Óðinn - 01.07.1923, Side 18
66
ÓÐINN
Hans Sigfús Bjarnarson
fyrv. konsúll og kaupmaður.
Hann var fæddur í Kaupmannahöfn 24. sept. 1857,
en fluttist ásamt foreldrum sínum, sýslumanni. Stefáni
Bjarnarsyni og Karen f. ]örgensen, til ísafjarðar 1858,
er föður hans var veitt ísafjarðarsýsla. — Stúdent varð
Hans Sigfús Ðjarnarson.
hann 1880, en cand. phil. 1881, las Iög við Hafnar-
háskóla, en hætti við laganámið, og tók próf við Lanc-
hers verslunarskóla, er þá var í miklum metum. Það
var meining Sigfúsar, eftir prófið að kynnast verslun
í útlöndum, og fór því til Englands í þeim erindum,
en þessar fyrirætlanir hans urðu að engu, aðallega
vegna heimþráar. Hann hafði á stúdentsárum sínum
kynst í Kaupmannahöfn geheimeetatsráði Tietgen, og
formanni Sameinaða gufuskipafjelagsins hr. Koch, og
gáfu þeir þessum unga manni sín bestu meðmæli, sem
sýnir álit þessara miklu manna á Sigfúsi. — Hann
fluttist því alfarinn til íslands og byrjaði verslun á ísa-
firði 28. maí 1885. Á þeim tímum var mjög_erfitt_að
byrja verslun, með því að samgöngur voru illar og
engir bankar að leita til. Það reyndist því erfitt fyrir
efnalitla menn að reka þá atvinnu. Tókst honum samt
sem áður með hygni að koma verslun sinni í sæmilegt
horf, og gætti þess jafnframt ætíð að sníða sjer stakk
eftir vexti. Hann stækkaði verslun sína smátt og smátt
og keypti þilskip, og rak verlun ásamt útgerð þangað
til 1898.
Konsúll fyrir Norðmenn og Svía varð hann 1886
og var það í 25 ár. Urðu margir til þess að sækja
um konsúlsembættið, en hann var skipaður án þess
að hann sækti um það. Við burtför sína úr konsúlatinu
var hann sæmdur Vasaorðunni. Árið eftir að hann
kom til ísafjarðar var hann kjörinn í bæjarstjórn, og
mun hafa setið í henni þrjú kjörtímbil, Hann kom
því til leiðar að aukaútsvörin voru hækkuð á hæstu
gjaldendum bæjarins, og þá fyrst gátu orðið einhverjar
framfarir í bænum, en þar var við ramman reip að
draga, því þeir einir sátu í bæjarstjórn og niðurjöfnun-
arnefnd, sem síst vildu hækkun útsvara. Sigfús gaf
sig lítið að annari pólitík en bæjar-pólitík, jafnvel þó
hann ætíð fylgdi sjálfstæðismönnum að málum, og mun
það hafa komið til af því, að honum líkaði ekki póli-
tíkin eins og hún var.
Sigfús var gleðimaður og var oft glatt á heimili hans,
en á seinni árum dró hann sig í hlje. Var vinsæll
og drengur góður, og vinur vina sinna.
Af systkinum hans lifa Dagmar læknir í París,
Camilla kona Magnúsar sýslumanns Torfasonar og
Pjetur M. Bjarnarson kaupm. Dáin eru: Þorbjörg
fyrri kona Klemensar Jónssonar ráðherra, Björn sýslu-
maður Dalamanna, Benedikt bakari og Þórarinn skip-
stjóri, sem var búsettur í Kaupmannahöfn og er ný-
lega dáinn.
Sigfús var kæntur Ingeborg, dóttur Th. Torstejnsson
fyrrum alþm. ísfirðinga.
a
&
Kveðið við gamla konu.
Nú ertu með nýja-brum
næstum eins og vorið.
Það er orðið úrelt skrum
að ellin þyngi sporið.
Þeim er ellin aldrei þung
æðrulaust sem þreyja;
sálin verður altaf ung
þó annað kunni að deyja.
Fnjóskur.
4