Óðinn - 01.07.1923, Page 24

Óðinn - 01.07.1923, Page 24
72 ÓÐINN og þó karlmannlegur. Einkennilega »harmoniskur«, eins og sálar-eðlið. Tign og fegurð yfir hverri hreyf- ing, — en þó hvergi tildur nje tilgerð. Viðmótið í senn: milt og mannlegt. Engin veila finnanleg í fasi nje framkomu, alt úrskorið, ákveðið og þó sterklega listrænt. Ðúningur, framgangur, limaburður, Iátbragð og orðafar: alt gegnofið af fegurð, fimleik og drengskap. Nú mun þykja mikið mælt, og (einkum af grunn- huga mönnum) margt til móts fundið. En jeg skal athuga betur. Hver vissi til að Þórður talaði neitt sinn þvert um huga sinn? Oftar hitt: að hann segði allan hug, — sem þó eru talin meðal-hyggindi af hálf-sálum. Vissi nokkur hann neitt sinni viðra sig upp við sjer valdameiri menn? Fremur þá hitt, að hann gæfi skorinorðan dóm um hvern hlut og mann, langt um oftar en ódjarfir kalla ráðlegt. Eitt sinn barst í tal um tignarfjelög eins og Frímúrara. »Mjer væri ómögulegt að vera í svoleiðis fjelagsskap, þar sem persóna einstaklingsins verður að engu«, — sagði hann. Hann þoldi engin bönd. Frelsi, gleði, list og ljómi, þetta alt í samræmi var hans líf. — Hitt er vitanlegt, að úrráðs-atvik og úthliðar-ástæður bönnuðu honum oft og einatt, og stundum ærið frekt, að lifa eftir lundar-nauðsyn sinni. Lífs-atvikin birgðu hann tíðum inni og bljesu þungt á hann, eins og frostbylur og fannkyngi. Svo hann varð löngum tímum saman að lifa á munnvatni sínu, ef til sálarinnar er sjeð. Alt þetta þjáði hann freklega og þyngdi hann niður. — Insta löngun hans var söngur, sem alt hans eðli var gagnofið af. En þess var honum af vangæfu varnað. Hann varð að gegna starfi sem aldrei gegngreip hann. I stað þess að leiftra frá sjer listafrægð í fjölbygðum löndum, með sívaxandi lofstír og ljóma, — dæmdist á hann að ansa hvenær sem væri kvabbi hvers, er það hugkvæmdist, með alls lags kvilla, bágleik og bilanir, er að kynni að bera. Hefur það oft margan þolgóðan þrautreynt, og ekki síst hann, sem var hvort tveggja í senn: manna viðkvæmastur, og þó sfarfinu á marg- an veg frályndur. En að hann reyndi ekki alt af hvað sem hann gat öðrum til líknar, um það hefi jeg engan heyrt efast. Grasreitirnir á hans ævisandi voru þar, sem hann sat með vinum sínum, ýmist á sínu heimili eða þeirra. Annað hvorí söng þá eða hlustaði á hljómleik, ljek á tafl eða spil, sem hann var mesti meistari í, — ellegar hitt, sem engu var síst, að hann ræddi um alþjóðar- mál, list eða lífsspeki, og var hann því nær jafnvígur á öll þessi efni. Hræsni, óhreinleikur og alls lags óheilindi forðuðust hann; enda bandaði hann þeim frá sjer. En allra manna var hann tryggastur við þá, sem eitt sinn náðu samúð hans. Á þessum stundum, og reyndar hvenær sem var, var hann í senn: manna innilegastur og manna hreinlyndastur (hið síðasta þó með eðlisfastri gát og glöggleik). Einstaklega glaður, skarpur, fjörugur, fyndinn og fjölbreyttur. Alt svo vel samstilt, að flestir kusu hans fund, sem þess áttu kost; — og hlaut jafnframt hvers manns virðing og samúð í senn, a. m. k. hvenær sem fundum bar saman, jafn- vel þeirra sem endrarnær sýndu honum beran and- róður. Slíkan svip bar framganga mannsins. Enda hlaut hann allra vinskap, sem sannþektu hann. — Það er oft til þess vitnað að hann hafi bæði verið mak- ráður og nautnagjarn, ekki þá síst til drykkjar. En þar er þess að gæta, að lunderni hans var mjög óvanalega lífsglatt og fjörmikið, svo ekki dugði alt af að halda gæðingnum aftur. (Það eru trunturnar, sem hvorki þora nje geta tekið spretti.) Og þó ljek hann sjer að því að neita sjer um nautna-drykk árum og mánuðum saman. En ekki dugði alla tíð að fergja í sjer sálina. Listéðli hans og lífsfjör lýstu sjer og á ýmsan hátt annan. Á yngri árum var hann íþróttamaður ágætur; en alla æfi manna fimastur á dansgólfi, afbragðs veiðimaður, og snillingur að stýra hestum. Við ýms handtök í lækningum, þar sem listfengi kom til, var hann og frábærlega laginn. — Merkilegra er þó það, að sú tegund læknislistar, sem dýpst greip hug hans, var sálarþekking og hvers konar sálarlækning, eða áhrif eins hugar á annan. Kom þar fram djúpeðli hans og dularskyn. Margt var að honum fundið, og mest af vanþekk- ing. Einkum er hreinlyndi og hræsnisleysi alla tíð út- setið fyrir árásir og ill mál. Þessi maður var hvort tveggja í senn; höfðingi á hverja lund, skrautmenni og tignarmaður í útliti, viðmóti og eðli, og þó um leið svo einstakt ljúfmenni, innilegur, alúðlegur og næmur, — eins og besta barn við móður. Kom þetta þráfalt fram við marga góðkunnuga. — Og því skyldi ekki slíks manns saknað? ]ú, víst er hans saknað af ótal, líklega af hverjum einasta manni, sem eitt sinn þekti hann. Ekki vegna gestrisni hans, greiðasemi og gleði, heldur vegna alúðar hans, einlægni og hreinlyndis, — þar sem karlmanns-tign annars vegar, en einstök ljúf- menska hins vegar, voru hæstu tindarnir. Glæsi- menska, — skarpleikur, smekkvísi, fjölbreytni og fjör — voru umgjörðin utan um innra manninn. En hugar- heimurinn, eða hið andlega lífsloft, var það samræmi, sem fegurstu söngverk heimsins hafa fram knúð (líkt og öldur, sem upp stíga á hafi), og var geisla-vefur- inn á hans andlega himni. —

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.