Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 3
Bandarísk hveiti- sala til Rússlands Washington, 8. okt. NTB-Afp. Kenncdy forseti mun líklega tilkynna á blaðamannafundi á niorgun, miðvikudag, að hann hafi leyft sölu á verulegu magni af liveiti til Sovétríkjanna. Góðar heimildir skýrðu frá því, í dag, að allar líkur bentu til þess, að ameríska ríkisstjórnin myndi leyfa kornsölu þessa, rétt eins og Kanada hefur gert. Talið er, að hin sovézlcu korn- kaup muni nema um 250 milljón- um dollara, en ekki liefur þó fengizt opinber staðfesting á þessu í Washington. Ekki er held ur ljóst við hverju verði kornið verður selt. Bandaríska innanlands verðið á skeppu er tveir dollarar en heimsmarkaðsverðið er 1.40 dollarar. Ymsir þingmenn í Was- hington vilja að ríkisstjórnin krefjist hæsta verðs, því að sala á heimsmarkaðsverði þýði í raun inni að bandaríski ríkiskassinn styðji hin sovézku kornkaup. Blönduósi, 8. okt. — GH-HP. Tíðarfar er sæmilegt eins og er. Snjórinn að mestu liorfinn úr út- sveitum, en inn til dala er þó enn nokkur snjór. Margir áttu eftir að taka upp kartöflur hér um slóðir, þegar ill- viðriskastið kom, og er viðbúið að þær hafi þá viða skemmzt í görð- um í frostinu. Slátrun stendur yf- ir á Blönduósi. Stokkhólmi, 8. október. (NTB). DICK HELANDER BISKUP var í dag yfirheyrður í fjórar klukkustundir um meðferð hans á ýmsum ritvélum, sem skipta meginmáli við endurupptöku máls hans við Hæstarétt Svíþjóð- ar. Biskupinn er orðinn 67 ára gamall og er nú sem fyrr ákærð- ur fyrir að hafa skrifað níðbréf um keppinauta sína um bisk- upsstólinn á ritvélar þessar. í fyrri réttarhöldunum gat hann ekki nægilega gert grein fyrir allri þeirri margbrotnu og dul- arfullu verzlun og feluleik er hann lék með ritvélar þessar á sínum tíma. Ekki tókst honum heldur að skýra þessi mál betur nú, svo nokkru næmi. Síðastliöinn föstudag varð að fresta réttarhöldunum vegna iasleika Helanders. I dag hafði hann náð sér nokkuð en var þó fölur, grár og gugginn. Saksóknari tók verulegt tillit til heilsu- fars hans og var hann aðeins yfirheyrður 45 mínútur í senn en fékk að hvíla sig í 15 mínútur á milli. Er réttarhöldunum lauk í dag, var Helander yfirkominn af þreytu. New York, 8. okt. NTB-Reuter. Paul-Henri Spaak utan ríkisráðherra Belgíu, hinn þekkti leiðtogi jafn- aðarmanna, sagði í ræðu í dag, að óafsakanlegt væri að vísa á bug tilboðum Krústj- ovs um friðsamlega sam- búð austurs og vesturs. Ræðu þessa flutti hann á Allsherjarþingi SÞ og fékk dunandi lófaklapp fyrir. -------—. * ----------- ' Belgrad, 8. október. NTB-Reuter. Nokkurra sterkra jarð- skjálfta varð I dag vart í Skoplje, og eru þeir taldir liinir mestu síðan jarðskjálft arnir miklu í sumar lögðu borgina að mestu í rústir. Að þessu sinni skemmdust mörg hús að nýju en fólk æddi skelfingu lostið út á götur og burt úr borginni. London 8. okt. (NTB-Reuter). Hinn frægi dálkahöfundur Cassandra í Lundúnablaðinu Daiiy Mirror skrifar í dag að hinir öldnu stjórnmálal'eið togar de Gaulle, Macmilían og Adenauer hafi ekki lært að draga sig út úr pólitík með sæmd. Um de Gaul'le scgir hann, að hann nálgist endalokin með hroka er feng ið gæti sjái'fan Napóleon til að roðna, Adenauer geri eft irmanni sínum stórum erf- iðara