Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 30
78
ÓÐINN
janíu. Hann er kvæntur norskri konu, sem Laura heitir,
fædd Uchermann, og eiga þau tvö börn, Gunnar og
Bergljótu, sem bæði eru nú stálpuð, og er Gunnar
fæddur í Prússlandi, en Ðergljót í Hollandi. í Krist-
janíu hefur Finsen haft ofan af fyrir sjer með blaða-
mensku og hefur verið í ferðum suður um Evrópu
fyrir norsk blöð. Einkum er það frjettaritun, sem hann
hefur tamið sjer, en annars er honum vel sýnt um
margt, sem að blaðamensku lýtur.
Sí
Læknishjálp.
Saga.
»Sjáið þið til, eg skal segja ykkur það alveg eins
og það gerðist alt saman«, sagði Sveinn gamli, »fyrst
ykkur langar til að heyra það. ]á, við hefðum auðvitað
haldið áfram þá um kvöldið yfir heiðina, enda þótt
bæði veður og færð væri vont, grábölvað að heita
mátti, ef hann Sigurður á Fjalli hefði ekki orðið las-
inn og stöðugt farið versnandi. Við hjeldum fyrst að
veðrið hefði lagst í hann, sjáið þjer til, með gigt, því
hann versnaði eins og það versnaði, hann hafði ein-
hvern streng eða sting í maganum, hægra megin,
sem kom með köstum. Og svo færðist yfir hann mátt-
leysi, svo fjandalegt að hann gat varla haldið sjer uppi
á löppunum, við reyndum að leiða hann til skiftis,
hálfbárum hann í ófærðinni. Það gekk seint. Og þegar
við komum að sæluhúsinu á Skessulágar-ási, þá fór
hann að kasta upp og æla«. —
»Guðmundur á Hóli var svo sem eins og fyrir okk-
ur, því bæði var Guðmundur elstur okkar, og svo var
hann líka maður sem mátti treysta, hann Guðmundur
sálugi, jeg held það. Þá segir Guðmundur, þarna sem
við stóðum í kafaldinu undir kofavegnum og vissum
ekki hvað til bragðs skyldi taka: »Þessi skratti dugar
ekki«, segir Guðmundur, »við verðum að fara hjer inn
og sjá hvort þetta líður ekki frá«. Við höfum víst allir
verið að hugsa um það sama, því, sjáið þjer til, það
var bersýnilegt að maðurinn var fárveikur«.
»Sigurður hafði hnigið niður í snjóinn upp við vegg-
inn, og stundi við. Ekki af því Sigurður væri neinn
kjarkleysismaður, síður en svo væri, burðamaður á
besta aldri, þrekmaður til sálar og líkama. Jötunmenni
og fjármaður annálaður, enda átti hann ekki langt að
sækja burðina — afi hans var Þórarinn sterki á Eyri,
sem barði á Flöndrurum með rekaviðartrje tólf álna,
sjáið þjer til, og sagt hann hafi drepið ellefu. Nei, það
leyndi sjer ekki að Sigurður var lasinn þá um kveldið*.
»Svo fórum við að bjástra við að ná hurðinni frá hús-
inu, það ætlaði ekki að ganga greitt því hjarn hafði lagst
upp að henni, og hún var blýföst oní því öllu, við
pjökkuðum og pjökkuðum, og jeg held það hafi ekki
alt verið fallegt sem við sögðum. Mig minnir að hann
Páll í Koti tæki upp í sig við það tækifæri. En
Sigurður lá á meðan og ýmist svitnaði eða skalf.
Veðrið var líka ekki gott, eins og jeg drap á áðan,
hríðarveður og var að hlaupa í gadd upp úr krapa-
drullu, sem verið hafði þá um daginn, og sem hafði
bleytt okkur alla nema í fæturna, því við vorum allir
vel skinnsokkaðir og skóaðir. En nú var það alt að
klambra og frjósa utan á okkur, og kom mest við
Sigurð, sem lá þarna og velti sjer, mann-ánginn, sjáið
þjer til«.
»Loksins náðum við kofanum opnum, og drösluðum
Sigurði inn. Hann, kofinn meina jeg, eða sæluhúsið
eins og hann var og er vanalega nefndur, var ekki
stór, ja nei — nei, en þar var bálkur upphækkaður
eftir endilöngu húsinu, en renna fyrir framan dyra-
megin, mjó. Hey var á bálkinum, til notalegheita, og
ruddum við því mestöllu inst á hann, og lögðum
Sigurð í það. — Komum okkur svo fyrir á bálkinum,
þegar við vorum búnir að loka hurðinni og ganga
frá öllu. Við vorum sex saman þarna, Sigurður,
Guðmundur, Palli, Andrjes í Skor, Árni í Neðrakoti
og jeg. Alt voru það bændur nema jeg, sem þá var
vinnumaður hjá honum sjera Sigfúsi sáluga á Hofi«.
»Sjáið þjer til, það hefir víst einginn þurt að nota
húsið þann vetur, enda var ekki langt af honum liðið,
því bæði kertin þessi tvö, sem hreppssnefndin ljet þar
á hverju hausti, og eldspýturnar, voru á sínum stað,
ósnert. Við brugðum upp ljósi, si-svona á meðan
við vorum að athuga okkur, eins og gengur, en
slöktum það svo strags þegar við vorum búnir að
koma okkur fyrir, því ekki mátti eyða því til óþarfa,
eins og gefur að skilja, og vera ber. Var þá koldimt
inni, því þótt gluggi væri á húsinu, þá var engin rúða
í honum, heldur troðið upp í hann torfusnepli, gaf
hann því enga birtu, eðlega. Enda var nú orðið dimt
úti, þar að auki«.
»Það fjell eins og mók og værð á Sigurð, þegar
hann var lagstur fyrir þarna í heybingnum þar sem
betur fór um hann. Hann var þó slæmur, það heyrð-
um við, hann var að smá-röfla einhverja bannsetta
vitleysu, hafði held jeg hálfgert óráð, eða rugl sem
kallað er, æ-jaði stundum og var á sífeldu iði. Þá
segir Andrjes, sem liggur næstur honum: »Geturðu