Óðinn - 01.07.1923, Side 4
52
ÓÐINN
Sveinn Björnsson fyrsti forstjóri þess og var hann sá
maður, er gerði hið fyrsta skipulag á fjelaginu. Þetta
var fyrsta starf hans fyrir hið opinbera, og hið eina
fram að því að hann tók við sendiherraembættinu.
Það er tilhlýðilegt, að á þessum stað sjeu tekin
fram nokkur æfiatriði Sveins Björnssonar. Hann er
fæddur í Kaupmannahöfn 27. janúar 1881. Ólst upp
hjer á landi og gekk í lærða skólann, útskrifaðist
þaðan með fyrstu einkunn vorið 1900. Tók árið eftir
heimspekispróf með fyrstu einkunn við Kaupmánna-
hafnarháskóla en embættispróf í lögum frá sama skóla
árið 1907. Nokkru síðar fluttist hann heim hingað og
gerðist málfærslumaður, eins og áður er sagt.
2. september 1908 kvæntist hann danskri konu,
Qeorgie Hansen, dóitur Hansens jústitsráðs, lyfsala í
Hobro á Jótlandi. Eru börn þeirra þessi: Björn, Anna
Kathrine Aagot, Hans Henrik Emil, Sveinn Kristinn,
Olafur og Elísabet.
I bæjarstjórn Reykjavíkur sat Sveinn Björnsson frá
5. febrúar 1912 til 9. september 1920, að hann flutt-
ist til Kaupmannahafnar. Þingmaður Reykjavíkur var
hann árin 1914—’15 og árið 1920, en þá Ijet hann af
þingmensku snemma á kjörtímabili vegna sendiherra-
stöðunnar, er hann var skipaður í í Kaupmannahöfn.
Skúli Skúlason.
ML
Gísli í Geirþjófsfiröi.
(Æfilok útlagans.)
vafðar alskyns voða-gerfi
vit og kjarkinn yfirbuga.
Sárlega mig syfja tekur,
samt er ekki um ró að tala.
Svefninn einhver óværð hrekur,
ótal svartir hanar gala.
Því hin illa aðsókn veldur,
andvakan ei spyr um sakir.
Auður mjer í hendi heldur,
hjá mjer situr, trygglynd vakir.
Dauðans bróðir dúr mjer sendir,
draumahöfgi’ er á mig runninn;
þá mjer döpur draummær bendir
á dauðaglóð, sem út er brunnin.
Skil jeg. Eldar æfi minnar
eru að slokkna. Nornin veldur.
Fölva slær á feigar kinnar; —
fölskvinn, — það var lífsins eldur.
II.
Gísli til fylgsnis á göngu var, —
þær gengu með honum konurnar, —
til svefns sig þar leggja lysti.
A birkikefli bjargrún skar,
en bölvís nornin vilti þar,
svo heiftrama helrún risti.
I.
Griðalaus og grimm er æfin,
glögt jeg skil hvar þetta lendir.
Eiturskeyti helst til hæfin
heiftarnornin gamla sendir.
Meðan dagur dreifir skugga
dvelst mjer stund við föndur-smíði,
en er rökkvar er sem skrugga
ógurlegust fram hjá ríði.
Er það her af illum völvum
er um loftið göndum þeytir,
að mjer stefnir býsna-bölvum,
bægir öllu’ er fullting veitir? —
Þá er eins og þróttur hverfi,
þokumyndir skelfa huga,
Það var síðasta sumarkvöld,
sólin hafði mist kraft og völd,
en hrímlag huldi mela.
Konurnar drógu kirtilskaut,
en kvistir og tálgspónn merkja braut.
Orlögin ill þau vjela.
Þau komust brátt fram á Kleifarnar
og kúra sig niður í fylgsnið þar; —
hann blundar, en brúður vakir. —
Þá dreymir hann hina dökkvu norn,
dynja yfir hann hótin forn;
hún reyfir hans sekt og sakir.
í blóði allan baðar hann,
og blóðga húfu þrútin vann
að háru höfði fella.
Ur heitum dreyra helrúnar