Alþýðublaðið - 14.09.1963, Side 1
- segir lögreglustjórinn
Eins og kunnugt er af fréttum
höfðu Samtök hernámsandstæð
inga ákveðið að'halda fund fyrir
framan Háskólabíó á sama tíma
og Lyndon M. Johnson héldi ræ'ðn
sína i kvikmyndahúsinu. Var sið'
an ætlunin að afhenda varaforset
anum skrifleg mótmæli. Nú heíur
lögreglustjórinn í Reykjavík til
kynnt samtökunum, að hann geti
ekki failist á að þessi fundur verði
hai'dinn fyrir framan Háskólabíó
en bent á Melavöllinn sem Iausn
á vandamálinu.
Hér á eftir fer fréttatilkynning
sem blaðinu barst í gær frá lög-
reglustjóra:
Timmtudaginn 12. þ.m. barst
lögreglustjóraembættinu bréf frá
Samtökum hernámsandstæðinga
þar sem skýrt er frá því, að sendi
nefnd frá samtökunum muni af-
henda varaforseta Bandaríkjanna
Lyndon B. Johnson, orðsendingu
að Hótel Sögu kl. 18 mánudaginn
16. september. í tilefni afhending
arinnar muni samtökin gangast
fyrir því, að nokkúr hópur manna
muni safnast saman við Háskólabíó
sama dag kl. 17-18 undir borffum
með áletrunum, er túlki skoðanir
samtakanna. Fluttar verði í gjall
arhorn stuttar tilkynningar til
þess fólks, sem þarna kemur sam
an.
í tilefni þessa kvaddi ég í dag
á minn fund forráðamenn Sam
taka hernámsandstæðiuga. Var
þeim skýrt frá því að aðrir aðil
ar hafi þegar boðað til opinbers
fundar í Háskólabíói á framan
greindum tíma og lögreglan geti
því ekki fallist á að útifundur
verði lialdinn á umræddum stað
og tíma né gjallarhorn notuð þar
vegna þess að slíkt fundarhaid
gæti leitt af sér truflun á umferð
og raskað allsherjarreglu.
Jafnframt var forráðamönnum
samtakanna tjáð, að lögreglan
hafi ekkert við það að athuga, þótt
samtökin haldi fund á öðrum
heppilegri stað. Var þeim m.a.
bent á að lögreglan værj fyrir sitt
leyti ekki mótfallin því, að fund
ur þeirra fari fram á Melavellin
um við Suðurgötu.
BREYTIN6AR A FERÐAAÆTLUN VARAFORSETANS:
Fer héðan strax
mánudagskvöld
TOLUVEKBAR
breytingar varaforseta Bandarikjanna hingað
hafa nú verið gerðar í sambandi
við komu Lyndon B. Johnsou,
til lands á mánudag. Sú er helzt
að varaforsetinn fer héðan strax
AN FLUTTÁ
DARSVÆÐIÐ
Síldveiðiflotinn mun ekki
stöðvast vegna farmannadeil-
unnar. Stjórn og samninga-
nefnd Sjómannafélags Reykja-
víkur hafa heimilað' flutninga á
samtals um 2000 tonnum af fu-
elolíu og dieselollu á síldar-
svæðið. Með þessu hafa far-
menn brugðist drengilega við
og látið þjóðarhagsmuni sitja í
fyrirrúmi, í kjaradeilu sinni.
Þjóð'in hefur haft af'því þung-
ar áhyggjur undanfarna daga,
að svo kynni að fara, að sildar-
veiðarnar stöðvuðust vegna far-
mannavcrkfallsins. Verkfall far-
manna nær til olíuflutninga-
skipanna og var vitað, að síld-
veiðarnar myndu stöðvast
næstu daga vegna oliuskorts á
Norðausturlands- og Austur-
Ianshdöfnum. Og enginn veit,
hve lengi sfldinni þóknast að
vera á miðunum. Hér vöru því i
miklir þjóðarbagsmunir í veði.
Nú reyndi á þjóðliollustu far-
manna og þeir stóðust prófið.
