Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 42
90 ÓÐ INN Höfðu hreppstjórar þá um hríð verið stopulir og oft skift um, því þeir höfðu ærinn starfa, en voru laun- aðir lítt. — 1859 urðu þeir hreppsljórar Arni Sig- urðsson í Höfnum og ]ón Guðmundsson söðlasmiður á Neðstabæ, er seinna bjó á Holtastöðum í Langadal. Þeir ljetu báðir af hreppstjórn vorið 1862 og var svo talið, að vandfylt mundi sæti þeirra. Var nú Árni á Þverá annar til hreppstjóra tekinn, og þeim starfa hjelt hann síðan til vors 1911, nema árin 1875—1881. — Meðan hreppstjórar voru tveir, voru hinir og aðrir hreppstjórar með Árna, en mjög hafði hann einn öll ráð um hreppstjórnina sökum stjórnsemi, dugnaðar og framkvæmda. Þegar breyting var gerð á sveitarstjórn- arlögunum og hreppsnefndir tóku við miklu af þeim störfum er hreppstjórar höfðu áður (1874), var Árni þegar kosinn í hina fyrstu hreppsnefnd Vindhælishrepps og átti sæti í henni síðan nær óslitið til vors 1910. Á áratugnum 1880—1890 gengu sem kunnugt er hin mestu harðindi yfir landið, og komu þau ekki hvað Ijettast niður á Vindhælishreppi. Þar var þá samansafnað margt af þurrabúðarfólki við sjóinn, og fleytti sjer fram af sjávarafla. Sá lýður verður jafnan fyrst fyrir borði í hallærum og svo fór nú; stöfuðu af því hreppsþyngsli mikil og vandræði. Vorið 1887 varð stórmikill fellir, mátti þá heita að fjelli helmingur alls fjenaðar er á vetur var settur haustið áður, og bú manna þó þá mjög gengin saman af undanförnum harðærum, en bjargarskortur svo mikill er á veturinn leið, að til stórvandræða horfði. — Á þessum árum komu og tvö slys fyrir, er höfðu hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir hreppinn. Hið fyrra var það, að á Þorláksdag 1883 brann kornmatur á Skagaströnd, er keyptur hafði verið fyrir lánsfje er hreppurinn varð að borga, en matvara þessi hafði verið ætluð til út- býtingar meðal bágstaddra manna. Hitt slysið varð 3. jan. 1887. Fórust þá í fiskiróðri 24 menn, flestir á besta aldri, en eftir voru 9 ekkjur, 26 börn föður- laus og margt af ellihrumu fólki er misti fyrirvinnu sína. Lá ekki annað fyrir þeim flestum en sveitin. Útlit var þá ekki glæsilegt. Bústofn manna fallinn, sveitarþyngsli geysimikil og skuldir er á hreppnum hvíldu, aðallega hallærislán, svo þúsundum króna skifti. Árni hafði verið oddviti 1880—86 (nema árið ’83—’84), en gekk þá úr hreppsnefndinni og neitaði að taka við endurkosningu, en oddviti varð kaupmaður á Skagaströnd, dugandi maður að vísu, en ofvaxið þó að stjórna sveitarmálum á slíkum erfiðleika- tímum. Var og þetta ár (1886—87) eitt hið erf- iðasta ár á 19. öld sem yfir Vindhælishrepp hefir gengið annað en árið 1813. — Var þá skift um oddvita árið eftir, og tók við sjera Eggert Briem á Höskuldsstöðum, vitur maður og vel að sjer sem kunnugt er, málafylgjumaður allmikill er á þurfti að halda og ritfær manna best, en heilsu- lítill og önnum hlaðinn, því þá þjónaði hann fjórum kirkjusóknum og hafði þó í mörgu öðru að snúast. Hann ljet af prestsskap vorið 1890 og fluttist norður í Skagafjörð og síðan suður, en Árni á Þverá var þá kosinn í hreppsnefnd að nýju, og lagt fast að honum að taka við odd- vitastörfum. Skoraðist hann undan fyrst, að gang- ast undir þann vanda, er þá þótti ærinn eins og ástatt var, en ljet þó loks tilleiðast fyrir þrábeiðni manna, enda var þá varla á annara færi en hans, að stjórna sveitarmálefnum hreppsins. Upp frá því gegndi Árni oddvitastörfum samfleytt í 20 ár. Þegar og hann var oddviti orðinn tók hann föstum tökum á allri hfeppsstjórn, en svo mátti heita að hann væri nær einvaldur, er hann var bæði hreppstjóri og oddviti, enda vildu allir hlíta hans forsjá. En svo batnaði hagur hreppsins undir stjórn Árna, að eftir nokkur ár var hreppurinn ekki að eins með öllu skuldlaus, heldur átti töluvert fje í sjóði. Má efalaust þakka það mest viturlegri stjórn Árna, að sveitin rjetti svo fljótt við aftur, í slíkt öngþveiti sem komið var, og um tíma ekki annað fyrirsjáanlegt, en sýslan yrði að taka að sjer greiðslu á hallærislánum hreppsins. Það vildi Árni ekki heyra nefnt; vissi hann að með ráð- deild og dugnaði yrði komist fram úr örðugleikunum, og varð honum þar að trú sinni, en heldur var kurr í mörgum yfir útsvörum sínum og oft var Árni nefnd- ur harðstjóri á þeim árum, þó engum kæmi til hugar

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.