Óðinn - 01.12.1919, Side 3

Óðinn - 01.12.1919, Side 3
ÓÐINN 67 Fjólifr í barði blómgast, brosa við sólaryl. Hærridalur. Uálóttur Hærridalur! Hyrnan pín gnæfir enn urðir og skriður yfir, árhryggi, fell og menn. Glittir í forarflóa. Fremstur er Púki par. Urriði syndir sýki. Sef byggja endurnar. Marglit er berjabrekka. Burknarnir gnæfa hátt. Dalurinn allur angar. »Enn pá er vatnið blátt!« Lægridalur. Laðandi Lægridalur, með ljósa stararbreið! Enn sjer á eyrum pínum ungmenna peysireið. Fellin og Hryggur halda hljóðlega vörð um pig; Hringarnir einnig eiga aðra í kringum sig. Svartfoss í gljúfri syngur, sitra lækir og gil; einróma undir tekur árinnar strengjaspil. Eyrarhlíð. Heimadalsbjörgin háu hrikaleg eru að sjá; bergmálið frá peim brotnar breiðu Sandhólum á. Hljótt er í Eyrarhólma, hópast par æðurin, hið innra er að heyra óhljóð og vængjahvin. Víkur og vogar skína. Vallendið^ofar grær. Angar úr góðu grasi. Gullský í vestri hlær. Feykishólar. Frammi í Feykishólum fyrmeir var búsæld góð. Nú eru húsin hrunin. Hneggjar í túni stóð. Störin í blóma stendur. Stórbrokið roðnar efst. Smágresi alt hið efra utan um holtin vefst. Mjaðarjurt, músareyra, mura og ýlustrá vaxa í vallarbrekkum víði og fjólum lijá. Holtahlíð. Vinsæl er Holtahlíðin. Ilalda par smalar ping, synda kátir og syngja, sitja á mosabing. Fje er af fjórum býlum fangið á pessum stað, hestar úr Holtalandi hafa oft vottað pað! — Fálkar í fjörusandi fljúgandi skeiði á geysast í gufumekki. Gott er að sitja hjá. Gálmaströnd. Grjótsæl er Gálmaströndin. Glamrar skeifa við stein. Freyðandi bylgur brotna. Brimrótið sverfur hlein. Fljóta í ílæðarmáli furu og grenirek, raftar úr rauðaviði, rætur og seljusprek. Skeljum er sköruð ströndin. Skín á sandrifin fægð. Handa hundruðum barna hjer væri gulla nægð. Hamrar. Bíðirðu heim að Hömrum, hryllir pig við að sjá blágrýtisbjörgin stara bæinn og túnið á. Par koma bráðir byljir. Bæjarhús skjálfa öll. Karlmenni, kýr og hestar kastast niður á völl. Ljómar lítið i Hömrum, pótt loftin sjeu heið. sólina sjer par ekki um sex raánaða skeið. Sauðafell. Sólin á Sauðafelli seinustu geislum slær. Miðá til marar rennur makráð og silfurtær. Svipfögur bygðin brosir. Blána hnúkar í firð. Speglar pá fagurfægður tjörður í aftankyrð. 'Ofan af enda fellsins inndæl er vestursjón; hingað harðsnúinn Daði heimsótti meistara Jón. Bessastaðir. Æður á eggjum kúrir. Argandi kríuger sífelt um nesið svífur. Selir móka við sker. Bjart er á Bessastöðum, blikandi alt í kring hyldjúpir vogar horfa hátt upp í bláhvelfing. Hjer átti Grímur heima. Hjerna bjó Skúli vor. Nú eru fáir firða, sem feti peirra spor. 0 V ísur. Sælustundir. Stundum finst mjer ekkert að og unað lífið bjóða, hallist pú að hjartastað, heilladisin góða. Griðalaus með grímu. Sorgin vill ei gefa grið, pó gletnin yrki rímu. Pað er eins og andlitið alt af sje með grítnu. Fnjóskur.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.