Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 7
í>AÐ var stórt skref stigið, þegar Verkamannaskýlið nýja var tekið í notkun og hið gamla fjarlægt. Sumir voru þeirrar skoðunar, að óþarfi væri að byggja svo glæsi- legt hús yfir verkamennina við höfnina, en sem betur fer voru þeir ekki margir, sem þannig hugsuðu. Blaðamaður og ljós- myndari frá Alþýðublaðinu brugðu sér niður í Hafnarbúðir, en svo heitir nýja verkamannaskýlið, og ræddu smástund við verkstjórann, Harald Hjálmarsson. Hvenær tókst þú við rekstri verkamannaskýlisins, Haraldur? — Það var árið 1958, en þá var það enn á gamla staðnum. — Hann mátti missa sig? — Já, svo sannarlega. Það var ekki mannabústaður. Sumir voru þeirrar skoðunar að þessi nýi stað- ur væri of „fínn”, fyrir verka- mennina, þeir myndu ganga illa um, en raunin er önnur. Vitanlega þarf maður að brýna fyrir mönn- um að fara úr yfirhöfnunum, eða vinnugallanum, en ég get ekki kvartað, umgengnin er yfirleitt prýðileg. — Er ekki algengt að menn reyni að „blanda” hér inni? — Það er furðu lítið, þó kemur það fyrir, en ég er fljótur að fjar- lægja slíka menn. — Oft þurft að hringja á lög- regluna? :— Sára sjaldan, þó hefur það komið fyrir, en ég er nú orðinn þjálfaður í að fleygja mönnum á dyr, ef þeir eru með einhver ó- læti. Þeir bregðast ekki allir vei við, ef maður rekur þá út og hóta jafnvel að kæra mig fyrir borgar- stjóranum. Þeir þykjast margir vera innundir hjá honum, þegar þeir eru „komnir í kippinn”. Flest- ir þessara manna koma til mín aft- ur, þegar runnið er- af þeim og biðjast- afsökunar. — Það hefur gengið á ýmsu? — Það má nú segja, en ég tel mig hafa sloppið vel frá þessu, ég hef aldrei fengið klögun. Þeir menn, sem þennan stað stunda, eru flestir ágætir, þó að stund- um séu þeir stóryrtir á milli. En smárifrildi er bara til að styrkja vinskapinn. Mér finnst satt að segja bezt að umgangast verka- menn af öllu því fólki sem ég um- gengst. — Hvernig gengur svo rekstur- inn? — Satt að segja er reksturshalli á húsinu, en hann stafar af því, að takmarka verður verðið á þeim hlutum sem fást hér, en aðsókn hefur verið mjög dræm að gisti- herbergjunum. Nýtingin á þeim hefur ekki verið nema 40% frá áramótum. Þetta hefur skánað svo- lítið eftir að síldarvertiðinni lauk, en var mjög dræmt í sumar. — í hverju liggur það? — Helzt býst ég við að það liggi í því að fólk sé hrætt við höfnina og haldi að hér hljóti að vera. órólegt, en ég get fullvissað þig um, að þetta er einhver róleg- 1 asti staðurinn í bænum. Það kom HARALDUR HJÁLMARSSON : — Herbergin tóm í mesta ferðamannastraumnum. fyrir í sumar, að hér voru öll her-1 bergi laus, einmitt þegar mest var j ferðamannaumferðin. Vísir sagði i einu sinni í sumar, að fleiri hundr- | uð manns væru á götunni, en þá var einmitt laust hér. Ég hringdi því í ferðaskrifstofurnar og spurð- ist fyrir um þetta. Þeir könnuðust ekki við þessa frétt Vísis, en það mun hafa verið um pokafólk að ræða. Hins vegar var mikið um það að ferðamenn borðuðu hér og það var lika pokafólk í þeim hópi, en ég held að það fari ekki á svona staði til að gista. — Hér eru rekin almennings böð? — Já, vissulega, en slík böð er ekki hægt að reka með hagnaði. Böðin, sem voru hérna úti í göt- unni, svonefnd Hafnarböð, voru alltaf rekin með tapi, enda fengu