Alþýðublaðið - 14.09.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 14.09.1963, Síða 5
UM KAUP UNDIRMANNA A FARSKIPUM OG KRÖFUR ÞEIRRA SAMNINGAWEFND Sjómannafé- lags Reykjavilcur í deilu þeirri, er nú stendur yi'ir á verzlunarflotan- um, lejrfir sér vegna villandi upp- lýsinga útgerðarmanna um kaup og kjör háscta ó verzlunarskipum, sem fram hafa komið í blöðum undanfarna daga, að taka fram það, er hér fer á eftir: í greinargerð útgerðarmanna er því slegið föstu að mánaðarlaun liáseta, ásamt meðalyfirvinnu, séu þær", er þeir síðan birta í tölum. 1 þeim tölum er reiknað með á annað hundrað yfirvinnustundum á mánuði fram yfir venjulegan dagvinnustundafjölda, sem sjálf- sögðum hlut, eins og þeir hafi aldrei heyrt getið um 8-stunda vinnudag. Sjómenn hafa ekkert um yfir- vinnu á skipum að segja og ekki í þeirra valdi, hvort hún er meiri eða minni. Á sumum skipum er hún óhæfilega mikil, öðrum lítil sem engin. Nokkuð stór hópur far manna hefur alltaf litla sem enga yfirvinnu, en það eru dagmenn í vól, þótt hásetar vinni jafnvel sól- arhringum saman. í landi geta þeir, sem yfirvinnu vinna, horfið frá og farið heim, afneitað allri yfirvinnu, ef heilsa eða aðrar á- slæður bjóða svo. Á farskipunum eru það yfir- menn f. h. útgerðanna, sem skipa fyrir um alla vinnu og vérða háset ar og aðrir undirmenn, skv. sjó- lögum, að vinna alla þá vinnu, sem til fellur, hvenær sem skipun kemur þar um og hafa engan rétt til íhlutunar um lengd hennar. S5L Hluti yflrvinnu í tekjum far- manna er því algjörlega undir út- gerðunum sjálfum komið. Afskipti Sjómannafélagsins af þessum lið eru þau ein, að krefj- ast sambærilegra launa til handa farmönnum og aðrar starfsgrein- ar hafa, fyrir sambærilega vinnu. Sérstaða ýmissa starfsgreina hefur verið. viðurkennd á síðustu misserum,. svo að þótt Vinnuveit endasamband íslands o. fl, hafi samið við vmf. Dagsbrún um ein- hverja hækkun fyrir verkamenn hefur það ekki verið mælikvarði í .öllum iilfeUum á þær launabæt- ur. er einstakar aðrar starfsgreinar hafa þurft að fá og krafizt. Samanburður við hinar mörgu starfsgreinar sem yfirborga verka- fólk sitt, munum við ekki gera, enda sá samanburður og annar SYNINGIN „SKRIFSIOIFUTÆKNI 1963" OPNUÐ: 24 fyrirtæki sýna skrifstofuvélar fáránlegur, nema um Ieið sé getið þess vinnustundafjölda sem skila þarf, til að hljóta ákveðnar launa- tekjur, auk annarra atriða svo sem fríðind? og vinnuaðstöðu og þá m. a. hvort einstaklingurinn vinni nál. heimili sínu og geti því nýtt frístundir sínar til frekari tekju- öflunar beint eða óbeint, eða búi við hina miklr fjarveru farmanna og mikil útgjöíd af þeim sökum. Algjöriega er þýðingarlaust fyr- ir útgeröarmenn að taka sem dæmi um launatekjur farmanna, þann mánuð ársins sem vinnuþyngstur er.hjá hásetum vega viðhalds skip- anna hjá því skipafélagi, sem ó- Kranastjórar hjá Kol & Salt Vkm. hjá Olíufélaginu....... Vkm. hjá Vélsm. Héðni .... Vkm. hjá Sænska ísl. frystih. Birgðavörður hjá Áburðarv. . Svona mætti halda ■ áfram, en hér skal staðar numið aðísinni. Sjómannafélagið neitaij .eindreg ið, að miða nokkrar launakröfur sinar við óhæfilega mikla yfir- vinnu. í dag verður opnuð í verzlunar- skólahúsinu nýja, sýning, sem Stjórnunarfélag íslands hefur haft forgöngu um og kallast „Skrifstofutækni 1963.“ 24 fyrir tæki sýna þar ýmsar gerðir skrif-, stofuvéla og annarra tækja, sem i að gagni mega koma í verzlun og' viðskiptum. Af þessum 24 fyrir- j tækjurn eru tvö opinberir aðilar: Póstur og sími og Iðnaðarmála- stofnun íslands. Sýningin verður j opnuð al'menningi kl. 2 í dag, en var opnuð boðsgestum kl. 5 í gær. j Við það tækifæri flutti Jakob Gislason, formaður Stjórnunar félags íslands ræðu, en Gylfi í>. Gíslason viðskiptamálaráðherra, opnaði síðan sýninguna með á- varpi. Sýningin er á tveimur hæðum, en hefði þurft enn meira húsnæði ef vel hefði átt að vera. Á fundi með fréttamönnum í gær skýrði stjórn Stjórnunarfélags íslands á samt framkvæmdastjóra sínum Árna Þ. Árnasyni. sem jafnframt er framkvæmdastjóri sýningarinn ar, og pndirbúningsnefnd hennar frá tilhögun og tilgangi sýningar innar „Skrifstofutækni 1963“. — Þetta er í fyrsta sinn, scm sam sýning af þessu tagi á þessu sviði er haldin hérlendis, og á hún að gefa áhugasömum