Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 4
ÖÐINN
92
H. Schiöth
bankagjaldkeri á Akureyri varð sjötugur 14. febr.
{). á. og þykir því vel til lilýða að Óðinn (lylji
mynd af honum. Hefur hann í meira en manns-
aldur gegnt ýmsum opinberum störfum nyrðra og
jafnan verið vinsæll, svo mörgum muu kært að
sjá andlitsfall hans og Iesa nokkur orð um hann.
Peter Frederik Henrik Schiöth heitir hann
fullu nafni, fæddur i Nestved í Danmörku 14.
febrúar 1841. Foreldrar hans bjuggu þar þá, og
var faðir hans trjesmíða-ineistari, efnaður maður
og vel metinn. Var hann
sonur Jens Riddermanns
Schiöth, er var doktor í
heimspeki og skólameist-
ari í Randers, en faðir
lians var konunglegur her-
skipaytirsmiður í Ivaup-
mannahöfn og fenginn
þangað frá Hollandi.
Verður sú ælt ekki rakin
frekar hjer.
H. Schiöth ólst upp
hjá foreldrum sínum, og
lærði þegar í æsku brauð-
gerð, bæði fínni og gróf-
ari; fjekk liann Iljóll orð
á sig fyrir dugnað í þeirri
iðn, og sýndi það sig í
því, að hann árið 1860
fjekk atvinnu á stærsla
brauðgerðarhúsinuí Khöfn
og varð hann þar svo
yfirmaður þrem árum
síðar, þá aðeins 22 ára
gamall. Undi hann þá
vel liag sínum, en árið
eftir (1864) braust ófriðurinn út, er Danir mistu
hertogadæmin. Var þá Schiöth kallaður í stríðið
og tók síðan þátt í því til þess, er það var til lykta
leilt. Hann kann frá mörgum svaðilförum að segja
frá þeim dögum, en tregur er hann til þeirra frá-
sagna, og setur oft hljóðan við, þegar hann er intur
eftir þeim. Hann var í orustunni við Sankelmark
og sýndi þar frækilega framgöngu.
Að stríðinu loknu tók hann aftur við liinu
fyrra starfi sínu, og leið svo og heið þangað til á
jóladag 1867, að hann fjekk tilboð frá C. Höephner
stórkaupmanni í Khöfn um það, að fara lil íslands
og reka þar brauðgerðariðn fyrir Höepfner. Varð
það úr að hann tók því boði, og leit liann svo
sjálfur á og þau hjón bæði, að á íslandi yrði að-
eins bráðabirgðardvöl, en hún er nú orðin yfir 40
ár. Hann ljet í haf frá kaupmannahöfn, með konu
sína og dóttur níu mánaða gamla, 8. apríl 1868,
á seglskipi, er Höepfner átti. Ferðin gekk vel og
komu þau til Akureyrar heilu og höldnu eftir 12
daga ferð frá Khöfn.
Áður en Schiölh kom til Akureyrar, var ekkert
brauðgerðarhús á öllu Norður- og Austurlandi, og
varð hann því fyrsti brauðgerðarhússforstjóri á því
svæði. Hafði hann það
starf á hendi í full 80 ár
og rækti það jafnan með
mestu samviskusemi og
dugnaði. Kendi hann á
því tímabili ýmsum Is-
lendingum iðnina, er hafa
orðið dugandi menn í
þeirri ment.
1. janúar 1879 varð
Schiöth póstafgreiðslu-
maður á Akureyri og
gegndi því ábyrgðarmikla
starfi í full 25 ár, cða
til 1. sept. 1904. Var það
starf allan þann tíma mjög
illa Iaunað og ólíkt því,
sem nú er orðið, enjafnan
Ieysti Schiöth það af hendi
með stakri reglusemi og
nákvæmni í hvívetna, og
er lipurð lians og greið-
vikni sem póstafgreiðslu-
manns, frá þeim árum,
oft brugðið við meðal
manna nyrðra og mörg-
um í fersku minni, ekki síst nú hin síðuslu árin. —
Þegar »Sparisjóður Akureyrar« var stofnaður
1885, varð Schiöth gjaldkeri sjóðsins og var það
alla stund síðan lil þess, er wíslands banki« hóf
starfsemi sína 1904 og tók við sjóðnum, að Schiöth
varð gjaldkeri við útibú bankans á Akureyri og
hefur verið það síðan. Það er mál manna, að ekki
mundi auðfenginn lipurri bankamaður en Schiöth,
er eins legði sig í framkróka að greiða úr vand-
ræðum þeirra, er til stofnunar þeirrar leiluðu, er
hann starfaði við. Reyndi ekki minst á það við
sparisjóðinn, áður en bankarnir komu, er jal'nan
II. SCHIÖTH.