Alþýðublaðið - 19.09.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 19.09.1963, Qupperneq 15
að gruna að þannig væri í pott- inn búið — það hlaut að vera. Og hún rauk svona upp. þegar hún kom allt í einu að honum hérna hjá mér. Ef þetta hefði ekki komið svona á óvart, hefði hún auðvitað hagað sér betur, en Janice hætti alltaf við að bera tilfinningarnar utan á sér. Allt í einu langaði mig til að létta af henni áhyggjunum, — en áður en ég fékk komið út úr mér einu orði, sagði mamma. ___ Hvað gengur eiginlega á, elsku Janice. Síðan hvenær tek urðu vinnuna fram yfir okkar fé lagsskap. Að minnsta kosti ætt- ir þú að geta komið með verk- efnin hingað eins og þú ert vön. Hættu nú að leika og seztu nið- ur. Peter kemur rétt bráðum. Shirley þarfnast ekki meiri skemmtunar . . . — Nei . . . Við hrukkum öll við, þegar þetta orð lirökk af vörum henn ar. Mér fannst eins og óham- ingja dagsins næði hámarki með þessu eina orði. ___ Sagði hann þér, að hann mundi ekki koma. spurði ég kæruleysislega. Undarleg þögn lagðist yfir hérbergið, og það var eins og við Janice værum allt í einu einar. Hun byrjaði með einkenni- legrið lítilli handahreyfingu. — Ég, — jæja, — já, sagði hún hikandi. Hvers vegna ekki? Hann var við spítalahliSið, þeg ar ég kom út, svo að. hann ók mér auðvitað niður hæðina. Andartak eygði ég hamingj- una. Svo að hann hafði þá kom ið, þrátt fyrir allt! Vesalings Pet er, — hann hafði komið til að hitta mig og við höfum farizt á mis. Það var þá allt í lagi . . . En . . . og sortaský leið aftur fyrir sólina . . . hvers vegna hafði hann þá sagt Janice, að hann mundi ekki koma í kvöld. Hvers vegna hafði! liann ekki komið hingað með henni .... hvers vegna . . . hvers vegna? — Ég er svangur, sagði Harry ajlt í einu. Eigum við ekki að borða éitthvað í kyöld. Ég get sagt ykkur, að Peter kemur ekki, — hann ætlar til Lund- úna. Ég reyndi að v.era róleg. — Ó, já, ég held, að liann liafi eitthvað minnzt á það. Gjör ið þið svo vel að setjast. Jan . . þú líka, — er það ekki? Þú get ur unnið seinna, og i læknirinn fýlgir þér heim .. —- Mín er ánægjan, sagði Masters læknir blátt áfram, en ég tók eftir því, að Janice car orðin blóðrjóð. > • Vesalingurinn, hugsaðl ég mcð mér. Hún er raunverulega af- brýðisöm vegna mín og Masters læknis. Hvernig gat það verið. Auðvitað hlaut hún að vita, að enjýnn gæti komið í stað Pet- ers. Mér svelgdist á og augun fylltust af tárum. Hvernig var með okkur Peter núna? Hvenær sástu Peter, spurði Doris Harry. Ég reyndi, að þagga niður í henni, en Doris er þrá, þegar hún tekur það í sig. Harry leit upp. Ég leit inn hjá Phipps, þegar ég var á leið heim úr skólan- um. Ég hjálpa Peter stundum. Satt að segja, — hann leit snöggt á mig, — vill Peter, að ég komi þangað í vinnu, þegar ég er búinn í skólanum. Þá verður hann fyrir von- brigðum, elskan, sagði mamma blíðlega. Við ætlum þér annað er bað ekki, elskan. Hvemig stendur á því, að Peter lætur sér detta í hug að koma með svona íáránlegar uppástundur? Þú gætir auðvitað ekki hugsað þér að vinna á verkstæði, — og ég mundi alls eklci leyfa það. Potcr segir, að við þörfnumst peninganna mamma sagði Henry Hann segir, að það sé ekki rétt- látt, að við liggjum öll upp. á Shirley. Það lá við, að það liði yfir mig. Þau hljóta að hafa haldið að ég væri fárveik, því að Mast ers íæknir lagði höndina róandi á öxlina á mér, og einhvern veg inn virtist það hjálpa. Mamma stóð upp og Janice starði á mig með rooðaumkun. — Peter .ættl að tala um slíkt við mig, sagði mamma veiklu- lega, — og*gerði séf augsýnilega ekki ljóst, hve það var fjarstætt, þar sem hún hafði síðustu árin neitað áð ræða nokkuð við neinn. Hann hefur engan rétt til að koma SVona vitleysu inn hjá litl um dreng. Shirley, þú verður að segja Peter að koma hingað, ég ætla að tala við hann. Peter má ekki notfæra sér vináttu okk ar — eða trúlofun ykkar. Hún er ekki trúlofuð, kom frá Doris, og orð hennar voru éins og hamarshögg. Hún er hringlaus, mamma. Ég. stakk höndunum undir borðið mig langaði mést til að • sökkva niður úr gólfinu og ég hataði þaU öll, spurninguna í galopnum augunum, gapandi mtmnana: — Hvað gengur eiginlega á, Shirley, spurði mamma. Þú hef ur hagað sér einkennilega í kvöld. Hvers vegna kom Peter ekki með Janice eins og venju- lega? Og hvar er hringurinn þinn? Hann er í veskinu mínu, sagði ég reiðilega. Og hvers vegna glápið þig öll svona á mig7 Það hefur ekkert