Alþýðublaðið - 22.10.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 22.10.1963, Side 3
WHWWHWWMWUHWWMWWWWWMMWW*WUWWWMWUWMMM*iW*iWW1 í DAG hefja Bandaríkjamenn miklar heraefingar, og fela hær m. a. í sér sendingu 16 þúsund hermanna og flug- manna frá Bandarikjunum til Þýzkalands, þar sem hermenn- irnir taka þátt í æfingum á veg- um NATO. Herflutningar þess- ir taka þrjá daga. Meðfylgjandi kort sýnir standa í eina viku. Að svo búnu „loftbrúna” yfir Atlantshaf, en hermennirnir verða fluttir flug leiðis frá herstöðvum í Texas. Aldrei áður hafa landherinn og flugherinn í Bandaríkjunum sent eins mikið lið rnanna yf- ir hafið. Heræfingarnar í Þýzkalandi verður hergögnum bandarísku hersveitanna komið fyrir í vopnageymslum í Evrópu þar sem þau verða höfð til taks ef þeirra kann að verða þörf í framtíðinni og síðan halda her mennirnir aftur flugleiðis til Texas. Washington, 21. okt. Iþar á meðal eldflaugar er útbúa má með kjamlilöðum, væru á leið til amerískra herdeilda í Ev- rópu og á Kyrrahafssvæðinu. IDNNEMAÞINGID * Framh. af 16. síðu bandinu, enda þótt þeir væru í miklum minnihluta á þinginu, en samkvæmt lögum Iðnnemasam- bandsins á það að vera ópólitískt. Pólitískt ofríki kommúnista í stjórn sambandsins kom fram strax í fundarbyrjun, þegar þeir beittu sér gegn því, að fulltrúar iðnnemafélagsins í Hafnarfirði fengju setu á þinginu, án þess að tilgreina nokkra ástæðu fyrir því. Kjörbréf þeirra voru þó sam- þykkt af meirihluta fundarmanna. Annað var það, að inntökubeiðni frá nýstofnuðu félagi iðnnema í Safnið kaupir skjaldbökuna Reykjavík, 21. okt. — G.G. SÚ Iandsfræga sjóskjaldbaka, er bóndi og sonur lians fundu á floti á Steingrímsfirði norður fyrir eigi allöngu, var um helgina höfð til sýnis almenningi í höfuð- stað landsins og segir Vísir, að færri hafi komizt að til að sjá ltana en vildu. Skjaldbökuliróið er nú geymt í einu fyrstihúsa bæj- arins, en nokkurn veginu mun ör- uggt, að Náttúrugripasafnið muni kaupa gripinn. bifvélavirkjun í Reykjavík fékkst ekki tekin fyrir til afgreiðslu í þingbyrjun. Úrskurðaði gamla stjórnin, að inntökubeiðnin skyldi tekin fyrir seinast á þinginu und- ir liðnum: Önnur mál á dagskrá. Seinni daginn kom stjórnin fram með þá fullyrðingu, að einn full- trúanna úr Hafnarfirði mundi einnig vera skráður félagi í prent- nemafélaginu í Reykjavík og krafðist þess, að allir iðnnemarn- ir frá Hafnarfirði yrðu gerðir brottrækir af þinginu. Eftir að þetta ofríki stjórnarinnar kom fram á þinginu lögðu margir full- trúar til, að það yrði rofið og boðað til annars þings, og yrði þá búið. að úrskurða kjörbréf full- trúa. Úrskurðaði formaður sam- bandsins, að með því að sam- þykkja slíka tillögu væri verið að brjóta lög Iðnnemasambandsins, og náði tillagan ekki fram að ganga eftir þennan úrskurð. Þeg- ar svo var komið málum, gengu allmargir af þinginu, þar sem þeir töldu það með öllu ólöglegt. Iðn- nemar, sem voru komnir til þings- ins, urðu meira en lítið undrandi á því, að stjórn sambandsins og fulltrúar frá aðeins einu