Óðinn - 01.07.1923, Síða 32

Óðinn - 01.07.1923, Síða 32
80 ÓÐINN ske ekki heyrt það sem jeg ætla nú að segja ykkur. Það sagði mjer það maður, sem ætti að vita það, og sem ekki fer með fleipur, svo framarlega sem jeg þekki menn. Þarna úti í Kaupinhöfn er það svo, þegar þeir útskrifast þessir nýmóðins læknar, þá kalla kennararnir á þá inn í dimma stofu, og hvísla þar nokkru að þeim. Og það er, að þeir hafi fulla heim- ild til þess að stytta mönnum aldur ef sjerstakar ástæður eru fyrir hendi, til dæmis engin lífsvon, til þess að losa sjúklingin við óþarflegar kvalir og dauða- stríð. ]eg hygg að jeg fari með rjett mál, cg satt, en mjer finnst auðvelt að beita þessu valdi óleyfilega, þegar svo ber undir, Ekki þyrði jeg að trúa þessum körlum fyrir mjer og mínum«. »Sjáið þjer til, við höfðum nú allir heyrt söguna áð- ur um það, að læknirinn hefði drepið Ólaf, en viljandi hjeldum við ekki að hann hefði gert það. — Þorkell heitinn, hómópati, sagði það sjálfur, svo jeg heyrði, að Ólafur mundi hafa lifað, ef læknirinn hefði aldrei komið, svo það var enginn vafi talinn á því«. — »Meðan Guðmundur var að segja seinustu orðin heyrðist mjer, jeg lá fremstur, næst dyrunum, einhver koma við hurðina. Og rjett um leið og hann slepti orðinu, heyrðum við að sagt var fyrir utan: »það eru einhverjir hjer inni og hafa spert fyrir hurðina«; svo var hrópað utan úr hríðinni: »opnið þið« og við þekt- um allir að það var Nikulás á Móum sem kallaði«. »Sjáið þjer til, það eru nú liðin, bíddu við, tuftugu og sjö ár síðan þetta bar við, en jeg man það samt eins vel og það hefði skeð í nótt. — Já, jeg held jeg muni það sæmilega, jeg hefi alltaf þótt heldur minnugur, þótt jeg segi sjálfur frá; sjera Sigfús sagði líka stundum, oftar en einu sinni: »þú ert skýrleiks piltur, Sveinki, og óhætt að treysta minninu þínu«, sagði sjera Sigfús sálugi á Hofi, jeg var þá vinnu- piltur hjá honum, kom þangað ungur. Lán var það og mildi að lenda hjá þeim öðlingi, enda hafa sumir sagt að jeg hafi kunnað að taka á móti þeirri fræðslu, sem hverjum einum var þar heimil«. »Nú-nú, við heyrum allir að það er Nikulás á Móum, sem inn vildi komast. Nikulás heitinn var löngum í ferðalögum, dugnaðar ferðamaður og oft fenginn í það, en þungur til annarar vinnu, gigtveikur þegar hann sat um kyrt, búnaðist illa. Hann fór til Ameríku og deyði þar. Jeg ligg fremstur á bálkinum næst dyrunum og varð því til að taka spýtuna frá hurðinni. Hríðar-gusan stóð þá inn í húsið. Niknlás rekur hausinn inn, og segir: »sælir, piltar, hverjir eru hjer«, spyr hann. Guðmundur segir: »FIýttu þjer inn, Lási, og lokaðu hurðinni, hjer er veikur maður!« segir Guðmundur, rjett si-svona. »Það er gott« segir Niku- lás, »því jeg er með lækninn*. Hann átti ekki við, sjáið þjer til, að það væri gott að Sigurður var veikur, heldur hitt, að læknirinn var þar kominn. Svo hvarf hann út aftur, og jeg hallaði aftur hurðinni á meðan«. »Jeg get ekki neitað því að mjer varð hálfbylt við þetta, og jeg heyrði að þeim varð það líka hinum, útaf þessu, sjáið þjer til, því eins og jeg sagði yður áðan vorum við einmitt að tala um lækninn rjett áður. Jeg heyrði að Andrjes bölvaði, svona í hljóði og skikkanlegheitum þó, og svo fóru þeir að tala saman í hálfum hljóðum hann og Palli. En Guðmundur settist upp og það rumdi í honum eitthvað; það var, skal jeg segja ykkur, aldrei góðs viti þegar rumdi í honum Guðmundi sáluga. Honum var þá eitthvað niðri fyrir, gamla manninum. Það vissum við, sem þektum hann«. — »En það leið ekki á löngu áður en einhver kom að hurðinni að utan, og fór að káfa um hana og reyna að finna snerilinn. Jeg opnaði og inn skríður lækirinn. Auðvitað sá jeg ekki þá hver hann var sem inn skreið, því það sá ekki handaskil inni í kofanum«. »Gott kvöld, góðir menn«, segir hann, og inn skríður Nikulás á eftir honum, og gefur mjer á kjaft- inn með olboganum, óvart auðvitað, um leið og hann þrengir sjer fram hjá mjer. Ojá, jeg held jeg muni sæmilega það sem skeði nóttina þá. »Nú«, segir læknir, þegar hann er kominn inn »hafið þið enga ljóstýru að bregða upp, góðir hálsar«. »Kerti er hjer«, segir Guðmundur, »en við erum nú ekki að eyða því í óþarfa*, segir Guðmundur. »Auðvitað ekki«, segir læknir, »en gott væri að þið kveyktuð á því meðan jeg er að ná af mjer mesta snjónum. Það er ilt að hann bráðni allur inn í fötin«. Það var nú orðið fjárans þröngt í kofanum, og verst þótti mjer að Nikulás var kominn upp í bælið mitt allur fönnug- ur og klömbrugur eins og svín, jeg segi það rjett eins og það var, þótt hann sje nú dauður hann Niku- lás sálugi*. »Guðmundur kveykti nú, en allir þögðu á meðan, nema Sigurður ræfillinn, hann raknaði nú við úr dáinu eða mókinu, rjett einu sinni enn, og fór að væla og kúgast, hefir víst orðið óglatt aftur, en kent til við spenninginn. Þegar birti, sá jeg í fysta sinn lækninn, hann var kubbaralegur maður, harðneskju- legur eins og nagli, oftast, þjer þekkið hann nú lík- lega, hann er núna þarna syðra, kennari við háskól- ann. Hann leit snöggvast yfir hópinn, og rýndi inn í hornið þar sem Signrður lá, en jeg tók eftir því að

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.