gerzt og þið heyrð úð það, sem Harry sagði, að Pet er hefði farið með mann til Lohdon. Þið eruð að reyna að setja eitthvað á svið. Hvað við kemur tillögu Peters um að Harry færi að vinna á verk- stæðinu, — það er auðvitað fjar stæða — og ég er viss um, að Peter hefur bara sagt þetta í gríni. Eigum við nú ekki að fara að borða. Masters læknir er ekki hingað kominn til að hlusta á fjölskyldurifrildi. . . Við settumst til borðs og reyndum að láta eins og allt væri með felldu, en skömmu eft ir kvöldverð stóð læknirinn upp og kvaðst þurfa að fara vegna anna á spítalanum. Við Janice vissum báðar, að það var ekki satt, því að annar læknir var á vakt þetta kvöld, en Janice sagð ist ætla að verða honum sam- ferða heim og þau fóru sam. an Ég tók saman leirtauið, Dor- is hjálpaði mér að þvo upp en tnælti naumast orð frá munni. Þegar mamma reyndi aftur að hefja máls á sama efni neitaði ég að svara. Þegar mamma var farin í hátt in og Gran sofnuð, læddist ég inn til Harrys. — Minntist . . . minntist Pet er nokkuð á mig, Harry? — Bara eins og ég sagði, — mumlaði hann syfjulega. Þú veizt, að það væri ekki fallegt gert af mér að hanga við að mála og svo framvegis. Hann sagði, að ef ég væri raunveru- lega einhver listamaður, — hefði einhvérja hæfileika, þá mundi ég mála í frístundum og vinna mér jafnframt eitthvað inn, svo að ég gæti lagt í heim ilið. Ég . . Shirley . . . hann gretti sig og renndi fingrunum í gengum þykkt hárið .... Shirley . . . mér hefur aldrei dottið það í hug fyrr, — en Pet er hefur rétt fyrir sér að nokkru leyti. Er það ekki? Ég á við . . . þú slítur þér út hérna. .... JHeyrðu . . . eruð þið Pet- er skilin eða eitthvað svoleiðis? - Hvers vegna ættum við að vera það? Rödd mín var á ein- hvern hátt. ókunnugleg. Peter fór á tónleikana í Lond on í gærkvöldi, sagði bann, — og . ósjálfrátt teygði ég hendina í slökkvarann og slökkti ljósið, svo að hann gæti ekki séð and- lit mitt. Auðvitað trúði ég þessu ekki Mér fellur vel við Pete, héit hann áfram. Mér Hkar á- gætlega við hann Sis, feú veízt það, — en . . . það var bara það, að strákur í skólanum sagði mér dag, að Peter hefði farið til London með stelpu í gærkvöldi. Strákurinn sá hann fara á braut arstöðina með einhverri stelpu og þau ætluðu beinustu leið til Lundúna. Ég .... ég ætlaði ekki að segja þér þetta . . . en mér fannst þetta citthvað svo leið- inlegt, — skilurðu mig? Þú veizt . . . maður er ekki trúlof- aður einni og fer svo út með annarri . . . ekki strákur eins og Peter Sis ... Ég vissi ekkert, hvað ég átti að segja. Einn kastalinn hafði bara hrunið til viðbótar. Allan þann tima, sem ég hafði staðið við gluggann í gærkvöldi og star að yfir til Peters húss, gert mér í hugarlund að hann lægi og bylti sér í rúminu, óhamingju- samur og gæti ekki sofið frem ur en ég. Aiian þann tíma . . . — Hvaða stúlku? — Nú þekkti ég naumast rödd mína aft ur, því hún var gróf og ljót. — Almáttugur, hvemig ætti ég að vita það, — sagði bróðir minn önuglega. Spurðu Peter, hann segir þér það. O. ég býst við, að það hafi verið Linda Phipps. Hún er vitlaus í Peter eins og þú veizt, — og hefur allt af verið það. Kannski hann sé orðinn leiður á að vísa henni frá sér og hafi boðið henni til að hafa hana góða. Þegar öllu er á botninn hvolft, — ég sá fyrir mér, hvernig Harry glotti í myrlcr inu, — þá er hún dóttir yfir- mannsins, Shirley, — og menn verða að koma sér áfram . . . Það er allt í lagi með Pete, Sis. Ég gekk að rúminu hans og strauk yfir hárlubbann hans. Mig langaði til að beygja mig niður ryðvöm. Pressa fötin meðan þér bíðiSL Fatapressun A. Kúld Vesturgötu 23. SMUR7 BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23.30 Sími £6012 Brauðstofan Vesturgötu 25. FlugvalSarleigan Keflvíkingar Suðurnesjamenn Höfum opnað bílaleigu á Gónhól, Ytri-Njarðvík. . Höfum á boðstólum hina vin- sælu Fiat 600. Ferðist í hinum nýju Fiat 600. — Flugvallarleigan veitir góða þjónustu. — Reynið viðskiptin. Flugvallarleigan s.f. - Sími 1950 Utan skrifstofutíma 1284. GónhóII h.f. — Ytri-Njarffvík. Bílaleiga Bílasala Matthíasar. Höfðatúni 2 Sími 24-540. Hi SMUBSTÖSIN Sæfúni 4 - Sími 16-2-27 Bíllinn er smurður fljótt og veT. Seljum ailar temndir af s-murolín. hhbh nhhímmm r GRANNARNIR una. . Ég kem ekiti niffur fyrr en feú crt búlnn að hita hlustapíp ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. sept. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.