Alþýðublaðið - 14.09.1963, Síða 10
KL 2 í DA
Síðari íeikur íslands og Bret
lands í undankeppni OL hefst á
Wimbeldon-leikvanginnm í Lond
on kl. 2 í dag eftir íslenzkum tíma.
Þetta er jafnframt 36. landsleikur
íslendinga í knattspyrnu.
íþrót \»síðan átti stutt símtal
við Helga Daníelsson í gærkvöi.li
en landsliðsmennirnir komu á
Lundúnaflugvöll kl. 5.20 í gær
eftir ísl. tima.
Merkilegur fundur
um helgina
í DAG kl. 13,30 hefst fundur
framkvæmdastjórnar íþróttasam-
bands íslands með formönnum hé-
raðssambanda og sérsambanda að
Haukadal.
í GÆR fór íslenzka ungl-
ingalandsliðið í körfuknatt-
leik til Parísar og tekur
þátt í Evrópumóti. Mótið
hefst á morgun og stendur
yfir til 20. sept. Bogi Þorst.
form. KKÍ sagði við frétta-
mann siðunnar við brottför,
að hann byggist við göðum
leikjum hjá ísl. liðinu, því
að það hefði æft vel undan-
farna mánuði, en hvort það
nægði til sigurs vildi hann
ekkert fullyrða, þar sem
hann þekkti ekki til and-
stæðinganna.
Myndin, sem hér fylgir er
tekin á siðustu æfingu Ilðs-
ins, það er Donald Rader,
sem er að skora, en Sigurð-
ur Ingólfsson, fylgist með.
Þetta er fyrsti fundur sinnar
tegundar og verður rætt um ýmis
mál, sem mikla þýðingu hafa fyr-
ir íþróttastarfið og efst eru á
baugi um þessar mundir.
Dagskrá fundarins er sem hér
segir:
1. Reikningar félaga og héraðs-
sambanda; framsögum. Sigur-
geir Gúðmansson.
2. íþróttamerki ÍSÍ, framsögum.
Jens Guðbjörusson.
3. Á hvem hátt er hægt að auka
iþróttastarfið, framsögumenn:
Þorsteinn Einarsson, Benedikt
Jakobsson og Gísli Halldórss.
4. Kennslustyrkir og fjármál, —
framsögum. Þorsteinn Einai's-
son.
5. íþróttablaðið, framsögum. Gísli
Halldórsson og Þorsteinn Ein-
arsson.
6. Heitstrenging íþróttamanna.
7. Kvöldvaka.
Við munum skýra nánar frá sam
þykktum fundarins eftir helgina.
Ríkharður leikur 30. landsleik
í dag.
— Ferðin út gekk vef, sa jði
Helgi og það er mikill hugur í
leikmönnum. Hér er mjög gott veð
ur, blankalogn og þægilegur nri
fyrir íslendinga, bætti Helgi við.
Allir fiðsmennirnir voru að horf
á sjónvarpssendingu frá lands
keppni Svía og Englend. í frjáls
um íþróttum og sex landa kepr.ii
í sundi, er síminn hringdi.
Við spurðum um líðan leik
manna og kvað Helgi hana mjög
góða, alíir sem valdir voru mtinu
leika, þ.e. Heimir, Jón, Bjarni,
Garðar, Hörður, Sveinn, Axel Rík
harður, sem leikur sinn 30. lands
leik í dag, Gunnar, Ellert og Sig
urþór.
Alþýðublaðið mun skýra frá
gangi leiksins í sunnudagsbfaði tu.
París 12. sept. (NTB-AFP).
■j. Úrslit í nokkrum leikjum Evr-
ópubikatkeppninnar:: Ziirich FC
Sviss sigraði Dundalk írlandi með
3:0. Partizan, Belgrad vann meist
arana frá- Kýpur með 3:0 í -Belg
rad. Galataseary Tyrklandi sigr
aði Ferencvaros, Búdapest með
4:0 f Istanbul. Loks sigruðu al
bönsku meistararnir, Partisan
Spartak frá Búlgaríu með 1=0 í
Tirana.
Meistaraniót Kópa-
vogs í
Meistaramót Kóþavogs í frj. íþr.
fer fram á íþró|ttasvæðinu við
Fífuhvammsveg í jdag og á morg-
un kl. 2 e. þ. báðá dagana. Keppt
verður í kvenna -og sveinagrein-
um í dag, en karlagreinum á
sunnudaginn.
1 1® 14. sept. 1963
í DAG leika á Melavellinum
Víkingur og Akurnesingar til úr-
slita í landsmóti 4. fl. Leikurinn
hefst kl. 5,00.
Á morgun leika Hafnfirðingar
og Vestmannaeyingar f Hafnar-
firði kl. 2,00 og á Akranesi leika
kl. 4,30 Víkingar og B-lið Akur-
nesinga. Eru þetta leikir í 3. um-
ferð bikarkeppninnar.
