Óðinn - 01.07.1923, Blaðsíða 25
ÓÐINN
73
— Stundum er sagt, að maður komi manns í stað,
svo þeir fyrri fyrnist og hverfi. Víst stundum. — En
Þórður Pálsson var svo einstakt fegurðar-fyrirbrigði í
voru fámenna fjelagi, að hans mun lengi saknað, eins
og tapaðs hrings eða týnds gimsteins, — af öllum,
sem þektu hann, og ekki eru sálarvana. En fyrst og
fremst og lengst af þeim, sem þektu hann best.
Langlífi er alloft kallað ævi-kostur. En ekki er jeg
á því máli. Hitt meira vert um, að lífið sje fagurt en
langt. — Ævi Þórðar Pálssonar var:
hrað-logandi blys, er brann upp skjótt, — eða:
blæskært stjörnuhrap á bjartri nótt.
II. Minninga-glit.
1. Glæstur lista-gæðingur, — látinn bera tros og
tólg á lestaferð lífsins.
Lang-fáður hljóðvængur hafður fyrir matborð í al-
múgans eldasal.
Silkimöttull að garðúlpu gerður.
Silfurlúður unglingum ljeður til leikfangs.
Blikandi vígsnillings brandur í slíðrum.
Paradísarfugl með blýlóð bundið um vængi.
2. Hann var lang-sunginn hljóðfoss fjöllitu ljóðgliti
slunginn í aldöprum óheyrnar dal.
Óskadraumur æskumanns á einvistar húmþungri
haustnótt.
Konungssonur skiprekinn á eyðiströnd í ómælis
víð-sjó.
3. Hann var: árroði lífsprýði og listar; kvöldroði
kærleiks og gleði.
Kvenvali perla hengd í hjartastað; vinum sínum
hringur á hendi.
Andi hans var Draupnir tignar og tóna.
4. Minning hans er: sívakið vitablik í fjarlægð, með
ótal blævar-brigðum.
*
Kvæði ort eftir t>órð Pálsson lækni.
I.
Sjeð hef jeg á sólargeislum
svífa himinreið,
konungsbörn þar koma að veislum,
kátt er alt á þeirra leið.
En hvað eiga ferðir höfðingjanna
hingað til vor kotunganna?
Söngur og gleði úr sólarlöndum
sækja norðurs til,
krefja oss úr klakaböndum,
kveykja ljós og von og yl.
Þetta eru góðir gestir,
gestir, er vjer þekkjum bestir.
Vel sje þeim, er góðum greiða
götu hjer á jörð,
fegurð inn í lífið leiða,
um lífsins gleði halda vörð,
gera langar leiðir stuttar,
liðnum eru þeim þakkir fluttar.
Þú varst fæddur söngvasvanur,
söngst um Iíf og ást;
hjartagóður, gleði vanur,
gleði, sem þjer aldrei brást.
Því voru góðir þínir fundir,
þeir voru öllum gleðistundir.
t
Þakka þjer, gamli góði bróðir,
gleði og söngva fjöld,
vinir sitja hnípnir, hljóðir,
hjer munu fækka gleðikvöld.
Syngdu á himnum sólarljóðið,
seinna mun jeg ganga á hljóðið.
G. Björnssort.
II.
Hví skyldu aðrir yrkja um þig en ekki jeg?
Við lögðum saman, leiddumst þó um langan veg
með ljetta pyngju, lítinn mal og ljeleg föng;
en það var eins og þreytan hyrfi, er Þórður söng.
Við drýgðum marga dáð á meðan dagur var,
því erfiði og annríki er alstaðar;
en þegar loksins kyrðin kom og kvöldin löng
og hurðir lukust, þá var það að Þórður söng.
Ef sorg og kvíði komu af gangi í kofann inn,
þá greip hann Þórður greitt og stilti gítarinn;
þær illu vættir æddu burt um undirgöng,
því þeim var ekki þarna vært, er Þórður söng.
Það gaf nú stundum illa á í opnum sjó,
er reiður Kári reif og sleit í rá og kló,
og bljes af mætti og beljaði svo buldi röng,
en það var eins og þunga ljetti, er Þórður söng.