Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 1
i
ALÞINGI VERDUR
SETT A NORGUN
NÝKJÖRIÐ ALÞINGI Jíemur
saman á morgun, og verður 84.
löggjafarþing þjóðarinnar. Mæta
þingmenn ásamt ráöherrum og for
seta íslands til guðsþjónustu í Dóm
kirkjunni klukkan 1,30 og mun sr.
Óskar J. Þorláksson predika.
Að lokinni guðsþjónustu verður
gengið í þinghúsið og setur forseti
íslands þingið. Þá tekur aldursfor-
seti við stjórn, en hann er nú Ól-
afur Thors, forsætisráðherra. —
Liggur fyrst fyrir afgreiðsla á
kjörbréfum, en til að fjalla um þau
skiptir þingið sér í þrjár
kjördeildir og athugar hver kjör-
bréf annarrar. Ef að líkum lætur,
verður fundi frestað, þegar kjör-
bréf hafa verið athuguð, en ekki
er búizt við neinum erfiðleikum
varðandi þau. Komið liefur fyrir,
að deilur um kjörbréf hafa stað-
ið dögum saman, til dæmis 1956,
er átök urðu um uppbótarþing-
sæti Alþýðuflokksins vegna kosn-
ingabandalags við Framsóknar-
flokkinn.
Venja er að kjósa forseta þings-
ins og nefndir sameinaðs þings á
öðrum fundi þess.
Ekki er vitað um forföll í liði
þingmanna. Koma nú til starfa 9
þingmenn, sem ekki áttu sæti á
siðasta þingi, þar af þrír sem al-
drei hafa setið á Alþingi fyrr.
Þeir eru: Matthías Bjarnason, S.,
Sverrir Júlíusson, S. og Ragnar
Arnalds, Alþbandal. Þá hafa þrír
þingmenn ekki verið kjörnir þing
menn fyrr, en hafa mætt sem
varaþingmenn oftar en einu sinni.
Framhald á 10. síðu.
Veðurstofa
á Golfskála-
hæðinni?
Reykjavík, 8. okt. — IIP.
Veðurstofan hefur fengið vil-
yrði hjá Reykjavíkurborg fyrir
Ióð undir nýja Veðurstofu á Golf-
skálaliæðinni nálægt Öskjuhlíð.
Veðurstofustjóri sagði í viðtali viff
blaðið í dag, að í tvö ár hefði
verið leitað eftir fé til að hefja
framkvæmdir, en það hefði ekki
enn fengizt, og væri því of
snenunt að segja nokkuð' um það,
Framh. á 5. síðu
Gamanleikurinn „Flónið”
verður frumsýndur í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld. Þetta á-
gæta leikrit eftir Achard,
hefur verið sýnt víða um
heim viff miklar vinsældir.
í aðalhlutverkum eru þau
Kristbjörg Kjeld og Rúrik
Haraldsson. Leikstjóri er
Lárus Pálsson. Þessi skemmti
lega mynd er af Kristbjörgu
í lilutverki sínu.
Reykjavík, 8. okt. — GGm
ALMENNA Byggingafélagið hef-
ur með liöndtim undirbúnings-
vinnu að nýrri höfn við EUiða-
vog í Reykjavík. Unnið var að því
í sumar, að gera berggrunnsdýpt-
armælingar þar inn frá. Mælingun-
um er nú að mestu lokiff og er
niðurstöðunnar af þeim að vænta
mjög bráðlega, „og getum við þá
farið að ákveða hvar ' við setjum
höfnina niður,” sagði. Ögmundur
Jónsson, verkfræðingur hjá Al-
menna byggingafélaginu, er blað-
ið ræddi við hann í gær.
Ögmundur skýrði svo frá, að
Jarðboranir ríkisins hefðu séð um
mælingarnar á Elliðavogi fyrir fé-
lagið, og fengið til þess viðbótar-
tæki til að nota í sjó.
Tæki þau, sem notuð voru við
mælingarnar, eru eins konar berg-
málstækni. þ.e.a.s. það er skotið úr
tækinu, sem síðan tekur við berg-
máli frá föstum botni.
Almenna byggingarfélagið hef-
ur áður gert rannsókn þarna inn
frá með öðrum tækjum, og þegar
niðurstöður mælinganna í sumar
liggja fyrir, verður unnt að fara
að vinna úr öllum þeim gögnum,
Miami, Florida 8. okt. (NTB-Reut.)
Fidel Castro forsætisráðherra
Kúbu var nækri ^rukknaður í
dag á ferð sinni um héruð þau á
er fyrir liggja og koma sér niður
á hvar ákjósanlegasta stæðið er
fyrir hafnarbakka, hafnargaröa og
annað það, er við eina höfn þarf
að vera, og ekki síður hve langt
niður er hægt að leyfa sér að
fara niður með járnþil, sem reka
þarf niður vegna smíði liafnar-
mannvirkjanna.
austanverðri Kúbu er fellibyfur-
inn Flóra hefur lierjað á. Vatna-
bíllinn, er hann var í, sökk en far
þegar björguðust aöeins fyrir það
að' nokkrir bændur köstuðu til
þeirra böndum. Farþegarnir náðu
í land, rétt áður en bíllinn sökk.
Að minnsta kosti ellefu Kúbu-
menn hafa farizt af völdum íelli-
bylsins Flóru. Kjöt- og grænmet-
isskömmtunin í Havana hefur.ver-
ið skorin niður um helming. Héjl-
brigðisyfirvöldin í Haiti tilkvnntu
á þriðjudag að vitað væri með
vissu um 2500 manns er farizt haía
þá af völdum Flóru. Talan er ekki
endanleg og er sennilegt að sú
tala sé 3—4 þúsund manns.
Viff fyrstu sýn mætti ætla, aff myndin hér til hliðar væri
af tveimur Marzbúum effa geimförum effa einhverju slíku. —
Hvort svo er eða ekki, kemur í Ijós þegar blaðinu liefur verið
flett og komið er að baksíðunni.
WtWWWWHWWHVWMVWWWWWMHWHWWWV
Fidel Castro var
nær drukknadur
Hafnarmælingum
við Elliðavog lokið