Óðinn - 01.07.1923, Page 1

Óðinn - 01.07.1923, Page 1
OÐINN 7.—12. BLAÐ JÚLÍ—DESEMBER 1923 XIX. ÁR Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti. Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti er einn þeirra manna, sem eru íslenskri embættismannastjett til sóma. Og jafnframt því, sem ____________ hann hefur lengi gegnt annamiklum embættum, hefur hann átt mikinn og góðan þátt í lög- gjafarmálum landsins og stjórnmálalífi þess, og mörg trúnaðarstörf hafa honum verið falin, bæði hjer heima fyrir og út á við, fyrir landsins hönd. Hann er fæddur í Hjarðarholti í Stafholts- tungum 17. janúar 1866. Foreldrar hans voru: Jóhannes Guðmundsson sýslumaður (d. 1869) og Maren Ragnheiður Frið- rika Lárusdóttir sýslu- manns Thorarensen (d. 1907). Var hún síðari hluta æfi sinnar í Reykja- vík og andaðist þar. Jóh. Jóhannesson varð stúdent 1886, með 1. eink., fór þá til háskól- ans í Khöfn og lauk þar prófi í lögum 2. júní 1891, einnig með 1. eink. Rjett á eftir, eða 1. júlí 1891, varð hann aðstoð- armaður í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi til 1. júlí 1894, en var jafnframt fulltrúi hjá yfirrjettarmálaflutningsmanni í Kaupm.höfn. Þótti þetta hinn besti undirbúningur, sem íslenskir lögfræðingar gætu fengið til embættisstarfa hjer heima. Meðan Jóhannes dvaldi í Kaupmannahöfn, hafði hann altaf athvarf hjá mági sínum, prófessor Valtý Guð- mundssyni, sem þá var dócent við háskólann, en hann var kvæntur elstu systur Jóhannesar, Onnu, og var heimili þeirra hjóna annálað meðal íslendinga fyrir gestrisni, glaðværð og híbýlaprýði. 1. sepfember 1894 var Jóhannes settur sýslu- maður í Húnavatnssýslu og gegndi því embætti til 31. ágúst 1897. Var hann þá til heimilis á Kornsá, hjá ekkju fyrir- rennara síns í embætt- inu, Lárusar Blöndal (d. 1894), er lengi hafði ver- ið sýslumaður Húnvetn- inga og hafði, skömmu áður en hann dó, fengið veitingu fyrir amtmanns- embættinu norðanlands og austan. Kvæntist Jó- hannes 28. júlí 1897 yngstu dóttur Lárusar Blöndal, Jósefínu Ant- oníu (f. 25. apríl 1878). Skömmu síðar, eða 1. september 1897, varð hann sýslumaður í N.- Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði, og gegndi þeim embættum til vors- ins 1918. Á árunum 1904—1907 var hann formaður amtsráðs Aust- uramtsins. Um það leyti sem Jó- hannes varð bæjarfógeti á Seyðisfirði, hófust nýjar hreyfingar í stjórnmálalífinu hjer á landi. Mágur hans, dr. Valtýr Guðmundsson, var þá fyrir skömmu kom- inn á þing og ljet þar mikið til sín taka. Hann hóf þar mótstöðu gegn endurskoðunarbaráttu Benedikts Jóh. Jóhannesson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.