Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 6
I ÞEIR RÍFAST Á LATÍNU I
Fransfeur 'ríkisráffs iíarf, Pi
erre Dumas, hefur Ijóstrað
opp því Ieyndarmáli, að ráð-
hcrrafumlir frönsku stjórnar
innar fari iðulega fram á iat-
ínu.
Þeir eru nefnilega ekki svo
fáir frönsku ráðherrarnir,
sem eru vel að sér í þessu sí-
gilda tungumáli. Skulu hér
nefndir nokkrir þeirra: Jean
Foyer, dómsmálaráðherra,
Louis Joxa, embættismála-
ráðherra Pompidou, fórsætis-
ráðherra. O g sjálfur de
Gaulle er enginn eftirbátur
hinna í latínunni. Hann vitn-
ar í Cæsar í ræðum sínum
eins og ekkert sé.
Dumas lét þcss einnig getið,
að tveir ráðherrar, sem fjalla
um tæknileg mál, hafi verið
heldur slakir I latínunni, en
séu stöðugt í einkatímum og
fari fram með hverjum degi
sem líður-
— Hvað sjálfan mig snert-
ir sagði Dumas að lokum, —
þá stend ég ágætlega að vígi.
Dóttir mín er nefnilega komin
í menntaskóla og ég held mér
í stöðugri þjálfun með þvi að
lesa latínulexíumar með
henni.
GLEYMIR
AÐ SKIUA
Lögreglan í Los Angeles er orðin
meira en lítið þreytt á manni að
nafni Francis Van Wie. Hann á
það til að gleyma að skilja, áður
en hann kvænist aftur. Nýlega
leitaði til dæmis lögreglan að hon-
um, þar sem hann var grunaður
um að hafa ekki skilið við eigin-
konu númer 16, áður en hann var
vígður í heilagt hjónaband með
þeirri númer 17. Þegar lögreglan
hafði upp á honum lék hann á ails
oddi og kynnti stoltur hina nýju
konu sína fyrir lögreglunni. Hún
er 81 árs að aldri!
Það hljóp síður en svo snurða
á þráðinn hjár þeim, þótt lögregl-
an kæmlst í spilið. Kerlingin
kvaðst elska hann Van Wie sinn,
en hann er 72 ára.
— Hann er dásamlegur maður,
segir hún. — Ég mun gera allt sem
í mínu valdi stendur til þess að
halda í hann.
Lögreglan hafði sömuleiðis tal
af eiginkonum númer 15 og 16, —
og þær voru báðar í hæsta máta á-
nægðar. Hvorug þeirra vildi fá
skálklnn hann Van Wie aftur.
f réttarhöldunum sagði Franeis
^ Van Wie:
? ,
— Eg er mjög siðsamur maður
og reglusamur. Ég reyki ekki, —
ég drekk ekki, — og fer í kirkju
á hverjum sunnudegi!
''MMMMMMMMMMMMMMIMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMHMMMMMMMMMMMMMMMtMMMMMMMMIt'
HREKKVÍSI ÖRLAGANNA
FIMMTUGUR, danskur verkamaður, Svend Aage Hansen að
nafni, reyndi nýlega að ráða rúmlega tvítuga fyrrverandi eiginkonu
sína af dögum. Hann réðist á hana og veitti henni áverka með hnífi
bæði í höfuðið og á brjóstið. Eftir árásina lagði Svend Aage Hansen á
flótta í Opel-sendiferðabifreið. Lögreglan veitti honum brátt eftir-
för og eltingaleiknum lauk með því, að hann ók á brúarstólpa —
viljandi að því er lögreglan álítur. Myndin sýnir glöggt hvernig bif-
reiðin leit út eftir áreksturinn. En örlögin voru Hansen ekki hlið-
holl. Hið óskiljanlega gerðist, að hann lifði slysið af, liggur nú á
sjúkrahúsi og fer beinustu leið í fangelsi, þegar hann hefur heilsu
GAMLI OG
NÝITÍMINN
ÞAÐ var heitur og sólríkur sumar-
dagur og forstjóri gamla og rót-
gróna fyrirtækisins horfði út um
gluggann á einkaskrifstofu sinni.
Útsýnið voru gluggar hússins við
hliðina, en þar voru skrifstofur
nýs fyrirtækis, sem var í miklum
uppgangi.
