Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 14
62 ÓÐINN fögru hvítu bringu. Mjer varð sem aumum syndara er verður litið á helgan mann, jeg fjekk ofbirtu í aug- un og hlakkaði óumræðilega mikið til að vera staddur uppi á hábungunni. Þegar jeg svo kom að Barnafossi, var fjelagi minn búinn að bíða í hálfan annan tíma; en honum fanst hann hafa beðið í nokkrar mínútur, því landslagið er svo lokkandi fagurt. Þar eru skógi- vaxnar hæðir og hraun, Hvítá rennur í breiðu gljúfri, nærri því snjóhvít, út úr hraunbakkanum. Hvítársíðu- megin renna ótal sprænur niður milli skógarkjarrs. Við að sjá Barnafoss verður lítið úr manni, maður kreppir ósjálfrátt hnefana og drekkur í sig þrek og vilja, við það að sjá vatnið ryðjast áfram gegnum þröng gljúfr- in. Eftir að hafa snætt af nestinu og teigað fegurðina í sálir okkar lögðum við aftur af stað. Leiðin frá fossinum og upp að Fljótstungu liggur fyrst yfir ill- fært hraun, svo fram hjá skógivöxnum smáhæðum. Þegar að bænum er komið, er Eiríksjökkull í 15 km fjarlægð, en Strúturinn er mitt á milli. Bærinn stendur hátt og á fallegum stað, fólkið þar er líka fjörugt, bóndinn heitir Bergþór ]ónsson, ungur fyrirmyndar- bóndi. Við fórum snemma að sofa og báðum fyrstu manneskju, sem vaknaði, um að vekja okkur, ef skygni væri á jöklinum, eða liti út fyrir það. Við vöknuðum sjálfir klukkan 5 um morguninn, þá var komið alskýjað loft og dálítil rigning. Þegar við komum út, sá hvergi í jökulinn. Þessum degi var því best að eyða með því að skoða hellana. Við fengum bónda til að fylgja okkur og fórum í þá alla. Fyrst riðum við í Surtshelli. Þegar við komum að inngang- inum, sem er grýttur og ljótur, voru 2 steinar auð- sjáanlega nýdottnir úr opinu. Þegar inn kom kveykt- um við á kertum og fálmuðum okkur áfram, ýmist á stórgrýti eða sljettum ís. Við skoðuðum afhelli, sem nefndur er »Sumarbústaður útilegumannanna«, sömu- leiðis bælið og beinahrúguna, í henni eru flest beinin af stórgripum, hin hafa orðið tímanum að bráð. Bóndi sagði að hrúgan væri alt af að minka, því fólk sem kæmi tæki oftast bein með sjer, til minja. Ekkert skil jeg í því fólki sem segir að Surtshellir sje falleg- ur. Hvernig geta urðir og stórgrýti verið fallig í kola- myrkri og köldu saggalofti, kertaljósið bætir lítið úr, það minnir mann að eins á birtuna og frelsið sem maður kom úr, niður í þessa óvistlegu holu. ]eg fjekk tár í augun við að hugsa til þess, að þarna hefðu menn einu sinni haldið til, þó er hellirinn kann ske betri en margar íbúðirnar í Reykjavík. Næst hjeldum við í Stefánshelli; hann er skamt frá Surtshelli, mikið hærri og víða fágaður eins og eftir steinsmið, gólfið er sljett, lagið hljómar þar ágætlega, það ligg- ur við að hann sje vistlegur. I bakaleiðinni fórum við svo í Víðgelmi hann er lVa km frá Fljótstungu. Það sem maður sjer fyrst er gryfja í hraunið, í hvorum enda hennar er op. Aðalhellirinn er vestanmegin. Þegar við komum þar niður, mundi hvorugur eftir því að hafa sjeð svo volduga forstofu fyr. Gólfið er ís, veggirnir eru prýddir með dropsteinum og eru nærri því sljettir. Fyrir endanum er stór og einkennilegur steinn; hann getur táknað altari. Eiginlega fanst mjer staðurinn vera einhvers konar kirkja. Opið inn í aðal- hellinn er skamt frá stóra steininum, inn um það verða menn að ganga hálfbognir. Nú var þar ís, sem er síðan 1918 og huldi opið, hann er til allrar ham- ingju að smáhjaðna. Ðóndi sagði okkur að þar væri jafn hátt undir loft og þar sem við stæðum, þar væru íssúlur frá lofti og niður á gólf, á gólfinu væru líka íssúlur, sem helst líktust mannfjölda, smá krökkum og fulltíða mönnum, það væri að eins heldur þögulla, ekki nema einstaka dropafall, veggirnir væru prýddir með dropsteinum í öllum hugsanlegum myndum. Þenn- an helgidóm náttúrunnar fengum við ekki að sjá í þetta skiftið. I austurhellinum er ekki eins hátt undir loft, en ís er á gólfinu. Þar er afhellir nokkrum metr- um neðar í jörðinni, gangurinn ofan í hann er sljettur ís. Þegar við komum niður í þann afhelli sáum við tvær íssúlur, niður úr hvelfingunni, þær spegluð sig í gólfinu og í loftinu glitraði á frostrósir. Við höfðum nú skoðað alt sem hægt var að sjá, og gengum heim í Fljótstungu eftir langa útivist, hrestum okkur á sveitamatnum, fórum snemma að sofa og vonuðum að sjá sól og heiðan himin um morguninn. Sú von brást, veðrið var eins, rigning og útlit fyrir rigningu; þann dag hjeldum við því til baka og komum að Ferjukoti um kvöldið. Við reyndum að setja strigabátinn saman, en hann hafði legið sundurtekinn úti í rigningunni, svo það var ómögulegt. Við gistum í Ferjukoti um nóttina og breiddum strigann til þerris, í von um sól- skin. Þegar við vöknuðum var líka komið sólskin og striginn orðinn þur, svo okkur gekk ágætlega að setja bátinn saman. Vegna þess hvað striginn hafði gisnað við þurkinn, hriplak báturinn, svo við ljettum hann liggja í vatninu fram yfir hádegi og heltum úr honum við og við. • Svo lögðum við á stað niður ána; til að byrja með rerum við ekki lengra en yfir á hinn bakkann, þar heltum við úr bátnum vatninu. Ferðinni var heitið upp Gufá, að Olvaldsstöðum, þar þektum við blómálf sem við ætluðum að heimsækja; þar skemtum við okkur til kvölds í brennandi sólskini. Upp að bænum liggur Gufá í 18 hlykkjum, og að bænum komust við með

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.