félagi, skyldu beita slíkum yfirgangi til að viðhalda pólitískum yfirráð- um í sambandinu. Auk kjörinna fulltrúa á þinginu var þar stadd- ur erindreki Sósíalistaflokksins, sem virtist stjórna þessu pólitíska ofríki sambandsstjórnarinnar. Sagt er, að margar eltíflaugar af gerðinni Sergeant er skjóta má um 120 km. vegalengd eigi að fara til Evrópu og nýjar gerðir eldflauga sem ekki er hægt að útbúa með kjarnhlöðum verða fluttar til Evrópu og Kyrrahafs- svæðisins. Auk þessa verða flutt ýmis fleiri vopn m. a. eldflaugar og á allt þetta að þéna tU þess að auka vopnamagn bandaríska hersins og bæta „gæði” þess. 240 bandarískar herflugvélar standa nú tilbúnar til flugs á fimm flugvöllum í Bandaríkjun- um. Munu þær í nótt flytja til Vestur-Þýzkalands heila herdeild manna og eru þeir 14.500 tals- ins. Með heræfingu þessari á að sýna hvers Bandaríkin eru megn ug, ef ráðizt verður á banda- menn þeirra. Vélar þær, sem not- aðar verða til flutninganna eru þotur af gerðinni C-135, er flutt geta 75 manns og útbúnað þeirra, C-130 og Globemaster. Varahermálaráðherra Banda- ríkjanna, Rockwell Gilpatricks hef ur tilkynnt að æfingar þessar muni sýna, að Bandaríkin gæti minnkað mjög herlið sitt í öðrum löndum án þess að það þurfi að þýða minnkandi varnarmátt ■ á viðkomandi stöðum. Talsmaður vestur-þýzka vam- armálaráðuneytisins tilkynnti í dag, að ráðuneytið hefði snúið sér til bandaríska hermálaráðu- neytisins og spurzt fyrir um það, hvað lægi að baki orða vara- hermálaráðherrans. Robert Mc- Namara hermálaráðherra og aðrir forsvarsmenn ráðuneytisins hefðu fullvissað ráðuneytið um það, að ekki væri neitt samband milli æf- ingarinnar og hugsanlegrar minnkunar herafla Bandaríkj- anna erlendis. Sovét varar við kjarnher tM%MWWWWWMMMMWWMWWWWW*W>WMWWWMWWMWW*MMMMIWW»W>W» IViestu herflutning- ar á friðartímum Moskvu, 21. okt. NTB-AFP. Það gæti haft alvarlegar afleið- ingar ef teknar yrðu upp að nýju viðræðurnar nm marghliða kjarn her NATO í Evrópu, segir í opin- berri yflrlýsingu frá sovézku rík- isstjóminni er TASS-fréttastofan birti í dag. Segir þar, að allar nndirbúningsviðræður vestra um þetta mál séu í beinni mótsögn við anda Moskvu-sáttmálans um bann við tilraunasprengingum. Maður getur ekki annars vegar lýst sig fúsan til baráttu fyrir friðnum í heiminum og hins veg- I ar gengið til móts við vestur- þýzku hefndarseggina og fullnægt löngun þeirra til kjamvopna með því að afhenda þau NATO-her er opna mun dyrnar að kjarnvopna- birgðum fyrir vestur-þýzku hern- aðarseggina, segir í yfirlýsing- unni. í yfirlýsingunni segir ennfremur að Sovétstjórnin hafi opinberlega aðvarað bandarísku stjórnina við þeim hættulegu afleiðingum, sem frekari útbreiðsla kjarnvopna getur haft. Forystumenn Sovét- ríkjanna hljóta að taka ttl athug- unar þær alvarlegu afleiðingar sem það myndi hafa, ef áður- nefnt gerðist og hvað gera yrði í slíku tilfelli Sovétríkjunum og bandamönnum þeirra til verndar. Samningurinn um tilraunabann skapaði heppilegt andrúmsloft til leitar að lausnum á öðrum