þau styrk. Verðið er það sama hér og það var þar, enda verða menn að fá að þrífa sig fyrir lítið. Er enginn styrkur veittur til reksturs þessa staðar? — Nei, enda er ég að gefast upp á þessu. Þó svo að ég hafi húsnæð- ið frítt með ljósi og hita, þá er ekki hægt að reka staðinn halla- laust. Ekki vil ég heldur taka upp skömmtunaraðferðina, þó svo að menn hafi verið að benda mér á hana, mér finnst ekki hægt að skammta þeim mönnum, sem erf- iðisvinnu stunda. Við rekum hér sjómannastofu, en hún mun vera sú eina í heiminum, sem ekki nýtur opinberra styrkja. Þetta hús er dýrt í rekstri en ekki er hægt að hækka vcrðið á matnum, þar sem LISTASAFNIÐ OG MYNDLISTIN ÆVINTYRI íslenzkrar myndlistar gegnir mikilli furðu. Frumherjar | hennar á nútímavísu eru sumir j nýdánir, en margir enn lífs — og vinna nýja og fræga sigra. Og þróun myndlistarinnar hérlendis : á þessari öld sætir miklum og góð- um tíðindum í sögu islenzkrar j menningar. Vissulega kemur manni jafn- an listasafnið í hug, þegar myndlistina ber á góma. F.iölmargir innlendir og er- lendir gestir sækja það heim ár hvert, og vinsældir þess með þjóð- inni munu óvefengjanlegar. Samt dylst engum, að safnið er ennþá hvorki fugl né fiskur. Því hefur verið búinn samastaður til bráða- hirgða í liúsakynnum þjóðminja- safnsins, en þar fær það engan veginn notið sín vegna þrengsla. Meginatriðið varðandi framtið safnsins, vöxt þess og viðgang, or að byggt verði yfir það veglegt hús, þar sem þróun þess geti orðið með eðlilegum hætti. Væri vel til fundið, að það yrði gjöf þjóðar- innar handa sjálfri sér í tilefni af tuttugu ára afmæli lýðveldisins næsta ár. Þá ætti að hefjast handa um byggingu hússins, en smíði þess að verða lokið eftir fimm ár, þegar liðinn er fyrsti aldarfjórð- ungurinn frá stofnun lýðveldis- ins. Vonandi fjallar næsta aiþingi um þetta mál og gerir þessa hug- mynd að veruleika. Listasafninu er nú svq þröngur stakkur skorinn, að margar ágæt- ustu myndirnar í eigu þess munu sjaldan eða aldrei til sýnis. Þær kúldast i geymslu viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár í stað þess að gleðja augu þeirra, sem heimsækja safnið. Hér mun og koma til greina tregða forráða- listamanna, sem fram úr skara eða mesta athygli vekja, en þær eru bráðnauðsynlegar til að kynna íslendingum þróun myndlistarinn- ar og afreksmenn hennar. Mun þetta hlutverk listasafnsins hafa gleymzt með öllu eftir að mennta málaráð lét af yfirstjórn þess og hún var fengin núverandi safnráði í hendur. Menntamálaráð stofnaði á sín- um tíma til yfirlitssýninga á verk- í HEYRANDA HLJÓÐI eftir Helga Sæmundsson manna safnsins að skipta um lista- verk á hæfilegum fresti og kannski einsýni í vali, þegar til er breytt, enda virðast ófrjóar deilur ís- lenzkra myndlistarmanna um stefnur og vinnubrögð einhvern: veginn þrengjast inn um veggi safnsins eins og nuþnt* 'ktlIdi: rjOg! svo hefur safnið vanrækt undan- farið að sinna því hlutverki sínu að efna til yfirlitssýninga á mál- verkum og höggmyndum þeirra um viðurkenndustu myndlistar- manna okkar eins og til dæmis Ás- gríms Jónssonar, Jóhannesar S. Kjarvals, Gunnlaugs Blöndals, Júií önu Sveinsdóttur og Svavars Guðnasonar. Ennfremur var í ráði slík sýning á málverkum Jóns ®&fáftl!