Óðinn - 01.07.1923, Page 31

Óðinn - 01.07.1923, Page 31
ÓÐINN 79 ekki legið kyr«, segir Andrjes; »jeg get ekki blundað fyrir þessu iði«, svo sem hann kveður á. Sigurður eins og hálfraknar við og jeg heyri, að hann hálfrís upp. — »Heldurðu að jeg geri það að gamni mínu«, segir hann. »0, það getur nú annars verið«, segir Andrjes, og eftir það fórum við að tala saman. Við heyrðum nú að Sigurður var fárveikur. »Þetta er held jeg akkúrat það sama sém drap hann Ólaf heitinn á Hamri í haust«, segir Páll. »Það byrjaði svona; jeg held jeg muni það, við vorum að gera yfir hrútakofann hjá honum, þá segir hann alt í einu; »Mjer er að verða ilt«, og fer heim. Það fór með hann á þremur dögum, jeg held jeg muni það«. »Ekki segi jeg að það hafi farið með hann«, sagði Guðmundur. Sjáið þið til, Guðmundur á Hóli, sálugi vildi jeg sagt hafa, var maður sem mátti treysta, bæði til sjós og lands. Afbragðsgætinn maður og víðlesinn fræðimaður. Hefði gamli Antonsen verið lifandi þá geri jeg ráð fyrir að Ólafur væri lifandi enn. Hafið þið ekki heyrt hvernig hann fór að því þessi nýi læknir?*. »Sjáið þjer til, menn þögðu nú við, og enginn sagði neitt, nema Sigurður auminginn var að kveða vísu í óráðinu. Við höfðum auðvitað allir frjett eitthvað um dauða Ólafs, sem várð mjög fljótlega eftir að læknir- inn kom til hans, Guðmundur vissi það áreiðanlega alt, því hann sótti lækninn og var viðstaddur alt saman. Þess vegna þögðum við nú og vorum forvitnir að fá greinilegar frjettir af því, hvernig dauða Ólafs hefði að höndum borið«. »Guðmundur þegit* um stund, og við þegjum allir þarna í myrkrinu. Það var auðheyrt á hvassviðrinu og hríðarrokunum, að veðrið var stórum að versna, því lík ólukkans læti! Andrjes segir: »það var annars hepni« segir Andrjes, »að þetta kom fyrir með hann Sigurð, eg held að við hefðum aldrei haft það yfir skarðið móti þessu veðri«. Hann var heldur grunn- hygginn maður Andrjes, en annars besta skinn og dugandi maður, hugdeigur þótti hann þó löngum og var það held jeg, matmaður í meira lagi, sjáið þjer til. Við ljetum sem við heyrðum þetta ekki«. »Eins og þið vitið, sótti jeg lækninn«, sagði Guðmundur, »ekki vantaði það, fljótur var hann til og ekki hlífði hann klárunum, fremur en hann er vanur. Hann spurði mig á leiðinni, hvort við værum vitlausir að sækja ekki lækni fyr og var hinn versti; jeg sagði honum að við hefðum nú fengið meðöl hjá honum Þorkeli fyrst eins og venja væri til, en þá bara sló hann í Sóta, og hjelt jeg þó að ekki þyrfti að hvetja Sóta, síst á heimleið í rifa-færi. Jeg hefi aldrei vitað aðra eins fantareið. Jeg var að reyna að draga aftur af, en þá sneri hann við og sló í undir mjer, það hefir enginn boðið sjer að gera, hvorki fyr nje síðar. Enda fór að síga í mig, en ekki ljet jeg á því bera að sinni. — Það var komið kvöld þegar við komum að Hamri, og inn veður Sigurjón, læknirinn. Ólafur sýndist mjer þá skárri, að vísu og sönnu hafðist ekki orð úr honum eftir það, líklega af því hann hefir verið orðinn talsvert þjakaður, en dauðalegur sýndist mjer hann ekki, ef jeg má nokkuð segja um hvað mjer virtist«. »0, ætli það sje ekki nokkuð óhætt að fara eftir því sem þjer sýnist«, sagði Páll og spýtti út úr sjer skroinu. Sjáið þjer til, jeg man vel það sem skeði þessa nótt. Páll spýtir út úr sjer skroinu og bítur í aftur. »Nei, þjer sýndist hann ekki dauðalegur«, segir hann«. »Jeg sá auðvitð að hann var þjakaður«. sagði Guðmundur, »en sem sagt, dauðalegur sýndist mjer hann ekki vera þá stundina. Læknirinn var fjárans illilegur, meðan hann var að athuga Ólaf, hann sagði ekki orð. Og þegar hún Guðrún auminginn, konan, spurði hann hvernig honum litist á, þá bara hristi hann höfuðið og sagði ekkert. Mjer datt þá, piltar, Antonsen gamli í hug, sá hefði ekki verið lengi að sjá og segja hvað að Ólafi gekk. Ekki lengi að átta sig á því, blessaður öðlingurinn. Þar var nú ekki stórbokka- skapurinn og stoltið. — En þessi læknir, þessi ungi læknir, hann fer nú í tösku sína, og tekur upp úr henni glas með einhverju kolsvörtu í og gefur Ólafi inn«. »Úr glasinu?« segir Andrjes, »kolsvörtu? Hver andskotinn heldurðu að það hafi verið?« »Það er ekki mitt að dæma um það«, sagði Guð- mundur, eftir drykklanga stund, »en Ólafur var skilinn við eftir klukkutíma. Mjer virtist alltaf draga af honum eftir inntökuna, að mínu áliti verkaði hún þannig á hann. Og það versta var, að mjer fanst læknirinn nærri því hróðugur yfir öllu saman á hlaðinu, þegar við vorum að fara af stað. »Þarna sjáið þið«, sagði hann, og sneri sjeri snúðugt að mjer, »hvað þessi heimskulega skottulækna hjálp ykkar gerir að verkum. Hefði jeg verið sóttur nógu snemma, er líklegt að manninum hefði batnað, nú var alveg vonlaust um það þegar jeg loksins kom«. Þetta sagði hann, og svo þeysti hann af stað eins og óður maður. En eins og jeg sagði, þá virtist mjer Ólafur ekki dauðalegur þegar við komum«. »Heldur þú« — sagði Páll, en hikaði við. »Jeg held ekkert«, sagði Guðmundur, »en þið hafið kann-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.