Óðinn - 01.07.1923, Side 10
58
ÓÐIN N
óhraust, hlekkjuð og sofandi þjóð. En svefninn er ef
til vill bestur. — Þeir menn sem eru svo óhamingju-
samir að lifa í bæjum og stunda einhverja fasta at-
vinnu, fá flestir nokkra daga úr sumrinu fría. Dagana
nota menn á margvíslegan hátt, flestir fá sjer nesti og
nýja skó og leggja svo á stað upp í sveitirnar. Þeir
sem ekki elska hreint loft og ekki vilja sjá neitt nýtt,
halda sjer á rykugri mottunni og fara hvergi. — Það
er ef til vill ekki frásagnar vert, þó jeg og fjelagi
minn, Guðmundur H. Pjetursson, legðum á stað í
sumarfrí, en af því að fólk er ekki vant því að fara
á strigabátum frá Reykjavík og upp í Borgarnes, þá
hefðu kann ske einhverjir gaman af að vita hvernig
svoleiðis ferð gengi til. — Við fórum frá Reykjavík
á »kajak« löguðum strigabát, 4 metra löngum, 70 cm
þar sem hann er breiðastur, hann er gerðnr fyrir tvo
menn, sem sitja í IV2 meters löngu opi, standa þá
20 cm upp úr sjó, kjöllaus er hann og þarf lag til
að róa honum svo ekki hvolfi. Ararnar eru 2, hvor
með tveim spöðum á endunum; þeim er haldið á lofti
svo þær koma hvergi við bátinn þegar róið er.
Allir, sem vissu um ætlun okkar, spáðu okku slysum
og margir dauða; þarna gafst okkur því tækifæri á
að sýna, hve mikil fífl við værum og það gripum við.
Við fengum okkur lítið þversegl, festum »bambus«-
stöng í bátinn; hún kom í stað masturs. Striga feng-
um við okkur yfir opið á bátnum, á striganum voru
2 op og mátti binda hann þjett að sjer, svo minna
færi af sjó ofan í bátinn. — Það er laugardagskvöld,
við erum ferðbúnir, setjum bátinn á flot og setjumst
síðan ofan í hann. A bryggjunni er hópur af fólki,
sem ætlar að vera viðstatt þegar báturinn leggur af
stað. Einhverjir í hópnum segja »góða ferð«, aðrir
»þeir eru vitlausir*. Sjálfir vorum við hissa yfir þess-
ari hræðslu, og að við værum vitlausir tókum við
ekki til mála. Við settum því seglið upp, veifuðum til
lands, sigldum út fyrir hafnarmynnið og tókum stefnu
á mitt Akrafjall, sem lá fram undan eins og sofandi
risahvalur. O, hvað við vorum ornir eitthvað frjálsir
og þó máttum við ekki hreyfa okkur, það var sjóloftið
sem fylti lungun og örfaði okkur, það eina sem við
reyndum á okkur, var að stýra til skiftis með árar-
blaði. Þegar við vorum búnir að sigla um 8 km, tók-
um við stefnu á Andriðsey, hún liggur ytst í Hvalfirð-
inum, með þeirri stefnu fengum við vindinn betur í
seglið. Enn þá Ijek alt í lyndi; hefði mátt vera betra
veður. I staðinn fyrir grænmálaðan vatnskút, eins og
sjómenn eru vanir að hafa með sjer, höfðum við full-
an poka af »appelsínum«. Um leið og þær svöluðu
mjer, kendi jeg hálfvegis í brjóst um þessa litfögru
suðrænu ávexti, sem höfðu flækst svona langt norður
og voru svo tættir sundur til að svala, ef til vill, bráð-
feigum mönnum. Þegar við vorum búnir að sitja
hreyfingarlausir í 2 tíma, var ekki laust við að okkur
væri orðið kalt. Andriðsey lá nú fyrir aftan okkur, en
stefnan var á Akranes. Það var orðið nokkuð dimt
yfir og hvergi sást í bláan himinn; blár himinn
er það göfugasta sem jeg þekki og að sjá öld-
urnar blálitaðar er yndislegt. Við tókum kortið upp
og eftir því að dæma áttum við 7 km eftir að Akra-
nesi. Vindurinn hafði aukist og var þar að auki á
hlið. Seglið sem var eins rifað og það gat verið, tók-
um við niður, því okkur fanst báturinn hallast helst
til mikið. Við rerum því áfram í 3 km fjarlægð frá
landi. Okkur hitnaði við róðurinn, en öldurnar voru
orðnar nokkuð ágengar og þegar báturinn seig niður
í öldudalina, fanst mjer jeg endilega þurfa að standa
upp, en svo vorum við alt af komnir upp á öldu-
toppinn eftir þrjú áratog. Ekki dugði að snúa að landi,
við urðum að halda áfram þennan stutta spotta sem
eftir var, það var að eins hressandi að fá nokkra
unnarkossa og þegar við náðum að Vtra-Hólmi, höfð-
um við vindinn í bakið. Við vildum flýta fyrir okkur,
með því að sigla inn víkina og rifuðum seglið meir
en hægt var. Um leið og við höluðum það upp reif
vindurinn í það og henti bátnum til og frá, á svip-
stundu sleptum við seglinu og rjettum bátinn við.
Þegar við vorum búnir að binda seglið fast, rerum
við áfram eins og árarnar þoldu. Oldurnar voru orðn-
ar miklu krappari og nú var lítið af bátnum upp úr
sjó, því öldurnar runnu látlaust yfir hann. Jeg mældi
þegjandi hvað langt sund væri til lands, alt þangað til
við lentum í svo nefndri »Steinsvör«. Annar vildi
stefna á kirkjuna, hinn á vörina, en hvorugri stefn-
unni var gott að halda. Við náðum landi án þess að
skemma bátinn og þegar við litum út yfir víkina virt-
ist sjórinn vera orðinn minni, — eða kann ske að
okkur hafi sýnst hann svona mikill af því hvað fleyt-
an okkar var lítil. Þegar við vorum búnir að vinda
fötin okkar, bárum við bátinn upp og heltum úr hon-
um sjónum. Ekki meira en hundraðasti partur af
hverri öldu sem yfir hann hafði runnið, hafði farið
ofan í hann; ýmist um samskeyti á striganum, eða um
ermar og brjóst á okkur. Við vorum að eins í græn-
um skátablússum, kápurnar lágu aftur í bátnum, en
við gleymdum að fara í þær þegar byrjaði að gefa á.
Nú gátum við hvílt okkur og athugað klukkuna,
við höfðum verið 4 tíma upp að Akranesi, rúma 20
km. Nú fór að rigna og við gegnblautir fyrir, klukk-
an farin að ganga þrjú. Okkur fanst því tími kominn