í gærkvöldi ákvað stjórn og
samninganefnd Sjómannafélags
ins að leyfa olíuflutningaskip-
unum Stapafelli og Kyndli að
fara eina ferð hvoru með olíu
farm á síldarhafnirnar.
Stapafell fer norður um land
og mun lesta olíu frá Húsavík
vík og eitthvað áfrám austur
um. Kyndill fer hins vegar suð-
ur um land til Reyðarfjarðar
og lestar olíu þar og síðan norð
ur um Austfjarðahafnimar.
Strax og þessi ákvörðnn hafði
Framh. á 3. síðu
að kvöldi mánudagsins, eða að
loknu kvöldverðarboði að Hótel
Borg. Hann fer því ekki til Græn
lands, eins og ráðgert hafði ver-
ið, heldur beint heim til Banda-
rikjanna, en þar bíða hans áríð-
andi störf að morgni þriðjudags.
Þá hefur verið ákveðið, að eft-
ir hádegisverðinn að Hótel Sögu,
afhendi varaforsetinn Gunnari
Friðrikssyni, forseta Slysavarna-
félags íslands, þrjár færanlegar
talstöðvar sem gjöf til félagsins.
Einnig mun hami eftir ferðina til
Þingvalla, heimsækja Háskóla ís-
lands, þar sem hann færir rektor
bókagjöf til hinnar nýju vísinda-
deildar skólans.
Eins og áður hefur verið g^tið
1 hcr í blaðinu, verða um 40 manns
í fylgdarliði Johnson. Eru þar
meðal annars blaðamenn og ljós-
myndarar, öryggisverðir, ritarar
og fleira starfsfólk varaforsetans.
Islenzk stjórnarvöld munu
hafa frétt í gær um breytinguna
í sambandi við brottför varafor-
setans héðan, og hefur því þessi
ákvörðun verið tekin með stutt-
um fyrirvara, en hin raunverulega
ástaeða hefur ekki verið látin
uppi.
Harður árekstur varð milli
tveggja bifreiða á mótum
Lönguhliðar og Miklubrantar
laust fyrir kl. 5 í gærdag. —
Strætisvagn, Bústaðahverfi, og
vörubifreið af Akranesi í e-.igu
Þórðar Þ. Þórðarsonar sk illu
saman með þeim afleiðing-
um, að tólf manns í strætis-
vagninum hlutu meiðsli.
Strætisvagninn ók austur
Miklubraut, en vörubitreiðin
norður Lönguhlíð. Árelcstur-
ín varð við gatnamótin og
lentu bifreiðarnar á Ijósa-
staur, þá á þriðju bifreiðioni,
sem stóð á austurhluta Löngu
hlíðar norðan við gatnaraót.
Loks stöðvuðust þær á eyj-
unni milli akreinanna.
Átta farþegum úr sirætis-
vaguinum var þegar elcið af
slysstað á Slysavarðstofuna.
2 konur leituðu síðar urn dag-
inn læknishjálpar að auki
vegna slyssins. Vagnstióri
strætisvagnsins mun og hafa
meiðzt, en stjóruanda V( ru-
bílsins sakaði ekki. — Allir
reyndust farþegarnir lítið
meiddir. Myndirnar eru frá
árekstursstaðnum.
Samib i nóit?
SÁTTAFUNDUM í farmmna-
deilunni er haldið áfram. Eins og
sagt var frá í Alþýðubiaðiru í gær
hófst sáttafundur í Alþingisliús-
inu kV 8,30 í fyrralcvi'lti. Sá
fundur stóð langt fram á nótt. —
Samkomulag náðist ckki.
Kl. 4 siðd. í gær hcfst svo
sáttafundur að nýju. Þegar Haðið
fór í prentun scint í ga:rl:völdi
stóð fundurinn ennþá yfir. Þá var
skárra útlit fyrir að samkomulag
tækist með deiluaðilum.
44. árg. — Laugardagur 14. september 1963 — 197. tbl.
EKKI
VIÐ
HÁSKÓLABÍÖ