Gamli forstjórinn studdi hönd
undir kinn og var í leiðu skapi.
Skyndilega sá hann dálítið, sem
lífgaði hann upp á einni svip-
stundu. Hann greip símtólið og
sló á þráðinn til forstjóra hins
nýja og blómlega fyrirtækis.
— Ég sit hérna við glngeann
minn og sé að skrifstofustjórinn
yðar er einmitt að hella aftur
whiskýi f glasið sitt, — um há-
bjartan dag og það í vinnutíman-
um.
— Ég þakka yður kærlega fyrir
upplýsingarnar. En segið þér
mér: Siáið bér hvort hann hefur
' sódavatn líka?
— Já, fiórar flöskur, sýnist mér.
— Og var hann einmitt að hella
aftur í glasið?
— Já, já, eins og ég sagði áðan.
— Og hefur hann heila whisky-
flösku standandi á borðinu hjá
sér?
— Já, já, heila flösku nýupp-
tekna.
— Þakka yður kærlega fyrir
upplýsingarnar .... Ég ætla þá að
bregða mér niður til hans — og
fá mér einn ....
£ 22. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i v
IIIIIIMIIIIIMIIIIIIIMIIIIlUllillllMIIUIUIIIMIIMMIIMMMMIIMMMMMMMMMMIMMIMIIIIMMMMMIMIMMMMMMIIMMMMII
VIVIEAN LEIGH hefur að undanförnu leikið við góðan orð-
stír í sörr’^knum „Tovaric" í New York, en fyrir nokkru fékk hún
taugaáfall -f ofþreytu og varð að taka sér hvíld frá störfum. Mynd-
in hér a_ ofan er tekin af henni, þar sem hún leggur af stað til
hvOdarhcimiIis í sveit til þess að reyna að ná sér aftur. Hún hefur
með sér íAamsköttinn sinn, sem hún hefur hið mesta dálæti á.
Bandaríski leikarinn Antony Perkins, er að öllum likindum
sá leikari í heiminum, sem á flestar íbúðir. Hann á eina íbúð
í London, tvær í París, eina í Bern, eina í Róm, eina i New
York, heila villu í Hollywood og að
auki sumarbústað við Miami Beach.
Að sjálfsögðu dvelst leikarinn ekki
nema skamma hríð á hverjum stað
og stundum líða fleiri ár, svo að hann
stígur ekki fæti í einhverja af íbúð-
um sínum. Fyrir skömmu spurði einn
blaðamaður, hvers vegna í ósköpun-
um hann væri að eiga allar þessar í-
búðir úti um allan heim. Leikarinn
svaraði: „Já, það kemur sér mjög
vel. Það er svo sjaldan sem hægt er
að fá inni á hótelunum á þessum stöðum“.
0—0
Kimniskáldið heimskunna, Mark Twain, sat einhverju sinni
á bar ásamt nokkrum vinum sínum og drakk whisky. í hvert
skipti sem barþjónninn setti nýtt
whiskyglas hjá skáldinu, setti liann
glas af vatni við hliðina. Twain drakk
whiskyið með góðri lyst, én ýtti jafn-
an vatnsglösunum frá sér með fyrirlitn
ingu. Þegar þetta hafði endurtekið sig
nokkrum sinnum, spurði einn af félög-
um hans: „Hvernig er það með þig,
Twain: Drekkurðu aldrei vatn með
whiskyinu?" — „Nei, það veit ham-
ingjan“, svaraði Twain um hæl. „Það
eru bara bjánar, sem kveikja eld, til
þess eins að slökkva hann strax aftur“.
0—0
Nú gefst öllum Bandaríkjamönnum
kostur á að snæða kvöldverð með
Kennedy forseta, ef þeir hafa hug ó
því. Hið eina, sem þeir þurfa að gera,
er að ganga í „Forsetaklúbbinn", —
en vel að merkja: Það kostar 1000 doll-
ara að ganga í hann. 600 manns hafa
þegar gengið í klúbbinn og ágóðinn
rennur allur í kosningasjóð demókrata
flokksins.
w^iiimiii■iiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitfiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii.ihiiii amiiiiiiiiinuniiiinniMiiMniiiiiiiinmiiiiiiiinimiiiinmiiiiiiiimiiiiiiiiiminiiiiiiuiiiiiiniiiiiiiiiiniiimiiimnmiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiú'*.