Óðinn - 01.07.1923, Page 27
ÓÐINN
75
fyrsta, sem hún gerði eftir lát manns síns, að fá sjer
góðan heimiliskennara. Valið tókst vel; er það sögn
þeirra systkina, að betri kennari en Páll heitinn Sig-
fússon stud. jur. hafi ekki verið auðfenginn. Kendi
hann börnunum fjóra vetur allar venjulegar barna-
skólanámsgreinar, með ágætu, reglubundu kenslufyrir-
komulagi, og bjó auk þess tvo bræðurna undir lat-
ínuskólanám. Árið 1880 fluttist frú ]óhanna til Reykja-
víkur, en ljet tvö yngstu börnin — Ingibjörgu og
Ágúst — eftir til næsta vors, að hún kom vestur aft-
ur og sótti þau, og ljet um leið ferma dóttur sína að
fengnu aldursleyfi.
Haustið 1881 settist Ingibjörg í kvennaskólann í
Reykjavík, var þann vetur í 3. bekk skólans. Tvo
eftirfarandi vetur naut hún tilsagnar hjá frk. Þóru
Pjetursdóttur, biskups, og nam hjá henni ýmsar kven-
Iegar listir, ásamt ensku, dönsku og teikningu. Minn-
ist Ingibjörg Bjarnason ávalt þeirrar ágætu kenslu,
sem hún naut þar, með vinsemd og þakklæti.
1884 sigldi Ingibjörg ásamt Þorleifi bróður sínum,
sem þá var orðinn stúdent, til Kaupmannahafnar
og stundaði þar nám við framhaldsskóla það ár, en
seint á næsta hausti varð hún að hverfa heim aftur
sökum veikinda móður sinnar. Enn fór Ingibjörg utan
1886 og dvaldi nú í Kaupmannahöfn þar til hún
hvarf heim aftur 1893 og byrjaði þá í Reykjavík á
margvíslegum kenslustörfum.
Árin, sem Ingibjörg Bjarnason dvaldi í Danmörku,
voru náms og starfsár, og lá við að sumum fyndist
hún leggja stund á óþarflega margt. En móðir hennar
leit svo á, að flest af þessu mundi geta komið henni
að haldi einhverntíma í lífinu, ef hún ætlaði að starfa
á íslandi, — en það var eindreginn vilji frú Jóhönnu
sál. að börn hennar störfuðu öll hjer heima, ef þau,
eins og hún komst að orði, »yrðu nokkurs nýt« og
mun hún hafa ráðið miklu um að börn hennar settust
öll að hjer heima að enduðu námi.
Ðrátt þótti bera á því hve Ingibjörg Bjarnason
væri lagin til kenslu, enda reyndist hún nemendum
sínum, þeim er dvöldu hjá henni um nokkurt skeið,
ekki síður sem vinur en kennari. 1901 fór Ingibjörg
enn til útlanda, og ferðaðist nú víða um og kynti sjer
skólahald í Þýskalandi og Sviss. Kom svo heim aftur
seint um haustið 1903 og starfaði þá næstu ár við
Barnaskóla Reykjavíkur og kvennaskóla. Þegar for-
stöðukona kvennaskólans, frú Þóra Melsteð, ljet af
því starfi, 1906, tók Ingibjörg Bjarnason við forstöðu
þess skóla. Skólinn var þá, að vísu, í fjórum deildum,
eins og nú, en húsakynni voru þröng og óhentug, og
ekki mun ofmælt, að það hafi mikið verið fyrir dugn-
að og áhuga hinnar nýju forstöðukonu, að skólinn
fluttist 1909 í nýtt hús, sem bygt hafði verið með þarfir
hans fyrir augum. Qat nú skólinn rúmað tvöfaldan
nemanda fjölda, móti því sem áður var; auk þess var
komið á fót hússtjórnardeild við skólann og heima-
vistum fyrir 18 bekkjarnemendur. Gerðist nú skóla-
heimilið fjölment og forstöðukonustarfið varð um-
svifamikið, en skólinn fjelítill og allir kennarar aðrir
en forstöðukona hússtjórnardeildarinnar tímakennarar.
Þó var það fyrst á stríðsárunum, þegar að þrengdi
frá öllum hliðum, að forslöðukonan sýndi best hve
----------------------------------------22J
Ingibjörg H. Bjarnason.
hún var starfi sínu vel vaxin. Þá var það ekki vanda-
laust að stýra gegnum örðugleikana, og mundu fáir
þá hafa tekið Ingibjörgu Bjarnason fram að ráðdeild
og samviskusemi. Iðulega hefur Ingibjörg farið utan
síðan hún tók við forstöðu skólans og oftast í þeim
erindum að kynna sjer eitt eður annað, er að upp-
eldis- eða skóla-málum lýtur, til að notfæra það við
starf sitt hjer heima. Aldrei mun hún hafa sótt um
eða fengið opinberan styrk til náms eða ferðalaga og
haldið því lítt á lofti, sem hún hefur lagt í sölurnar
í þessu efni, og sjeu launakjör forstöðukonu kvenna-
skóla Reykjavíkur borin saman við laun annara skóla-
stjóra, virðist það fremur hafa verið ástin á starfinu
en launin, sem unnið hefur verið fyrir.
Þegar konur fengu stjórnfarsleg rjettindi með stjórn-
arskránni frá 19. júní 1915, þótti mörgum vel til fallið
að þessa væri minst, og varð það til þess að Lands-
spítalasjóðurinn var stofnaður, og að konur hafa síðan