Óðinn - 01.07.1923, Síða 8

Óðinn - 01.07.1923, Síða 8
56 ÓÐINN Ebeneser Guömundsson gullsmiður. Hann var fæddur á Minna-Hofi á Rangárvöllum 31. júlí 1844. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi og bókbindari Pjetursson, er lengi bjó á Minna-Hofi, og fyrri kona hans Guðrún Sæmundsdóttir prests Frið- rikssonar á Borg á Mýrum. — Þá er Ebeneser var ársgamall, dó móðir hans frá 7 börnum; kom faðir hans konum þá til fósturs að Stóra-Hofi, og þar ólst Ebeneser upp hjá Arna hreppstjóra jónssyni og fjekk þar hið besta uppeldi. Snemma hneigðist hugur Ebe- nesers til smíða, og rjeðst hann því um tvítugsaldur til Ólafs Þorsteinssonar í Tungu í Grafningi, og nam hjá honum silfur- og gullsmíði; að því námi loknu fór hann til föður síns að Minna-Hofi, og stundaði þar iðn sína, þar til að hann kvæntist 1876 ungfrú Sesselju Ólafsdóttur frá Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi. Reistu þau bú í Hreiðurborg, sem var ein af Kaldaðarness umboðsjörðum. Bjuggu þau þár laglegu búi í 2 ár. Þá var það, að nokkrir framtakssamir menn komu því til Ieiðar, að bygt var á Kolviðar- hóli nýtt steinhús til afnota fyrir ferðamenn, auk hins gamla kofa, er þar hafði lengi verið. Skyldi svo fá mann til að setjast þar að, sem gæti liðsint ferða- mönnum og selt þeim nauðsynlegan beina. Var þetta hin mesta nauðsyn, því oft höfðu menn orðið fyrir hrakningum og líftjóni á hinum langa fjallvegi, sem að Kolviðarhóli liggur á báðar síður. Guðmundur Thorgrímssen, sem þá var verslunarstjóri á Eyrar- bakka, mun hafa verið einn helsti framkvæmdamaður þessa fyrirtækis. Fór hann nú þess á leit við Ebe- neser, að hann settist að á Kolviðarhóli, hefði þar veitingar og stundaði meðfram handverk sitt. Gaf honum enda von um styrk af opinberu fje. Nú var það bæði að Ebeneser ljet ekki vel sveitabúskapur, og hins vegar hugði hann gott aðstöðu hvað handverkið snerti á jafnfjölförnum stað og Kolviðarhóll var. Húsnæði ókeypis og líklegur arður af veitingum. Alt þetta varð til þess, ásamt áeggjunum G. Thorgrím- sens, að Ebeneser sótti um veitingaleyfi á Kolviðar- hóli. Var honum veitt það með leyfisbrjefi, útgefnu af Bergi Thorberg amtmanni, hinn 22. janúar 1878. Er það enn til og hljóðar þannig: »Bergur Thorberg, amtmaður yfir suðurumdæmi og vesturumdæmi Islands, riddari dannebrogsorðunnar og dannebrogsmaður, kunngerir: Eftir að nefnd sú, sem staðið hefur fyrir byggingu hins nýja sælu- húss á Kolviðarhóli, hefur eftir samkomulagi við mig heimilað gullsmið Ebeneser Guðmunds- syni íbúð í tjeðu húsi, þá er honum hjer með, samkvæmt beiðni hans og eftir þeirri heimild, sem til þess er í tilsk. 13. júní 1787, kap. II, 2. gr., sbr. tilsk. 17. nóvember 1786, 10. gr., veitt leyfi til að hafa um hönd gestaveitingar á greindum stað, þannig að hann, auk þess að láta mönnum í tje mat og kaffi m. m., einnig má veita áfenga drykki, alt mót ákveðinni borg- un, sem amtinu áskilst rjettur til nákvæmar að ákveða, ef umkvartanir koma fram yfir því, að hún sje ósanngjarnlega há; þó er rjetturinn til að veita áfenga drykki bundinn því skilyrði, að hann ávalt einnig hafi til kaffi handa ferðamönnum og mat eftir því sem framast eru föng á. Svo ber honum og að hýsa menn borgunarlaust uppi á loftinu, í þeim hluta loftsins, sem ekki er ætlaður honum til sjer- stakra afnota, en borgun má hann taka fyrir gistingu í stofunum niðri. Hann skal hirða vandlega húsið og halda því þrifa- legu og hreinu innan, og gæta þess, að það eigi skemmist fyrir vanhirðu sakir. Hann skal á vetrar- kvöldum, þegar dimt er, hafa ljós uppi á loftinu við gluggana á göflum hússins, ferðamönnum til leiðbein- ingar. Hann skal einnig hirða um hið gamla sæluhús á Kolviðarhóli og leyfa mönnum afnot af því, til að hafa í því hesta sína og farangur, án sjerstakrar borgunar. Loks skal hann vera háður þeim nákvæm- ari ákvörðunum, sem amtið eða hlutaðeigandi lög- reglustjóri kynni álíta nauðsynlegt að setja um veit- ingar hans, og ætíð gæta hófsemi við veitingu áfengra drykkja, svo að engin óregla þar af hljótist. Þegar hann vill flytja burt úr húsinu, skal hann tilkynna það

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.