Alþýðublaðið - 19.09.1963, Page 14

Alþýðublaðið - 19.09.1963, Page 14
MINNISBLRÐ I FLUG | ffTugfélag íslands h.f. Skýfaxi fer til Glasgow og K- hafnar kl. 08.00 í dag. Vænt- anleg aftur til Rvíkur kl. 22. 40 í kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga. til Ak- ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Þórshafnar, ísa- fjarðar og Vmeyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), ísa- £j arðar, F.J urhólsmýrar, Hornafjarðar, líúsavíkur Eg- ilsstaða og Vmeyja (2 ferðir). liOftleiðir h.f. Snorri Sturluson er væntanleg ur frá New York kl. 09.00. Fer til Luxemborgar kl. 10.30. Snorri Þorfinnsson er væntan iegur frá Helsingfors og Osló kl. 22.00. Fer til New York kl. 23.30. SKIP Eimskipafél'ag íslands h.f. Bakkafoss kom til Stettin 16.9 fer þaðan til Rvíkur. Brúarfoss fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld 18.9 til Vmeyja, Rotterdam og Hamborgar. Dettifoss fer frá New York 23.9 til Rvíkur. Fjall foss kom til Rvíkur 17.9 frá Leith. Goðafoss fer frá Rvík kl. 23.00 í kvöld 18.9 til Reyðar- fjarðar, Norðfjarðar, Húsa- víkur, Dalvíkur, Akureyrar i>g Seyðisfjarðar og þaðan -:il Sharpness, Hamborgar cg Turku. Gullfoss fór frá Lj*fh 16.9. væntanlegur til Kvíkur í fyrramálið 19.9. Kemur að bryggju um kl. 08.30. Lagar- foss fer frá Helsinki 199 lil Turku, Kotka og Leningrad. Mánafoss er í Álborg. Reykja- foss fer frá Keflavík í kvöld 18.9 til Akraness, Patreksfjarð ar, Seyðisfjarðaf, Norðfjarðar og þaðan til Ardrossan. Selfoss fer frá Dublin 21.9 til New York. Tröllafoss fer frá Hull 18.9 til Rvikur. Tungufoss iór frá Siglufirði 1(^7 til Lysexil, Gautaborgar og áto|fhólms. Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld til Hamborgar og Amst- erdam. Esja er á Vestfjörðum á norðurleið. Herjólfur er í Rvík. Þyrill er í olíuflutningum í Faxaflóa. Skjaldbreið íór frá Rvík í gærkvöldi vestur um land til Akureyrar. Herðubreiö er á Austfjörðum á norðurleið. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Þorlákshöfn, fer þaðan til Vestur- og Norð- urlandshafna. Arnarfell fór 16. þ.m. frá Gdynia til fslands. Jök ulfell fór frá Vmeyjum til Cal ais, Grimsby og Hull. Dísarfell er í Borgarnesi. Litlafell er á leiðinni frá Húsavík til Rvíkur Helgafell fer í dag frá Delfziji til Arkangel. Hamrafell fór í mofgun frá Rvík til Batumi. Stapafell er á leið frá Akureyri til Rvíkur. Gramsbergen kemur til Þorlákshafnar í nótt. Jöklar h.f. Drangajökull lestar á Norður- landshöfnum. Langjökull lest ar á Akranasl og Keflavik. Vatnajökull er á leið til Glouc ester. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla fer frá Rotterdam í dag áleiðis til London. Askja er væntanleg til Rvíkur í dag. Hafskip h.f. Laxá losar á Austfjarðarhöfn- um. Rangá lestar á Norður- landshöfnum. Vinningsnúmer í happdrætti UMF Breiðablik Kópavogi eru þessi: Nr. 572 2437, 4637, 675. Vinninga skal vitjað til Gests Guðmundssonar Skjólbraut 3a Kópavogi, sími 10804. sörN I Árbæjarsafn lokað. Heimsókn- ir í safnið má tilkynna í síma 18000. Leiðsögumaður tekinn i Skúlatúni 2 Borgarbókasafn Reykjavíkur sími 12308. Aðalsafn Þingholts- stræti 29A. Útlánsdeildin er op- in 2-10 alla virka daga nema laugardaga 1-4. Lesstofan