Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 46

Óðinn - 01.07.1923, Qupperneq 46
54 ÓÐINN In memoriam. I myrkri og kulda jeg sólina sá í samúð og mildi þinni. Og ilgeislum stafaði oft þjer frá, sem ornuðu barnslund minni. Og þess vegna hugsa jeg helst til þín í hlýjunni. — þegar sólin skín! ]eg flúði svo oft í þitt friðarskjól, er frumhlaupa’ eg iðraðist minna; þar veitti mjer Ijett bæði sumar og sól og svölun og huggun að finna. Þú sagðir að jeg væri saklaust barn, — að sönnu dálítið villugjarn! Að öllu því góða, er í mjer bjó, með ástúð og rækt þú hlúðir. Og með okkur sundur og saman dró, en samt þú mjer altaf trúðir. Það kallaði á mig með kærleiksraust og knýjandi afli þetta traust! « * * Að illgresi sje jeg, segið þið! þið sjálfir Drottins hveiti! og þó finst mjer ykkur ei vandfarið við mjer vera að neinu leyti. Því ykkar kreddur jeg einskis met, og engu trausti jeg brugðist get! Nú sje jeg á ýmsum yglibrún, sem andlegra kenna þrifa. En dáin er löngu og horfin hún, sem hjálpaði mjer að lifa. ]eg vissi áður, alt hold er hey, en — hjartað á ódauðlegt „gleym-mjer-ei“! Þitt „gleym-mjer-ei“ var þín göfga sál, í garðinum Eden sprottin. Þú talaðir englanna tungumál; þú túlkaðir sjálfan Drottin. ]eg færðist guðs hjarta og himni nær, en heimi í návist þinni fjær. Og kvöldið. er dauðinn kom til þín, var kyrð og þögn yfir bænum. Og alheiminn dreymdi um undur sín, og andvari leið frá sænum. En dauðinn — hann gaf þjer blðan bíund; —-- þú blíðkaðir jafnvel hans grimmu lundl Við andlátsfregn. Trúðu ekki, barn, á hverful heimsins gæði. Hlátur þinn beytist máski í sáran grát. Oðar en varir lýkur lífs þíns kvæði, leikinn á dauðinn! þú ert bráðum „mát“! Blekkingaþoka, byrg ei sjónir lengur. Brestu nú sundur, falski vonastrengur! velli að og kynda feigðarbál. Ramman og veikan raunir ýmsar hrella. Reyndu að vitkast, blekta, hrygga sál! Ovitahjal er alt þitt vonaskvaldur. Orðugur viðfangs reynist lífsins galdur! Hinn þyrsti. Hann sífelt Ieitaði að svalalind, en samt hann fann ei neina. Hann orðinn var sem vönkuð kind, en var þó æ að reyna. Loks friðarlyfið fjekk ’hann þráð; því frekar þorstinn olli, að honum fanst dýrðleg Drotfins náð að drekka úr forar-polli! Tvœr stefnur. Það eru' oftast uppi stefnur tvær, þótt ýmsum heitum megi nefna þær. Onnur máske afbragð var í gær, en — ekki nú, í dag, hún gagnað fær. Hin það sjer, að nú er dagur nýr, og nýjar kröfur, breytta hagi’ ei flýr. Og þegar dagsbrún hefjast tekur hýr í henni sjer hún drauma’ ng æfintýr! Hún fagnar ljósi, fyllist djarfri þrá. Hún fjötra brýtur alla’, er lama og þjá. Og hiklaust knýr ’hún dyr ’hins óþekta’ á. Að ending mun hún fullum sigri ná! Vögguljóð Sofðu, sofðu, góði! ' A svæfil legðu þína kinn. Ofurlitlu Ijóði lauma jeg í drauminn þinn, stúfur litli, stúfur minn! Hugsjónanna hallir hvelfist yfir þig í nótt. Draumaálfar allir eiga þjer að færa gnótt sælu og friðar. Sofðu rótt! Þegar eykst þjer aldur áttu, Iitli vinur minn, lífs að læra galdur. Leiki við þig heimurinn í vöku’ og svefni, vinur minn! Heimshyggjan. Ekki skulum við skamma vort hold, nje skíta út hinn jarðneska dróma; Við vitum þó ailir, að mykja og mold er móðurskaut jurta og blóma! Altaf er dauðinn vini vora að fella Prentsmiðjan Gutenberg. — 1923.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.