Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 13

Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 13
ÓÐINN 61 ingin sjálf er ekkert falleg, en útýnið er þó yndislegt. Nokkrir menn voru komnir á fætur, og hjá þeim frjettum við, að með flóðinu um kvöldið ætti vjelbátur að fara upp að Hvítárvöllum. Við fórum inn í gisti- húsið og fengum okkur morgunkaffi; þar ákváðum við, að ef ekki lygndi, fengjum við okkur far með bátnum upp eftir um kvöldið. Það lygndi ekki, svo við eydd- um deginum í að skoða staðinn. Það merkilegasta sem við sáum, var vindmylna, hún var gerð til að skera tóbak. Það sagði okkur líka einhver, að hún bæri sig ekki, því hún væri 2 daga með bitann. Svo kom kvöldið og báturinn átti að leggja af stað; en þá bilaði vjelin, svo ferðinni var frestað til morg- uns. Við tókum bátinn og lofuðum þeim sem vildu að koma út á honum. Menn Ijetu hjer eins og annar- staðar undrun sína í Ijósi yfir þessu ferðalagi og voru sammála um, að aldrei hefði minna skip komið þangað upp eftir. Um morguninn vöknuðum við kl. 51/*, hálf- um tíma áður en báturinn átti að fara, og komum í tæka tíð. Strigabátinn bundum við fyrir framan vjela- húsið. A leiðinni voru öldurnar það miklar að oft gaf alveg yfir vjelbátinn, svo okkur hefði ekki gengið mikið á strigabátnum. Bærinn Ferjukot liggur um 12 km frá Borgarnesi, hinu megin við ána eru Hvítár- vellir. Þarna er sundlagt og ferjað yfir á flatbotnuð- um bátum. Þegar við komum þangað upp eftir, leitst okkur ekki vel á ána, hún var straumharðari og öld- urnar krappari, en við höfðuni búist við. Jeg sá að það var tilgangslaust að ætla sjer upp ána, á móti svona miklum vindi, og lagði til málanna að við fær- um yfir að Ferjukoti og reyndum að útvega okkur hesta, en fjelagi minn vildi fyrst reyna hvað hægt væri að komast á ánni. Þegar báturinn var kominn út á ána, stóð hann í stað, hvernig sem honum var róið, svo lagðist hann flatur í strauminn og hraktist upp að klettunum hinumegin, og við að taka hnykkinn af bátnum brotnaði besta árin okkar. Jeg hafði á rjettu að standa, það var tímaspillir að ætla sjer upp ána í svona veðri. Við fórum með bátinn heim að Ferju- koti, þar tókum við hann í sundur og var þá nýtt rif brotið í honum, þar fengum við að geyma hann þar til við kæmum aftur ofan af jökli. Þegar hin gestrisnu hjón í Ferjukoti höfðu gætt oþkur á laxi og fleiru góðgæti, lögðum við af stað með fjallhakana við hlið. Ferðinni var heitið upp að Galtarholti, því þar var okkur sagt að við fengjum helst hesta. I leiðinni komum við að Eskiholti, því við hjeldum að það væri Galtarholt. A hlaðinu mættum við manni, sem starði á okkur og hakana, eins og við værum eitthvert undur, hann hafði auðsjáanlega aldrei sjeð skáta fyr. Hann sagði okkur svo til vegar, og horfði á eftir okkur þangað til við hurfum. Eskiholt er með allra fegurstu bæjarstæðum sem jeg hef sjeð. útsýnið frá bænum er óviðjafnanlegt, jöklarnir og fjöllin alt í hæfi- legri fjarlægð. ]eg efa, að það finnist nokkur sá mað- ur, sem ekki vildi vera í Eskiholti. I Galtarholti fengum við hesta og bestu viðtökur, meðan við biðum eftir þeim. Þegar við höfðum beðið þar stutta stund, kom sami maður og við hittum í Eskiholti, að eins til að sjá okkur betur, hann var nefndur Gvendur Th . . ., og atvinna hans var að útvega ferðamönnum hesta. Eitthvað var hann að tala um að okkur væri nær að læra að snúa fiekk, heldur en að flækjast upp á jökla; en ekki gat hann talið okkur af jökulferðinni, og við lögðum af stað, enn þá á ruggandi farartæki. Um kvöldið fórum við yfir Hvítá, á Kljáfossbrú, og heim að Hurðarbaki, þar fengum við gistingu. Næsta dag ætluðum við að komast upp að Kalmanstungu eða Fljótstungu, en svo upp á jökul. Þegar við vökn- uðum um morguninn, var alheiður hirninn, við vorum því vissir um að nú væri sá margþráði þurkur kom- inn. Alt var glatt, bæði menn og skepnur. Fyrst riðum við niður í Reykholtsdalinn, fram hjá Deildartungu að Reykholti. Dalurinn er blómleg sveit, eins og allar nærsveitirnar, og lítið er um hrörleg kot til að ræna ferðagleðinni frá manni. Við Reykholt skiftum við okkur, fjelagi minn hjelt áfram inn dalinn, en jeg ætl- aði upp með Hvítá, við Barnafoss ætluðum við að mætast aftur. Þegar jeg kom að Breiðabólsstöðum, sem er næsti bær fyrir ofan Reykholt, sá jeg engan veg, ekkert annað en mýri. Mjer var sagt að vegur- inn lægi þar fram hjá, en jeg sá ekki annað en vörður langt úti í mýrinni. ]eg stefndi því hestinum á eina vörðuna, þó mjer litist ekki sem best á leiðina Hesturinn sökk hvað eftir annað og henti mjer fram af sjer, við urðum því báðir jafn leirugir, og eftir að hafa busiað 15 mín. fór hesturinn að skjálfa og við sjálft lá að jeg kæmi honum ekki lengra. Eftir aðrar 15 mín. hjelt jeg, að jeg yrði að fá lánaðan heysleða undir hann, það sem eftir var af mýrinni. Við kom- umst þó báðir að vörðunum, en þá batnaði vegurinn, þó ekki væri hann góður, það höfðu nefnilega verið rigningar undanfarið. Loksins komst jeg þó að Suður- Reykjum við Hvítá, en þangað ætlaði jeg mjer aldrei, því það var úr leið, þaðan lá vegurinn yfir mýri, upp að Signýarstöðum, en svo var harður jarðvegur að Barnafossi. Þegar jeg var kominn fram hjá Signýjar- stöðum fór jeg fyrst að njóta útsýnisins. Hvítársíðan á vinstri hlið, hinu megin við ána, Okið á hægri hlið, en Eiríksjökull beint fram undan, með þessa undra-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.