er op- in alla virka daga kl. 10-10 nema laugardaga kl. 10-4. Úti- búið Hólmgarði 34 opið 5-7 alla daga nema laugardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið 5.30-7.30 alla virka daga nema laugar daga. Útibúið við Sólheima 27 opið 4-7 alla virka daga nema laugardaga. Landsbókasafnið. Lestrarsalur er opinn alla vlrka daga kL 10-12, 13-19 og 20-22 nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Útlán alla virka daga kl. 13-15. Listasafn ríkisins er opið kL 1.30-4. Þjóðminjasafnið er opið þriðju daga, fimmtudaga, og laugar- daga kl. 1.30-4. Listasafn ríkis ins er opið sömu daga á sama tim. Minjasafn Reykjavíkur, Skúla- túni 2 er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju daga og fimmtudaga frá kl. 1.30 til 4, Bókasafn Dagsbrúnar er opið á tímabilinu 15 sept. til 15. maí sem hér segir= Föstudaga kl. 8-10 e.h. laugardaga kl. 4-7 e.h. og sunnudaga kl. 4-7 e.h. Ameríska bókasafnið er opið mánudaga. miðvikudaga, föstu daga kl. ÍO-21. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-18. 1 LÆKNAR 1 Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringin. — Næturiæknir kl. 18.00-08.00. Símf 15030. Neyðarvaktin simi 11510 hvern virkan dag nema laugardaga. HANNES Á HORNINU Framh. af 2. iíðu inu og réttlætis ber að gæta i stjórn ríkis. Mun þetta koma greinilegar í ljós síðar. 5 Hér skal þó vikið lítið eitt af leið' og minnzt eins afmælis sem ekki er óskynsamlegt að minn ast fyrst umhyggja fyrir sjúkum kemur í ljós. Sextíu ár eru liðin frá stofnun HjúkrUnarfélaffs Reykjavíkur. Stofnun þess átti sér fróðlegan aðdraganda. Sr. Jón Helgason, síðar biskup, var fyrsti formaður þess félags. Þegar/hann var að berjast fvrir stofnun þess fyrst í stað, vildu engir hér í borg fylgja honum til þessa verks að stofna félag til að hjúkra fá- tækum og sjúkum. Að um síðir tókst að stofna félagið, var að þakka Oddfellow-reglunni. Mikl- ar framfarir hafa síðan orðið cg nú ganga hjúkrunarmálin líkt og á færibandi í verksmiðju, þar sem ríki og bær knýja færiböndin á- fram og aðrir þurfa lítið um að liugsa. Menningarviljinn var veikur í þá daga. Á vorum tímum er hann skakkur eins og Dofrinn vildi hafr hann hjá Pétri Gaut: „í vinstra augað ég sker örlitla rispu, svo skekkist sjáin, / og afbragð sýnist þér allt, sem þú sér, / Svo ætla ég að stinga út hægri skjáinn." Svo skakkt sjá sumir menn að þeir geta ekki séð kirkju rísa án þess að hugsa sem svo: Þetta fé hefði átt að nota í sjúkrahús, sjónvarp skóla eða eitthvað ann að. — Enn í dag skortir oss sjúkra hússpresta í borginni, starfsmenn sem engin nágrannaþjóð vill án vera. Listar gamalmenna, sem ekki fá rúm á ellihælum, lengjast stöðugt. Sttöðvum hallarbygging- ar. Látum sjónvarpið bíða. Byggj um yfir gamalmennin, afrækt börn og afvegaleiddar stúlkur. ^ íslendingar eru ekki sekir sakir ofrausnar við kirkjuna. Ár- ið 1880 var prestaköllum fækkað með lögum úr 171 niður í 142. Þeim var aftur fækkað með lög- um árið 1907 úr 142 niður í 105. Embættin urðu aldrei færri en 107. Leggja átti með lögum niður Mosfellsprestakall í Mosfellssveit, og var sr. Bjarna Jónssyni veitt embætti hér í Reykjavík (28. maí 1910) með því skilyrði að hann bætti við sig þjónustu þess