Óðinn - 01.07.1923, Síða 15
ÓÐINN
63
því að hella vatninu þrisvar úr bátnum, öðru hvoru stóð
um við á sandrifjum, því erfitt var að halda bátnum í
álnum, vegna þess hvað straumurinn er harður. Um
kvöldið höfðum við aðfallið á móti okkur, en ekki gat
jeg sjeð hvað væri hættulegt við strauminn, það var
bara erfiði í meira lagi að komast niður í Borgarnes.
Nú fórum við inn Brákarsund, og gekk okkur ágæt-
lega, straumurinn hafði svo lítið að segja, af því hvað
báturinn var grunnsyndur. I Borgarnesi gistum við og
fengum gert við brotin árablöð. Þar töluðum við við
undarlegan mann, sem undraðist yfir okkur og spurði
okkur spjörunum úr. Hvort við reyktum, hvort við
drykkjum, hvort við tækjum í nefið? Þegar við neit-
uðum þessu öllu, spurði hann, »hvort enginn skáti
gerði það«. Hann spurði »hvernig við kynnum við
bæjarlífið«, og sagðist sjálfur hafa átt heima í Reykja-
vík; hann sagðist hata þann óvistlega bæ, þar sem
sólskinið ætti erfitt með að komast gegnum rykið og
reykinn. ]eg ætlaði að sannfæra hann um, að það
væri þó eitthvað gott við bæinn, en það var eins og
jeg byði honum hafragraut, eldaðan fyrri hluta Stein-
aldarinnar. »Það sem gott er«, sagði hann »er svo
lítið á móti hinu, að vel má líkja því við dropann á
móti hafinu«. Hann var áreiðanlega vanur því að yfir
drífa það sem hann sagði. Þegar hann kvaddi okkur,
sagði hann, »já svo þið eruð úr Reykjavík, þar sem
enginn nær andanum fyrir tópaksreyk, þar sem tíunda
hver stúlka hefur hryggskekkju, eða snert af henni,
þar sem önnur hver er máluð eins og gipsdúkka, þar
sem allir ganga á silkisokkum, ef þeir hafa ráð á því,
og í þröngum fötum sem helst má ekki koma neitt
aukabrot í. ]eg er glaður yfir því, að hafa hitt upp-
skafninga, sem hafa skafið bæjarrykið dálítið af sjer.
Guð blessi ykkur!« Svo hvarf hann. Þegar byrjaði að
falla út daginn eftir, lögðum við af stað og rerum út
Brákarsund. Það var töluverður vindur á norðan, svo
við settum upp seglið, og gekk okkur nú betur að
komast út fjörðinn, en okkur hafði gengið að komast
hann inn, því nú var bæði vindur og straumur með okkur.
Aður en við vissum af vorum við komnir að Höfn,
þar máttum við til að koma í Iand. Húsfrúin stóð á
hlaðinu og veifaði til okkar. Við rendum bátnum upp
í sandinn og gengum heim að bænum, þar fengum
við sömu góðu viðtökurnar og samhygð yfir því, að
við fengum ekki skygni á jökulinn. Þórunn sýndi
okkur klútinn sem hún veifaði með, á honum stóðu
þessi orð: »ísland þig elskum vjer alla vora daga«.
Þarna var staddur Þorsteinn á Grund (við Akranes),
við hann líkaði okkur vel. Meðal annars sagði hann:
»Þó að einhverjir fari á eftir ykkur upp í Borgarnes
á svona bátum, þá eruð þið góð en ekki ill fyrirmynd,
þeir sem drepa sig mega þá fara«. Þegar við höfð-
um verið í tvo tíma, fanst okkur tími til kominn að
halda af stað. Þórunn, Þorsteinn og fleira fólk fylgdi
okkur að bátnum, svo var kvatt og haldið af stað.
Vindurinn var nú kominn á móti, svo að góður byr
befði verið til baka. Við áttum eftir að fara um 20
km að Akranesi. Á leiðinni að Melhólma sáum við
ótal seli, þeir sveimuðu í kring um bátinn, en sumir
sváfu í skerjunum. Við rendum bátnum hægt að einu
skerinu, læddumst að stórum hóp og stemdum mynda-
vjelina, síðan æptum við upp. Þeir hrukku við og
busluðu í sjóinn, með svo miklum gauragangi að
ósjór varð á stóru svæði. Á skerinu hvíldum við okkur
um stund og hjeldum svo áfram, nú gekk okkur bet-
ur yfir Leirárvoginn en á upp eftir leiðinni, það er
að segja við fórum ekki eins hart, en gátum í þess
stað notið fegurðarinnar og verið óhræddir um lífið.
Að Akranesi komum við um kvöldið, en vorum þá
ornir svo þreyttir að við áræddum ekki að fara lengra
um nóttina. Við fengum okkur gistingu á sama stað
og áður. Þegar við vorum komnir í land safnaðist um
okkur stór hópur af mönnum, sem vildu vita hvernig
ferðin hefði gengið, við leystum úr öllum spurningum
þeirra, og síðan báru þeir bátinn með okkur gegnum
bæinn og niður á bryggjuna hinumegin. Við vorum
búnir að róa í 2 daga, að mestu óvanir róðri, og
þegar við frjettum að vjelbátur færi til Reykjavíkur
morguninn eftir ákváðum við að fara með honum.
Við vissuni að það borgaði sig ekki að ofþreyta sig,
en þurfa á kröftum að halda. Við sváfum vel alla
nóttina og vöknuðum kl. hálf átta, báturinn átti að
fara kl. átta. Við klæddum okkur og gengum niður á
bryggjuna, þar voru menn að skipa upp fiski, sem
nefndist háfur. Þeir voru ekkert ánægðir yfir aflanum,
og bölvuðu botnvörpuskipunum, sem dræpu alt ung-
viðið, eyðilegðu fiskimiðin og gerðu sjómennina að
eins óánægða og ósjálfstæða. Nú komu nokkrir far-
þegar og þar á meðal einn hestur. Við komum bátn-
um fyrir á þilfarinu, og eftir stutta stund var lagt af
stað. Veðrið var inndælt, svalur norðangustur og sól-
skin. Á miðri leið bilaði vjelin eitthvað smávegis, hún
var komin af stað eftir hálftíma og gekk vel. Nú
færðumst við nær og nær höfuðborginni og kviðum
fyrir því að fá óloftið í staðinn fyrir hreina loftið ofan í
lungun. ]eg saup kveljur við umhugsunina. Þegar jeg
kem til bæjarins eftir lengri eða skemri útivist, sýp
jeg alt af hveljur við loftbreytinguna. Aldrei finnur
maður það betur, hve holt það hlýtur að vera fyrir
bæjarmenn að fara í nokkra daga út í víða náttúruna,