Óðinn - 01.07.1923, Side 23

Óðinn - 01.07.1923, Side 23
ÓÐINN 71 sem hugsjóna-auðinn að hjörtunum ber; — til höfundar lífsins vjer mænum. Vængjadyn hennar, — vorsins nið, hina væru og lágu óma, kannast að sjálfsögðu sjerhver við, sem sinnir um helga dóma. Blærinn og niðurinn boða oss vor, en boðorðin jafnframt oss skrifa; Að vaka og starfa með þrek og þor, því það er hið sama og að lifa. * Vinarminning (Þórðar Pálssonar læknis). Eftir Þorstein Björnsson. I. Liðinn ljómi. Þórður Pálsson læknir mun sein-gleymdur mörgum sínum vinum. Hann hafði ýms þau einkenni, sem stirna í augum manna yfirleitt; eigi að eins eins flokks, en allra. Þegar á alt er litið, efast jeg um, að jeg hafi kynst glæsilegra manni, á marga lund. Víst er og að svo muni mörgum fleirum finnast, þótt ei orð á geri. Til þess hafði maðurinn margt. Alkunnastur er hann fyrir sönginn. Fyrir hann kunnur, a. m. k. að nafni, um land alt. Röddin var mikil, mjúk og þýð. Meðferð efnisins skýr og skildjúp. En þó var tvent annað meira um vert í því fari. Annað: að hver taug í sál hans og líkama lagði sig alla fram, þótt ekki syngi hann nema eina smávísu. Var auð- sjeð, að þar ljek honum starf í lundu. Hitt var það, hve næma, glögga og gagnsæja grein hann gerði sjer fyrir hverju atviki, atriði, þætti og þýðingu alls söngs, sönglistar og hljóðprýði. Sál hans var gegnofin af sönglist út f hverja æð og taug. Og af því maðurinn var að öðru prýðilega skýr, og má segja skarpur, — þá ljet honum engu síður að koma tilfinning sinni í form en að nema hana. Því var það í senn hug- þroskandi og list-vekjandi að tala við hann um söng- list yfirleitt, í hverju formi sem vera skyldi. Og þó síst rjett að segja: formi, sem annars er að jafnaði hin eina vitska nærfelt, er söngfróðum og sönggefnum mönnum sýnist leggjast til sinnis og máls. Heldur var honum a. m. k. engu síður eiginlegt og opið »ele- ment« bæði hinn algrípandi andi tóna-sambandanna; sem og það djúp, er þeir eru upp úr stignir. Mætti líkja lögum og söngvum við læki og ár; »músik«-eðl- inu sjálfu við hafdjúpið; en þeim hugarheim, sem það endurspeglar, við himinhvolfið sjálft. Sú sál, sem alt þetta grípur, er fugl og fiskur í senn, — og eru fáar svo viðfeðma eða langskeyttar. Hitt vanalegra, að leggjast í einhvern lækinn, leika þar eftir megni, eða í mesta lagi að kanna hann. — En hinu er vert að gera sjer grein fyrir: að hljómeðlið í heild sinni er Þórður Pálsson. bæði dýpst gagntakandi eðli lífheimsins og tóna-sam- ræmið fjölbreyttasta tegund samræma, sem enn er þekt. Tel jeg því sannan tónsnilling vitrastan allra vitringa, þótt ei hafi aðrar visku-tegundir til gáfna. Því hann hefur gáfuna dýpstu og mestu. En auk þess er það alvitað, að ýmsir mestu vitringar voru manna söngelskastir. — Ei skal jeg lengur um þetta fjöl- yrða. Veit jeg þó ei, hve mörgum af vinum Þórðar var fullkunnugt um þetta djúpa »musik«-eðli hans. En það var einmitt þungamiðjan í öllu hans lífi. Alt annað eins og umgjörð þess. Það er enginn efi á, að menn tóku eftir ýmsum öðrum kostum hans, í brotum. Hefur má- ske fundist líf hans alt í brotum. En að það væri svona samfeld heild, efast jeg um nema fæstir hafi fundið. Annað en söngeðlið hafði hann margt til prýðis, bæði í beinu og óbeinu sambandi við það, og svo sjerstakt. Hann var beint glæsilegur útlits, þótt ei væri mikill vexti. Vöxturinn fríður og aðlaðandi alstaðar,

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.