þegar það losnaði. Komst sú vitleysa aldrei í verk þótt í lögum væri, með því að mönnum óx vit. Árið 1935 var lagt til að prestaköllum skyldi fækkað niður í 59, en prests embætti áttu að vera 61. Um þetta var borið fram frumvarp á Al- þingi — og þar með komið niður á botn í þeim brunni, sem úr var verið að ausa til að bjarga menn ingu íslendinga. En annar brunnur var líka til: Biskupsembættið. Allt frá 1881 fram til 1924 var öðru hvoru háð barátta fyrir því að leggja niður hið eina biskupsembætti, sem eft ir var í landinu, og mörg frum- vörp flutt um það að leggja það alveg niður eða steypa því saman 'við eitthvað annað embætti. Er þetta fróðlegur þáttur í menning arsögu vorri, þótt honum sé nú lokið. um áratug eða minna, segir Áhorf- andi. Athugum söguna og skýrsl- urnar. í Noregl voru fjórir bisk- upsstólar um aldamótin 1880, en tveir hér um sama leyti og voru báðir afnumdir, en stofnaður einn í staðinn, sem aldrei hefur haft fast aðsetur, heldur færzt til með mönnum. Þótti það ofrausn að fá biskupi fastan embættisbústað í stað Skálholts. í Noregi hafa bætzt vlð þessir biskupsstólar á þessum tima: Há- logaland (Tromsö) árið 1803, Hamar endurreistur árið 1864, Stafangur endurreistur 1925. Túnsberg stofnaður 1948, og Suð- ur-Hálogaland 1952. Stefnt er nú að því að bæta við tíunda biskups- stólnum þar í landi með skiptingu Björgvinjar biskupsdæmis. Mörk: Noregur hækkar úr fjórum í níu. ísland lækkar ur tvelm í einn. Nokl( u eftir aldar<é;.n 1800 voru prestar í Noregi fjögur hundruð, árið 1865 voru þeir 567, árið 1910 voru þeir 725, árið 1954 voru þeir 903, þar af aðstoðar- prestar 183. — En hér með eru ekki talin hundruð kristniboðs- presta, sjómannapresta o.fl. Kirkj an á Madagaskar, sem vaxið heCir upp af starfi hins norska kristui- boðs þar í landi. er stærrj en hin íslenzka þjóðkirkja. Það erum ekki vér, sem stíg- um hin stóru'spor, heldur höfum vér um aldar skeið — og reynd.rr lengur, þegar litið er til biskups stólana, mjakast aftur á bak í kirkjulegum efnum um leið • g öðrum hefur farið stórlega fram. 8 7 Það sem aðrar þjóðir gera á áratugum viljum við gera á ein- Heiður sé þeim mönnum, sem hér höfðu „óskekkta sjá,“ bæði fyrrum á Alþingi (svo sem Grími Thomsen, Jóni Þorkelssyni, Pétri Halldórssyni, Jóni Magnússvni, frú Guðrúnu Lárusdóttur og mörg um fleiri) — og þeim sem nú sjá að við svo búið má ekki lengur standa eins og núverandi kirkjo- málaráðherra vor og biskup. Réttlætið er ekki fólgið í því að taka nauðsynjar frá neinum, held ur láta hvern hafa sitt — suum cuique. Ef vér þurfum að skera niður, þá skerum við fyrst niður það, sem skaðlegt er, þar næst hið fánýþi, þar næst hið æskilega, sem þó er ekki brýnt nauðsynlegt, en síðast af öllu hið nauðsynlega. Ef vér ætlum að renna saman við aðra þjóð, þá nægir oss hin verk- lega menning ræktun jarðar, fiskveiðar og fiskvinnsla, hús- byggingar, tækni og verzlun. Að- komuþjóðirnar geta flutt hingað þær menntir og þann átrúnað, sem þær telja æskilegan. En eigi íslenzk menning að haldast og sér leikur þjóðarinnar að varðveitast þá er kirkjan nauðsynleg, því þar hafa aðrir aðilar ekki gert betur öld eftir öld. Nú er hún hlutfalls lega fátækust bæði að andans c;g vera(d^rauði af öllum kirkjum Norðurlanda og hefur verið um nokkurt skeið. Þó sjást nú nokimr merki betri tíma. fá og dreifð. 