Dagana 17. til 19. nóvember
1963 verður háð norrænt nám-
skeið frjálsíþróttaþjálfara í Vej-
le, Danmörku. Á námskeiði þessu
verða flutt fjölmörg fróðjeg er-
indi um nýjungar f þjálfun og
hinn heimsfrægi þýzki þjálfari,
Toni Nett mun m. a. ræða um
nýjungar í þrekþjálfun.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að hafa samband við for-
manii FRÍ, Inga ' Þorsteinsson,
símar 10969 og 10090, en hann
veitir allar nánari upplýsingar.
Héraðsmót TJMSK 1963 var
haldið dagana 24. og 25. ágrúst og
sá Breiðablik í Kópavogi um mót-
ið. Keppnin var háð á ósléttu
túni og voru keppendur yfirleitt
langt frá beztu getu. Mótið fór
vel fram í ágætu veðri undir
stjórn Unnars Jónssonar.
Simony Gabor hefur kennt frj.
íþr. í Kópavogi undanfarna tvo
mánuði og liefur ríkt mikill á-
hugi, sérstaklega hjá yngri kyn-
slóðinni, en við mat á árangri í
kvenna- og sveinagreinum ber að
taka tillit til að hér eru ungir
byrjendur á ferð.
Meistaramót
Reykjavíkur
kl. 3 í dag
Meistaramót Reykjavíkur f frj.
íþr. hefst á Laugardalsvellinum í
dag kl. 3. Keppt verður 1 átta
greinum í dag, þ.e..800 m. hl.,
kúlu, hást., 200 m. hl! spjóti, 5000
m. hl„ langst. og 400 m. grhL
Á morgun hefst 1 keppnin á
sama tíma og þá verður keppt í
100 m„ 400, 1500 og 110 m. grhl.
stangarst., þríst., kringlu og sleggju
kasti. Þátttaka er mjög góð í mót-
inu eða 48 allsj flestir frá ÍR eða
26, 19 frá KR og 3 frá Ármanni.
Lokið er keppni í þrem grein-
um í mótinu, tugþraut, 10 km. hL
og 3000 m. hindrunarhl. Mót þetta
er stigamót og fá sex beztu menn
stig. Eftir þrjár greinar hefur KR
flest stig eða 40, en ÍR 7.
Úrslit í cinstökum greinum:
Karlar: 100 m. hlaup.
Sig. Geirdal B 11,8
Hörður Ingólfsson, B 12,0
Gunnar Snorrason, B 12,1
Langstökk:
Hörðiir Ingólfsson, B 5,94
Ingólfur Ingólfsson, B 5,81
Guðm. Þórðarson, B 5,74
Stangarstökk:
Gunnar Snorrason, B 2,75
Grétár Kristjánsson, B 2.75
Pálmi Gíslason, B 2,57
400 m. hlaup:
Sigurður Geirdal B 50,7
Gunnár Snorrason, B 60,9
Guðrm Þórðarson, B 62,0
Kringlukast:
Ármánn Lárusson, B 36,50
Ingólfur Ingólfsson, B 30,26
Hörður Ingólfsson, B 25,81
Spjótkast:
Hörður Ingólfsson B 36.65
Sigurður Geirdal B 34,45
Ármann Lárusson B 33.64
Þrístökk:
Ingólfur Ingólfsson B 12,04
Guðm. Þórðarson, B 11,25
Fleming Jessen A 10,34
3000 m. hlaup:
Gunnar Snorrason, B 10,43.0
Þórður Guðm. B 10.51,6
Kúluvarp:
Yngvi Guðm. B 12,10
Ármann Lárusson, B 11,79
Ingólfur Ingólfsson, B 11,09
Hástökk:
Ingólfur Ingóifsson B 1.71
Gunnar Snorrason B 1.56
Guðm. Þórðarson, B 1,51
Sveinar: 1500 m. hlaup:
Pétur Pétursson A 5.09.5
Halldór Fannar B , 5.22,0
Jón Bragi Bjarnason, B 5.23,5
80 m. hlaup:
Sveinn Frímannsson, A 10,7
Jón Bragi Bjarnason, B 10.8
Þórir Óddsson, B 10.8
Kringlukast:
Magnús Guðm. A 34.57
Reynir Lúthersson, B 33.63
Guðm. Vikar, B 24,80
i-'ramh. á 14. síðu
Kiartan til
Stjórn FRÍ hefur valið þá
Valbjörn Þoriáksson KR og
Kjartan Guðjónsson, KR
sem keppendur íslands í
landskeppni 7 þjóða í tug-
þraut. Keppni þessi fer fram
í Lúbeck, Vestur-Þýzka-
landi dagana 5. og 6. októ-
ber. Danir og íslcndingar
senda sameiginlegt lið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