkustöð kosti 350 milljónir króna eða nær 12000 krónum hvert virkjað kílówatt. Þessi virkjun myndi þó aðeins nægja í tæplega 3 ár. Bráðabirgða athugun á Búrfellsvirkjun í Þjórsá, 180 þúsund kílówött að stærð, bendir til að sú virkjun myndi kosta 1400 milljónir króna eða um 8000 króna kílówattið. Ekki býst ég við, að íslendingar hafi sjálfir handbærar 350 millj- ónir króna, hvað þá heldur 1400 milljónir. Verða því okkar vatns- virkjunarvonir að byggjast á þvi að geta fengið lán hjá Alþjóða- bankanum eða einhverri stór- þjóðinni og þá líklega helzt Bandaríkjum Norður-Ameríku. Engin vissa er þó fyrir því, að þessi Ián fáist, a. m. k. í svo stór- um stíl sem við þurfum. Mér sýn- ist, að einn möguleiki um fjárút- vegun til stórvirkjana hafi alls ekki verið athugaður til hlítar. Ég hef áður minnst á það hér í út varpinu, að heppileg leið gæti verið að semja við erlend stór- fyrirtæki um að láta þeim í té að- stöðu hér á landi til þess að reisa iðjuver og byggja vatnsafls- virkjanir. Slíkar virkjanir þurfa að vera það stórar, að íslendingar geti einnig fengið með hentugu móti næga raforku til eigin þarfa. Tökum hugsanlegt dæmi. Blanda liggur mjög heppilega við fyrir slíka virkjun. Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur hefur í sinni merkilegu skýrslu um vatnsafl á íslandi, sem birtist í Tímariti Verkfræðingafélagsins í fyrraí skýrt frá því, að í Blöndu megi virkja 360 þús. kílówött. Hugsum okkur, að samningar gætu tekizt við eitthvert af stærstu alúmíní- umfélögum Bandaríkjanna eða Canada um að reisa 100.000 tonna alúmíníumverksmiðju annað hvort á Miðfjarðarsandi í Vestur-Húna- vatnssýslu, en þar virðist aðstaða góð til þess, eða í Hrútafirði. Ef félagið legði fram fé til fullvirkj- unar Blöndu í Fqrsæludal inn af Vatnsdal, þyrfti það sjálft aðeins 200.000 kílóWött til þess að fram- leiða 100 þús. tonn af alúmíníum, en 160.000 kílówatt væru þá til ráðstöfunar fyrir landsmenn, ef Blanda væri fullvirkjuð. Þessi raf- orka myndi samkvæmt því, sem áður var sagt, nægja í 10—15 ár. Að sjálfsögðu fengist hún ekki ókeypis, en væntanlega má gera ráð fyrir hagstæðum samningum, þar sem íslendingar gætu lagt nokkuð á móti, sem væri aðstaða sú, sem erlenda félagið fengi til stóriðnaðarins. Blanda er að kalla má í miðju landi, og yrðu orkutaugar frá 'henni bæði til iðjuversins og einnig fyrir innanlands notkun miklum mun ódýrari en. frá öðr- um virkjunum, sem stungið hefor verið upp á. Myndi virkjun Blöndu leýsa margan vanda í sambandi við orkuþörf Austurlands, Norð- urlands og Vesturlands, en auð- velt að leiða orku frá Blöndu- virkjun £ samband við raforku- kerfin sunnanlands. íslendingar nota 100—110 þús. tonn af gasolíu og brennsluolíu til hitunar húsa. Sé gert ráð fyrir aðeins 100 þús. tonnum og að 1/5 hluti þess magns sé brennsíuolöa, kostar þessi olíunotkun lands- menn 168 milljónir króna á árl. Norðmenn hinsvegar hita hús sín að mjög miklu leyti með raf- magni. Ef tiltækileg væri ráforka til hitunar húsa hér á landi myncji eftjrsþurn eftir raforku stórum aukast og þær tölur um áriega raforkuframleiðslu, sem ég hef nú þegar nefnt, því þurfa að stórhækka. Ef íslendingar ættu sama stórhug, dug og framtak eins og frændur vorir Norðmenn, .ættu framkvæmdir eins og þær, sem ég hef nefnt, að vera vel mögulegar fyrir íslendinga, því Norðmenn eiga sízt betra land, þegar á allt er litið, en íslending- ar, og vatnsafl okkar er eins vel fallið til virkjunar eins og þeirra, ÞESSI nýslárlega mynd Býnlr oliuhreinsunarstöð á floti’ Sigurð- ur greinir frá því í erindi sínu, að stöð af svipaöri stærð og henta mundi íslenzkum áðstæðum hafi verið byggð á steinnökkva í Belg- íu og siðan dregin til Libýu, þar sem grafið hafði vérið fyrir stöð- inni inn í sandströnd. Þar var henni fleygt inn og síðan naokað ■að;. ^■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1|«*«B»»»-»«»«Í»»»»««»»»»»»»»*««»»»»*»»»»»B»B»»»»»»«»JI»B«««I ........................................................................................................................................................ ................................•■••>■.......................■»■■••■•■■........ ••■■•■»|M»MMIia>li|„ ................................................... >■■■■■■„■■■•■■■■■■■■■■*•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■•*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■%■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■••■■■■■■■■■*■■■■■»■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■•■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•( Uiniiuil*iiiniiJMiiiaalliiiiiiu>i(»iaMU»aiuu«»ÍBBi(a»tUaiBaiaM>»uuii ■»»■■*■■■••■■■•■■»■■•■■■■■■■»■■■»■■■■■■•■■■■■■■! ■■■>■■»■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■*■■! ■ ■■■aaa■•■■■■■■■•■■■••■■■•a■■■■■•■■■■■■■■•■•■ i ■••■■■■■■■■■■■■••■■■■■••■■■■»■••■■■•■■■■■■■•■•■1 ----»■■■»»•»■■•■■•■■■■»■■■■■>■■■■■■■■■•■■■■•■■■! !■■■■■■■■■ ■■■*■■««•■■■■•■ IBnlM ■*■•••■■••■••■■■■■■■■■■■■■■■■ BT !•■■■■■■■■■■■■■■»•■•■»•■■■■■»■■•■1 .......................... 1 ■■■■■■■■■■■■■•■•■■Þ■■••*•*■■•■■■! S 13. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.