éróftdij;íí!'liiefiiíí'¥f ^ttfæðís- afmæli hans, en hún fórst fyrir vegna vanheilsu listamannsins. Virðist nú sjálfsagt, að ráðizt verði í yfirlitssýningu til minning- ar um Jón á vegum listasafnsins. Sömuleiðis ætti Jón heitinn Þor- leifsson sannarlega skilið minning arsýningu. Og betur hcfði sýning- in á málverkum Nínu Tryggvadótt- ur sómt sér í salarkynnum lista- safnsins en Listamannaskálanum, þó að framtak Félags ísl. mynd- listarmanna sé stórþakkarvert fyrst listasafnið bregzt skyldu sinni í þessu efni. Heildarsýning- ar á verkum íslenzkra myndlistar- manna á borð við Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jón Engil- berts, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason, Snorra heitinn Arin- bjarnar og jafnvel Sigurð Sigurðs son og Kristján Davíðsson, þótt ungir séu, væru einnig skemmti- lega tímabærar. Myndhöggvarana Ríkarð, Ásmund og Sigurjón nefni ég ekki í þessu sambandi, þar eð safninu mun ofvaxið að sýna verk þeirra, svo að gagni komi. Loks færi vel á því, að listasafnið reyndi að kynna fulltrúa yngri kynslóðar ! íslenzkra myndlistarmanna með samsýningum. Erlendar listsýn- ingar v.erður svo safnið skilyrðis^i laust”tíðl¥á fíift^að' <Jðru^,'hvCTTU. Ella erum við ekki menningar- Þjpð. Listasafninu ber tvímælalaust að sýna opinberlega á nokkurra Framh. á bls. 10 þeir menn, sem borða hér, era þeir lægstlaunuðu. — Mér er sagt að hér borði margt skrifstofufólk? — Það er nú aðallega í kaffinu, sem það kemur og þá venjulega eftir kl. 4, svo það ætti ekki að vera fyrir. •-*- Svo eru hér herbergi til leigu? — .Tá, við liöfum 9 herbergi tij leigu, 4 einsmanns, 1 tveggja manna, 1 þriggja manna og 3 fjögurra manna. — Hvað er verðið? — Rúmið kostar hundrað krón- ur yfir nóttina. Einsmannsher- bergin kosta kr. 150.00 yfir nótt- ina og er þá sama þó um hjón sé að ræða. Annars vilja margir vera giftir. Hingað kom, til dæmis, eitfc sinn kona og bað um herbergi fyrir sig og manninn sinn, en þegar tiJ kom þá þekkti ég manninn, en hann hefur alla tíð vetið ógiftur. Talssvert er um hópa sem gista hér, til dæmis gisti skipshöfnin ai' færeyska skipinu sem fórst við Grænland, hérna hjá okkur. Mér þótti athyglisvert að skipstjórinn vildi ekki gista í einsmannsher- bergi. Hann sagðist vilja vera i fjögurra manna herbergi, til að geta spilað við strákana.. Ég er hræddur um að ekki myndu allir skipstjórar haga, sér svona. — Fá menn að vera úti eins lengi og þeir vilja? — Mikil ósköp, já, já. Það er ekki hægt að loka menn úti, til. dæmis sjómenn, sem sjaldan koma að landi og skreppa út að' skemmta sér. Máske koma þeir seint og þá verða þeir að fá að sofa í þeim rúmum, sem þeir erit búnir að greiða fyrir. — Ilvað varst þú lengi til sjós, Haraldur? — Ég byrjaði 1929 i desember, þá fjórtán ára gamall. Þá var ég' ráðinn á gamla, Gullfoss, en harnt, sigldi milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar. Á honum var ég svo i eitt og hlft ár, en þá fór ég á fiskiskip og var á þim til 1958, þegar ég tók við Verkamannaský'L- inu, að frádregnum tveimur<ú*g Mðlfú 'ái'i,' sem, ég var á grjót- hrúgunni suðurfrá, en það. eri* einu árin sem ég sé eftir. Það eina sem hélt manni svo lengi þar var kaupið. Nei, á, Keflavíkurflugvelli var ekki gaman að vera. R.L. ALÞÝÐUBtAÐIÐ — 9; okt. 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.