5 Hvað offjölgun banka snertir, held ég að bréfr. hafi rétt fyrir sér Offjölgun banka er hitasóttarein kenni og alvarlegt óstjórnarmerki Rétt áður en lýðræðið hrundi í Kína — svo veikburða sem það var — fjölgaði bönkum gífurlega Af tvö h.undruð bönkum í höfuðr borginni höfðu fimm skynsamieg- an tilgang. Hitt voru spaugilegar klíkur eiginhagsmunamanna, sem lifðu á- verðbólgunni, sátu og lásu blÖð ’í ‘afgreiðslutímanum. kvört uðu undan dýrtíðinni, sem press aði gróða út úr flest öllum stétt um handa bönkunum. Kommún- istar útrýmdu þeim líkt og vér útrýmum rottu eða lús, nema þeim, sem komust undan til Suð- ur-Ameríku með gróða sinn. Allar stofnanir ættu að hafa sín fjárlög, jafnvel þótt ekki séu ríkisstofnanir. Þær sem fríðinda njóta, t.d. happdrættis- eða merkjasöluleyfa, ættu að gera grein fyrir áætlunum sínum og hag gagnvart almenningi, t.d. í blöðunum. Þetta er nauðsynlegt til þess að menn afræki ekki eina grein góðra og_nytsamlegra verka en ausi fé um nauðsyn fram í aðra. Þetta er ekki nauðung, held ur skynsamleg regla. sem yfirleitt er fylgt í lýðræðisríkjum. Það liggur i eðli máls að þegar á hendur ríkisins eru gerðar (og af þess hálfu uppfylltar) kröfur, sem fara fram úr fjárlögum, verð ur ríkið að innheimta tekjur um fram fjárlög eða taka lán. Nú er hægt að taka lán innan í hvcrri krónu af almenningi, lán, sem ekki þarf að greiða með neinu neraa hruni, hægfara eða skyndilesa. svo: Sparifé aldraðs fólks verður stöðugt líkara ógildum happdrætt ismiðum, en lcrakkar fara í búðir og kaupa leikföng fyrir 500-600 krónur, sem er mjög algengt. Þjóð in er þjálfuð í kröfuhyggju, skiln ingurinn á tilgangsleysi sparnað- ar kemst inn á 10-12 ára aldurs- skeiðinu og börnin þola ekki pen- inga. Maður þarf ekki neina skarpskyggni til að sjá að þetta er hrun, þó peningarnir fari ekki til Suður-Ameríku. — Þegar laun kínversku hermannanna, sem áttu að endast í mánuð, entust að eins í eina viku, þá fóru þcir að selja kommúnistum vopnin, vagn- ana, fötin og síðast en ekki sí*t seldu þeir á endanum allt mi .1 legt sjálfstæði sitt, sæmd og sál. Það er von mín að ráðamenn vor ir finnj hvað gera skal áður en eitthvað svipað gerist með oss. Hins vegar tel ég ekki að sigurinn vinnist með því að hætta við að gefa klukkur til Hóladómkirkju eða listaverk til Kennaraskólans. En ef að sigur eða ósigur þjóðfé- lagsins stæði eða félli með þess- um viðurkenningarvotti til mætra þjóðfélagsstofnana þá væri rétt að fresta framkvæmdum til hag- stæðari tíma. Með vinsemd og virðingu Þinn einlægur Jóhann Ilannesson Lengi lifi... Framh. af 13. síðu ur það upp úr dúrnum, — að pandekager med flödeskum eru danskar í allar ættir! Það er rétt eins með þetta og rómantíkina í kringum rokkana. Við, sem héldum, að rokkar væru íslenzkt fyrirbrigði, en svo þcgar háskölastúdentar gefa Lyndu B. Johnson frá Texas íslenzkan rokk, segir hún bara: — Nei, sko, þetta er alveg eins og rokkurinn hennar ömmu! Og svo eru þeir til, sem scgja, að stúdentarnir h»f> bara gefið ungfrúnni Little Rock! 14 19. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.