Óðinn - 01.07.1923, Page 26
74
ÓÐINN
Og þá er að kveðja og þakka af hjarta, Þórður minn,
því fundutn okkar forlög slitu fyrst um sinn.
En gleðin hún er lífsins besta lyftistöng,
og það kendi enginn þunglyndis, er Þórður söng.
Ingólíur Gíslason.
III.
Þó sofnað hafi söngur þinn,
samt mun hann dáinn eigi.
Vaktur munt þú, vinur minn,
vors á björtum degi. —
Hugsa jeg upp í himininn,
og höfuð mitt jeg hneigi, —
höfuð mitt í kveðjuskyni jeg hneigi.
Snemma gala gaukar,
snemma spretta laukar,
snemma fljúga um himininn hvítir haukar.
í þeirra flokki þig jeg sá;
þú varst að svífa jörðu frá.
Nú verður svalað þinni þrá;
þig munu englar vilja fá,
heim í sönginn, heim í jólasönginn
Ofar stjörnum, ofar sól,
ofar veldi skýja,
þar sem guðleg ást þjer ól
útsýn víða og nýja,
þar er allra þrauta skjól;
þaðan mun sorgin flýja,
þaðan mun hrygð og hleypidómar flýja.
Gefin mun þjer í himis höll
heilög söngsins gígja,
þar sem skáldin önduð öll
óðar hörpur knýja.
Þá mun lifna list þín snjöll
á landinu sumars hlýja,
á landinu þinna ljúfu drauma hlýja.
— Þar gala gaukar,
þar spretta laukar;
hvítir svanir kvaka þar í sefi.
Vaknar sofinn söngur þinn,
og sameinast stefi,
sameinast þeirra stefi.
Ólína Andrjesdóttir.
IV.
My songbird with a soul as true
As ever shone through eyes of blue;
I cannot couple Death with you
So brave and cheery!
So young, so helpful, and so strong,
As full of life as full of song
As birds that warble summer long
And never weary.
The stalwart form, the joyous heart,
The love of nature, sport and art,
From those who knew how sore to part
And never meet you.
The sufferer stretched on bed of pain
A fortune of your presence fain
No more to greet you.
O friend o, singer, »vertu sæll«,
We mourn we mise you all the while
Vour cheery voice, your boyish smile
The love that crowned you.
But bowing to the stern behest
We may not grudge your early rest,
Our Father knoweth, Ioveth best,
His love be round you.
Disney Leith.
s&
Ingibjörg H. Bjarnason.
Hún er fædd 14. desember 1867 á Þingeyri við
Dýrafjörð. Foreldrar hennar voru þau Hákon kaup-
maður Bjarnason, Gíslasonar prests að Söndum í
Dýrafirði og kona hans Jóhanna Þorleifsdóttir, pró-
fasts, að Hvammi í Dölum. 1869 fluttust þau hjón
búferlum til Ðíldudals í Arnarfirði og rak Hákon þar
nokkur ár allmikla verslun ásamt þilskipaútgerð og
búskap. Þóttu þau hjónin samhent í öllu og þeim búnast
vel. En þegar hagur og starf Hákonar kaupmanns
stóð með sem mestum blóma, Ijetst hann (1877) og
skildi eftir ekkju sína með 5 börnum, öllum enn í
bernsku. Alls höfðu þau hjónin eignast 12 börn, mist
7 á unga aldri, 6 stúlkur eg 1 dreng, hafði barna-
veikin, sem þá geysaði hjer á landi, orðið þeim flest-
um að bana. Eftir lifðu 4 bræður og Ingibjörg ein
systra.
Frú ]óhanna sál. ljet sjer óvenjulega ant um að
manna og menta börn sín, og því var það eitt hið