Óðinn - 01.07.1923, Page 45
ÓÐÍNN
93
Það ljóma upp heiðloftin fegurðarfull,
af flugeldum hrapandi stjarna,
og gullsnældu norðursins undinn er af
sá iðandi þráður með regnbogalitum,
sem verður að sveimandi vitum
um vetrarins bláa haf
og rúnum í himinsins ritum.
Og frostið er nístandi. Nepjan er höld
að norðan — hún vangana stingur sem þyrnir,
en likt og á heilsteyptan heimsálfuskjöld
á hjarnið og ísana stirnir,
og hreint eins og bergvatn er heiðloftið kalt
og heilnæmt að draga það niður í lungu,
og talað með eldlegri tungu
er tápið í lifandi alt
og eldmóður vakinn í ungu.
í norðri er sál mín á flugi og ferð,
hún fær sjer úr ísglösum tunglsljóssins veigar
með norðljóss og heiðríkju hátíðarverð
hún hunang úr frostrósum teigar;
hún kannast við vordögg í klakanum blám,
hún kennir í hyllingu fallandi strauminn
og vatnstrengjagaldurinn — glauminn
í glæstum og leystum ám, —
þar dreymir mig fegursta drauminn.
Pollurinn.
Á stöðvunum sömu enn samur og jafn
hjer siturður, hvað sem er þitt nafn,
þú vilpunnar volgi, kyrri
við óræktar lægsta og elsta stig,
með illgresi og sveppi kring um þig,
svo fúltþefjandi sem fyrri.
Og upp úr þjer gufar eiturloft,
um opinn, slýgrænan forarhvopt,
sem jafnvel hetjur hræðast,
og flugurnar tímgast tvítugfalt
á tungu þjer og vörum — alt
sem eitraðast er og skæðast.
Og út af því verður ekki breytt,
þó í þig sje hreinum straumi veitt, —
hann verður sem þú að vera.
En af því svo leið þín lyktin er
og lífinu stafar háski af þjer,
menn forðast þig fram að skera.
Sálirnar fundust.
Andvarinn strauk kinn mína.
Þá hugsaði jeg til elskunnar minnar. — ]eg rjetti út hend-
urnar til að faðma hana og þrýsti henni að hjarta mjer. ]eg
fann að hjarta hennar talaði við mitt og sagði: ]eg elska þig,
vinur minn.
]eg tók hana í faðm minn í kvöldhúminu, og sjá, það varð
bjart umhverfis okkur, því að sál mín sá ljóma allt um kring.
]eg sá dýrðlegar hallir og skrautbúið fólk. ]eg heyrði söng,
svo undurfagran, og ómurinn var sem mörg hljóðfæri væru
samstilt. Alt loftið ómaði af glöðum röddum, sem allar sögðu:
Hún elskar þig.
Mjer fanst jeg hvíla á mjúkum svæflum og líða burt til
sólar og sælu.
Hún kysti mig og sagði: Yertu sæll, hjartans vinur.
Hún var farin.
Það var haust og myrkur. — Harðir klettar, þar sem áður
voru mjúkir svæflar.
Söngurinn var dáinn út í fjarska. — ]eg heyrði suðið og
hvininn í vindinum, veinið í frostköldum stráunum.
Nóttin grúfði yfir, auð og döpur. — Hún var farin, sem gaf
lífsins Ijóma. Kærleikans sól hafði horfið sýnum. Sjá, alt var
orðið að svartri nótt.
En jeg lifi í þeirri von, að aftur verði bjart, að við fáum
að sjást aftur og vera æfinlega saman. J. Sv.
Sl
Glampar
eftir G. Ó. Fells.
Til óðdísarinnar.
]eg sá hvar hún beið mín með bros um hvarm,
svo blíðlegs, að undrum sætti.
Hún rjetti mjer dáfagran, dúnmjúkan arm;
sem draumsýn fögur mig kætti,
með hrífandi fögrum hörpuslætti!
Hún hefur altaf verið mjer vel.
Þó viki hún burtu stundum,
er bliknaði himinn og boðaði jel,
þá bar saman okkar fundum.
Þá flutti' hún mjer ilm úr frjóum lundum!
Og er ekki von að mjer verði það á
mig við henni stundum að gefa,
er hnppir hún við mjer, með bros á brá,
og býðst til flest mótlæti að sefa,
og tekur jafnframt af allan efa?
Mjer jafnan sem ástmey hún skartar og skín,
í skrúðklæðum, dýrum og völdum.
Hún var oft hin einasta ununin mín
í andblástri lífsins köldum.
— — Og sjálfsagt lengi við saman höldum.