vanda- málum er hafi getað haft í för með sér stríðshættu. Sovétríkin vilja gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að notfæra andrúmsloft til að tryggja friðinn, seglr þar. Það er því þýðingarmest af öllu að forðast allt það er getur gert þýðingarmiklum samningum öll- um þjóðum til heilla, erfiðara fyr- ir segir að lokum. , Alvarlegt slys í Árnessýslu Reykjavík, 21. okt. — KG. Vestan við Þingborg í Árnes* sýslu varð 12 ára gömul telpa fyrir Volkswagenbifreið á laugar- dag. Hún tvíbrotnaði bæði á fætl og hönd, vinstra megin, og fékk einnig önnur meiðsli. Stúlkan var ásamt föður sínum og öðrum manni að reka hesta eftir veginun* og var rétt komin á leiðarenda, þegar slysið vildi til. Klukkan var um 6 og byrjað að bregða birtu, auk þess sem rigning var og slæmt skyggni. Stúlkan var fyrst flutt á sjúkrahúsið á Selfossi og síðan á Landspítalann í Reykja- vík. Bifreiðin var á töluverðri ferð og skemmdist nokkuð, meðal annars brotnaði framrúða og bretti beyglaðist. Skammt þarna frá var ma'ður í bíl og mun hann hafa séð slys- ið, en þegar lögreglan kom á staðinn, var hann farinn. Eru það vinsamleg tilmæli frá lögreglunni að hann gefi sig fram annað hvort hjá lögreglunni á Selfossi eða í Reykjavík. Erlend herskip nær- göngul v/ð sænska Stokkhólmi, 21 okt. (NTB). Erlend herskip, einkum þó kaf- bátar, hafa mikinn áhuga á Sví- þjóð sagði talsmaður sænska her- ráðsins í dag. Síðustu mánuðina hefur í hverri viku frétzt um nær- göngula kafbáta. Þýðviðri er sagt rikja úti í hinum stóra heimi en í Eystrasalti færast herveldin í auk- ana, sagði Skoglund ofursti í dag. Að vísu er hér yfirleitt um æf- ingar að ræða sagði hann en ekki verður framhjá því komizt að kaf- bátarnir reka njósnir við strendur Svíþjóðar. Fyrir fjórtán dögum síðan sást kafbátur á miðju æfing- asvæði flotans við vesturströndina, fyrir nokkrum mánuðum síðan sá fiskibátur kafbát við suðursti-önd Svíþjóðar, í fyrra kastaði leitar- flugvél sprengjum að kafbát er sást á æfingasvæði flotans við Got- land. Skogland ofursti sagði í fyrir- lestri á sunnudag að ekki aðeins væru það Sovétríkin er rækju njósnir í Eystrasalti heldur líka Vestur-Þýzkaland og önnur NATO lönd. Reykjavíkurflot- inn er á förum Reykjavík, 21. okt. — GO. REYKJAVÍKURBÁTAR búast nú sem óðast á síld. Rifsnes var að taka nótina um borð í dag og fer út á morgun, ef veður leyfir. Svo mun og um fleiri. Þorsteinn þorskabítur fór út síðdegis í dag til leitar, en hann kom á laugar- daginn vegna einhverrar bilunar á tækjum. Eftir því, sem.blaðið gat fregn- að sannast, fann hann litla síld, aðeins nokkuð magn út af Jökli, þar sem bátarnir liafa verið að undanförnu. Skipstjóri og leitar- stjóri á Þorsteini þorskabít er Jón Einarsson. Vetrarsíldveiðarnar byrja nú nokkru fyrr en í fyrra, en þá seinkaði þeim vegna verkfalla. Nú hefur þeim hins vegar seinkað nokkuð vegna stöðugra illviðra, sem hafa gengið að undanförnu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. okt. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.