Óðinn - 01.07.1923, Side 22

Óðinn - 01.07.1923, Side 22
70 ÓÐINN Nokkur kvæöi. Eftir Fnjósk. Blóm og blíðmæli. Nú jeg bind þjer blómakrans, blíða vonin stígur dans, því að bæði klapp og koss kosta svona fögur hnoss. Hvarli hik um hugarlönd, horfðu á þennan »Marjuvönd«, því hans töfrablak ei brást, — brunaheita tendrar ást. Og hjerna legg jeg, ljúfa mey, lokk af ungu »gleym-mjer-ei«. Árin skulu ei afmá það, sem ástin hefur fullkomnað. Dysir og draumar. Drauma um dimmar nætur fá dísir til mín seytt, en flýti jeg mjer á fætur, finn jeg ekki neitt. Sje gáski í gömlum mönnum gyðjan mín felur sig; — hún er í eilífum önnum, — önnum að hugsa um mig. Lóuvængjunum löngum, — það litið í draumi hef — veifar hún mjer að vöngum, værast er jeg sef. Til gyðjunnar. Ætt’ jeg ei við basl að búa betur skyld’ jeg að þjer hlúa, góða, litla gyðjan mín! Oftast býrðu út’í horni, að eins litla stund að morgni gefst mjer næði að njóta þín. Feginn vild’ jeg eftir eiga að þjer faðmi snúa meiga frammi fyrir allri öld; búa við þín bestu gæði, — bragarölið þamba í næði — fram á efsta æfikvöld. 2. Mós. 15, 22. Mörg er lífsins ,,/V\ara“, mæða æfikjara, en eitt sem alt fær bætt; það er traustið trúar, sem táraelfur brúar og vonir getur glætt. Ásýnd einatt bliknar, andans þróttur kiknar, bölið er svo beiskt. En beiskja í sætleik breytist, blessun guðs oss veitist, þá gáta lífs er leyst. Ó, stígðu ljett. Ó, stígðu ljett á leiðið mitt, hann liggur hjer und snjó sveinninn með heita hjartað sitt, sem helst til snemma dó. Hold er duft, en dánir sjá um dvalar-lífsins geim; og þekkja okkar æstu þrá og ósk að fylgja þeim. ]eg græt hjer oft við grafarrönd, við grimmlegt sorgardjúp; í fjarska hyllir lífsins lönd í Ijóss og sælu hjúp. • Mitt leitarblys var logheit ást um lífs og dauðast rann. ]eg sá hann ekki, sjónin brást, en sjálfan mig jeg fann. Vorkoman. Norðar og norðar að nema lönd, með nýjum sólgeisla-tígjum, vorgyðjan svífur og voldugri hönd víkur burt hrímkulda skýjum. — Á súgandi flugi sunnan um ver sveipar hún að oss blænum,

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.