fyrir en nauðsynlegt sé og Macmillan íni sjálfan sig, félaga sína og þjóð með því að sitja áfram. Jöfnun heimsgæða stærsta verkefnið New York, 8. okt. (NTB). „Við krefjumst ekki í dag hehn boða af ríkisstjórn Suður-Afríku til að rannsaka ríkjandi ástand, sem er vel þekkt, heldur stjórn- málalegs fráhvarfs frá kynþátta- aðskilnaðinum,” sagði Halvard Lange, utanríkisráðherra Norð- manna í stjórnmálaumræðum Alls herjarþingsins í dag. ,,Suður- Afríka verður að hverfa frá þving MACMILLAN London, 8. okt. (NTB-Reuter). Harold Macmillan forsætisráð- herra var í dag lagður inn á sjúkra hús, þar sem gerður verður á hon- um uppskurður. Fregnir um þetta komu mjög á óvænt í Bretlandi. Nú stendur yf- ir í Blackpool flokksþing íhalds- manna og átti forsætisráðherr- ann að halda þar ræðu á laugar- dag, en af því getur nú ekki orð- I unarkenndri fyrirætlan sinni um ! stofnun Bantustan (einangruð af- ■ rísk svæði), skiptingu landsins, j til virðingar fyrir mannréttindum og grundvallandi frelsi. Ef teikn ! eru á lofti um slíka stefnubreyt- ingu yrði lieimboði vel tekið og fagnað, og ég er viss um að sér- hverri sanngjarnri beiðni urn að- stoð vegna erfiðleika breytinga- i tímans, annað hvort frá SÞ eða Á SPÍTALA ið. í þeirri ræðu mun hann hafa ætlað að gefa yfirlýsingu um það hvort hann héldi áfram að vera höfuðleiðtogi brezka íhaldsmanna eður ei. Macmillan er nú 69 ára gamall. Hann þjáist af sjúkdómi í blöðru- hálskirtlinum og verður væntan-^ lega skorinn upp á fimmtudag. í forföllum hans gegnir Butler vara- forsætisráðherra embættisstörf- um Macmillans. einstöku aðildarríki, yrði vel tek ið,” sagði Lange. Hann hóf máls með því að segja að afstaða Noregs til kynþáttaað- greiningar og nýlendustefnu væri vel þekkt. Á síðustu mánuðum höfum við lagt fram sjónarmið okkar í Suður-Ródesíu-málinu í Öryggisráði SÞ og jafnframt höf- um við tekið þátt í samþykkt á- lyktana um hinar portúgölsku ný- lendur í Afríku og kynþáttastefnu Suður-Afríkustjórnar. Við hljótum að vona, sagði H. Lange ennfremur, að ríkisstjórn Suður-Afríku geri það í eigin þágu að taka tillit til þeirra al- varlegu aðvarana, sem Öryggisráð- ið beindi til hennar vegna þessa máls í ágúst í ár. Við biðjum þessa ríkisstjórn eindregið að að breyta stefnu sinní í átt til frjáls, lýðræðislegs þjóðfélags er veitir öllum íbúum Suður-Afríku sambærileg lífskjör og rétt til gð búa saman í friði og hamingju án' tillits til kynþáttar og trúar- bragða, sagði hann. En lialdi rík- isstjórnin áfram að framfylgja Framh. á 15. síðu. Per Hækkerup, utanríkis ráðherra Dana, fékk mörgr mikilVæg loforð af hálfu- Efnahagsbandalagsnefndar- innar á fundi, sem stóð í fimm klukkustundir, í dag. Nefndin viðurkenndi að Danir ættu í alvarlegum drfiðleiikum hvað sner'jjr úijflutnjng á landbúnaðar- vöru. Hún kvað sig fúsa til þess að íhuga hvaö hægt væri að gera tif þess að hjálpa Dönuni. Bæði Hækkerup utanrík isráðhenra og fulltrúar nefndarinnar kváðu viðræð ur hafa verið mjög jákvæð- arl. Dan(r voru mjög á- nægðir með viðræðurnar. Hækkerup vildi ekki skýra frá efni dönsku tillögunar til lausnar vandamálum Dana að svo komnu máli. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. okt. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.