Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 7
ÓÐINN
55
notað íslenskar jurtir til lækninga. Oft var hans vitjað
til sængurkvenna, og mun hann alls hafa tekið á
móti um 500 börnum. Hefi jeg fyrir satt, að hann
hafi verið yfirsetumaður með afburðum. — Iðjumaður
hefur Jónas verið mikill um sína daga. Hann er einn
af þeim fáu mönnum sem mega kallast afburðamenn
í hvívetna. Hann hefur verið dverghagur á gull og
silfur, járn og trje, og fá munu þau störf vera, tíðkuð
til sveita á Islandi, er hann eigi hefur kunnað til hlítar.
Opinberum störfum hefur hann gegnt til muna. T. d.
var hann sýslunefndarmaður 26 ár og hreppsnefnar-
maður Iengi. Sem vænta má, hefur hann ætíð verið
fátækur maður af löndum og lausum aurum. En þó
hefur honum auðnast að ala upp sinn mikla barnahóp,
án þess að njóta nokkru sinni sveitarstyrks, og má
það heita fágætt þrekvirki. En sem vita má hefur
hann ekki staðið einn við það verk. Konur hans eiga
drjúgan þátt í því að sjálfsögðu. Er mjer dálítið kunn-
ugt, að núverandi kona hans er sjerstök dugnaðar-
og gæðakona, prýðilega skynsöm og skáldmælt. Ann-
ast hún börn sín og hinn aldurhnigna mann sinn með
ástúð og umhyggjusemi. En hann hefur nú legið
rúmfastur meir en 2 ár og getur eigi lengur í fætur
stigið vegna sinakreppu. Jeg, sem rita þessar línur,
hefi verið svo heppinn að dvelja um stund í návist
hins margfróða öldungs, og verður sú stund mjer
lengst minnisstæð. Þó að líkami hans sje nú mjög
tekinn að hrörna, þá er sál hans síung, sólheið og
fögur, heilbrigð og glöð í guðstrúar-öryggi. Enn
kemur það oft fyrir að hugsanir hans fæðast í ljóða-
gerfi. Sannast þá hið forna orðtak: »Lengi lifir í
gömlum glæðum*, því Jónas í Hróarsdal hefur lengi
verið að verðugu talinn með bestu ljóðsmiðum í
Skagafirði, eins og Símon heit. Dalaskáld viðurkennir
í skáldatali. Hann kveður svo:
Ennþá }ónas uppi’ á fróni stendur,
skýr með fróðleiks skemtihjal,
skáldið góða í Hróarsdal.
Mjer finst viðeigandi að greina hjer 3 vísur eftir
Jónas og eru 2 af þeim orktar nýverið:
Eymd í klaeðist auminginn,
— eykst því mæðan búna.
Á níræðis-aldur minn
er jeg að læðast núna.
Bráðum Iátinn legst jeg nár
lífs frá horfinn svaki.
Áttatíu’ og tvö nú ár
tel jeg mjer á baki.
En losni andinn líkam’ frá
lífs í strandar-vogi,
fús jeg landið friðar á
fer í andartogi.
Áður er jeg legg frá mjer pennann, finn jeg sterka
hvöt hjá mjer til þess, að vekja athygli manna á því,
að það gengur hneyksli næst að þessi maður skuli
aldrei hafa fengið neinn viðurkenningar-vott fyrir sitt
langa og margvíslega þjóðnytjastarf. Finst mjer sjálf-
sögð skylda Alþingis að veita honum, í eitt skifti,
sómasamlega fjárupphæð, meðan það er ekki um
seinan, því það væri hluteiganda haldkvæmara en t.
d. heiðursmerki fálkaorðunnar eða dannebrogsmanna,
þótt hann raunar hafi til þeirra unnið flestum fremur,
eins og öllum hlýtur að vera ljóst, eftir því sem nú
er sagt.
Svo lýk jeg máli mínu með þrem stökum, sem mjer
duttu skjótlega í hug daginn eftir að jeg kvaddi gamla
skáldið og lækninn í Hróarsdal:
Dýrt á Jónas fræða-full,
faldinn skálda-eldi.
Soralaust hans gáfna-gull
gelslar lífs á kveldi.
Er hann borgar Bana skuld,
brenna harmar sárast.
Gæfudís þá, himni huld,
hyr og blóði tárast.
Líka hans jeg leit ei neinn
lífs í kynja-dreymi.
Hann er mesti minjasteinn
í mínum andans heimi.
Á annan dag jóla 1922.
Jóh. Orn Jónsson.
Sí
Það verður ei táknað.
Það verður ei táknað með töfrandi lögum,
nje tæmt í óði snildarhögum,
og ekki gjörsagt í góðskálda sögum,
hið mikla sem mannssálin geymir
og mannlegan anda dreymir.
En þessi geislabrot guðsmyndarinnar
sem gægjast um skýjarof syndarinnar,
þau sýna, að eitthvað býr innar, innar,
sem æðra heims lögmáli hlýðir
og eflaust mun sigra um síðir.
Fnjóskuv.