sýningargestum sem gleggsta hugmynd um, hverju völ er á, þegar keypt eru nútíma skrifstofutæki. Marg fróðlegt er þar að sjá, t.d. vísi að rafeinda heila en sjón er vitanlega sögu ríkari. Það er vel við hæfi, að Stjórnunarfélag íslands hafi for göngu um sýningar sem þessa samkvæmt tilgangi sínum og eðli og á það vissulega skilið þakkir fyrir það. Áhugi af hálfu innflytj enda fyrir þessarl sýningu hefur verið mikill og þátttaka góð. 22 helztu innflutningsfyrirtækin taka þátt í sýningunni auk þeirra tvcggja opinberu aðila, sem áður voru nefndir. Innflutningsfyrir tækin sýna margháttuð hjálpar tæki varðandi skrifstofuhald, er þau hafa umboð fyrir og á boðstól um eru svo sem skjalaskápar, símatæki, kallkerfi, hljóðritunar vélar, skriftvélar, reiknivélar seg ulbandstæki, koperingsvélar, bók haldsvélar, fjarritarar o.m. fl. Þessi innflutningsfyrirtæki eru Borgarfell h.f., Einar J. Skúlason, G. Helgason & Melsteð h.f., Georg Ámundason & So.. Gísli J. Johnsen, Gottfreð Bernhöft & Co., h.f., Gunnar Ásgeirsson h.f., II. Bcnediktsson h.f., H. Ólafsson & Berhhöfn, I. Brynjólfsson & Kvaran, Landsstjarnan h.f., Lár us Fjeldsted Magnús Kjaran, O. Kornerup Hansen, Offsetprent h.f. Orka h.f., Ottó A. Michelsen, Ottó B. Arnar, Radíó- og raftækjasal- | an, Snorri B. P. Arnar, Vélar og Viðtæki Þór h.f. Póstur og sími I sýnir þarna telextæki, nýjar ge’-ð ! ir af símum, sem eru bæði léttari og í fleirj litum en áður hefur ver ið o.fl. — Einna sögulegtstan hlut að þessari sýningu mun þó IMSÍ eiga. í undirbúningsnefnd sýningar innar hafa átt sæti fimm fulltrúar svnenda,' en formaður hennar var Ottó Michelsen. Yfirbragð hennar sem er hið smekklegasta, og öll heildarskipulagning er verk Kjart ans Guðjónssonar listmálara. Sýningin verður opin dagana 13.-21. september. ÞESSI mynd er frá skrif- stofuvélasýningunni, sem var opnuð í gær. Er hún úr deild Ottó Michaelsen, en þar er m. a. til sýnis vísir að raf- eindaheila. Skrifstofuvéla- sýningin er í hcild hin f jöl- breyttasta og margt merki- legt að sjá þar. Er ekki að efa, að liún verður vel sótt af gcstum, enda á hún brýnt erindi við almenning. sparast er á slikt m. a. vegna hinn » ar ódýru yfirvinnu háseta. Útgerðarmönnum bar að sjálf- sögðu að taka árstekjur og vinnu- stundafjölda, og þar sem slikur samanburður er til fyrir árið 1962, skulu birt nokkur dæmi: Háseti hjá einu skipafélaganna sem vorrr með yfir 300 skráningardagaímeðv altal 323) höfðu í meðaltekjur fyrir 1962 kr. 96.290 að meðtöldu j orlofi, en ekki lífeyrissjóðsgjaldi 6%. Til þess að ná þessum tekjuna þurftu þeir að skila 3422 vinnu-- stundum eða tæpum 12 klst. £> vinnudag. Fastir iiafnarverka- menn hjá Eimskipafélaginu höfðu á sama ári að meðaltali 91.8 þús, kr. tekjur en skiluðú 2802 vmm>» stundum. Þetta með orlol'i en án 1% í sjúkrasjóð. 120,0 þús. 2967 vinnust. 112.5 þús. 3008 vinnust. 96.8 þús. 2615 vinnust. 95.1 þús. 2759 vinnust. 134.2 þús. 3402 vinnust. Ef útgerðirnar vilja láta vinna slíka vinnu, verður að greiðast fyr- ir það sambærilega og hjá öðrunv stéttum. Mánaðarkaup og kröfur farv manna' voru og eru: ; Mánaðarkaup fullgilds háseta í Samkomulag Kröfur júni 1963 á þrískiptri vakt með 8lú klst vinnu á sólarhring að 2. 9. ’63 9. 9. ’63 meðaltali: Fast mánaðarkaup 5216:39 5.607.62 7.600.00 Oriof 312.98 336.46 456.00 Lífeyrissj. 6% 312.98 336.46 456.00 Samtals kr 5.842 6.280.00 8.512.00 Fullgildur háseti á tví- skiptri vakt 12 klst. sólarhring í sjó. á Fást mánaðarkaup 5.216.39 — 5.607.62 — 7.600.00 Vaktatillegg 743.93 — 799.72 — 2.500,00 Orlof 6% 357.62 — 384.44 — 606.00 Lífeyrissj. 6% 357.62 — 384.44 — 606.00 Samt. kr. 6.675.56 kr. 7.176.22 kr. 11.312.00 ATH. Til þess að geta fengið kaup fullgilds liáseta þurfa þeir að hafa siglt í 12 mánuði sem viðvaning- ar á miklu lægra kaupi. Ef menn í rólegheitum atliuga kröfur þær er Sjómannafélagið hefur gert vegna farmanna, mið- að við allar aðstæður og þá jafn- framt samanborið við þau laun sem ýmsar aðrar starfsstéttir hafa komast þeir ábyggilega að raun um, að þær eru fyllilega sann ■ gjarnar. Reykjavík, 13. sept. 1963. Samninganefnd Sjómanna- fólags Reykjavíkur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. sept. 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.