Alþýðublaðið - 23.10.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 23.10.1963, Síða 5
lagsmál landbúnað- arins mesta vandamálið Sogð/ viðskipfamálaráðherra á þingi / gærkveldi GYLFI Þ. GÍSLASSON, viðskipta- málaráðherra, talaði af hálfu AL- þýðuflokksins í útvarpsumræðun- um um fjárlagafrumvarpið. í byrj- un ræðu sinnar gat hann þess, að þróunin hér á landi í efnahags- málum hefði gerst í stökkum, en stöðvast á milli. Efnahagskerfi þjóðarinnar hefði farið úr skorðum í heimsstyrjöldinni síðari og þau efnahagsvandamál, sem við ættum við að etja í dag mætti mörg rekja beint eða óbeint til styrjaldarár- anna og þeirrar röskunar sem þá varð á efnahagslífinu Öllu. Það efnahagskerfi, sem mótast hefði af eérstökum vandamálum styrj- aldaráranna hlaut að verða heil- brigðri þróun fjötur um fót á frið- artímum. „Það er skipan launamála og verðlagsmála landbúnaðarins, sem nú er fyrst og fremst áfátt í ís- Ienzkum efnahagsmálum. Afleið- ing þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið á þessum sviðum, hefur ver- ið síendurtekin röskun á almennu verðlagi í landinu“, sagði viðskipta málaráðherra. m i f Sérhver lít ill hópur álít- ur, að vel sé hægt að greiða honum verulega hærra kaup en hann fær. En honum vill þá gleymast, að fói allir aðrir hópar laun- þega, ásamt bændum, einn ig miklu hærra kaup, þá getur það ekki orðið án almennrar hækkun- ar á verðlagi, sem gerir kaup- liækkunina gagnslitla eða gagns- lausa. Honum vill einnig gleym- ast að því aðeins er mikil kaup- hækkun honum til handa fram- kvæmanleg, að sú vara eða þjón- usta, sem hann framleiðir, sé ekki háð erlendri samkeppni. Að öðr- um kosti leiðir kauphækkun iangt umfram kauphækkanir í öðrum löndum til samdráttar framleiðslu eða gengisfellingar. Ráðherrann fór nokkrum orðum um deilur þær er geisað hafa um það, hvort lífskjörin hafa farið hatnandi eða versnandi undanfar- in ár. Sagði hann m. a. ,,Allir menn sem hafa opin augu og vilja dæma af sanngirni hljóta að sjá að lífs- kjörin hafa farið batnandi. Allar rannsóknir, sem gerðar hafa verið í þessum efnum leiða og til sömu niðurstöðu. Ég er þeirrar skoð- unar, að hinir lægst launuðu í þjóðfélaginu verkamenn og verka- konur, hafj nú undanfarið dregist meira aftur úr í kauphækkunar- kapphlaupinu en réttmætt geti tal ízt. Úr því verður hins vegar ekki bætt með kauphækkunum þeim til handa, nema sú kauphækkun cé bundin við þessar gtéttir einar, en margendurtekin reynsla er fyrir því, að þetta getur ekki tekizt að óbreyttu skiplagi iauna- og verð- lagsmála. Um kauphækkanir undan farin ár, sagði ráðherrann: „Sannleikurinn er sá — það er bitur staðreynd en óhagganleg — að taxtahækkanir þær, sem félög launþega hafa samið um allar göt- ur síðan í stríðslok hafa í raun og veru ekki fært þeim neina raun- verulega kjarabót því að aukni krónufjöldinn, sem lauriþegar í heild hafa fengið í laun, hefur far ið til þess að greiða hækkað verð- lag. Raunverulega kjarabótin hef- ur fyrst og fremst verið fólgin í margvíslegum flutningi milli launa flokka, auknum ákvæðisvinnutekj- um, auknum hlutaskiptatekjum, auk þess sem miklar bætur úr tryggingarkerfinu hafa bætt kjör all almennings verulega. Af þessu verður aðeins ein rökrétt ályktun dregin. Viðleitni launþegasamtak- anna til þess að bæta raunveruleg kjör félaga sinna ber ekki árang- ur, ef hún er fólgin í .almennum hækkunum á ölium kauptöxtum. Síðan ræddi hann um ranglæti þess fyrirkomulags að miða tekj- ur bænda og verðlagningu land- búnaðarafurða við tekjur annarra launastétta, og sagði: „Þetta ranglæti kom greinilega í ljós við verðlagningu landbúnað- arafurða nú í haust, þar eð sú tekjuaukning launþega, sem kaup bóndans og hið nýja landbúnaðar- verð var miðað við, var sumpart þess konar tekjuaukning, sem að réttu lagi alls ekki á að gefa til- efni til neinnar hækkunar á kaupj bóndans og hækkunar á verði af- urða hans.“ Um þróun efnahagsmálanna cíð- ustu mánuði sagði ráðherrann:: „Það er fyrii'sjáanlegt, að á þessu árj verður ekki greiðsluaf- gangu í viðskiptum bjóðarinnar við önnur lönd, eins og tvö undan- FRÁ ALÞINGI * kUB" "" I" I—■ II J iil, ■ farin ár,-heldur nokkur greiðslu- halii. Jafnframt mun gjaldeyris- forðinn minnka nokkuð í stað þess að vaxa. Hvers vegna hefur þessi breyt- ing orðið? Ástæðan er sú, að á þessu ári hefur aukning neyzlu, og þó einkum og sér í lagi aukning framkvæmda orðið mun meiri en undanfarin tvö ár og jafnframt mun meiri en svarar til aukningar þjóðartekna. Á árunum 1961 og 1962 notuðum við ekki allar tekj- ur okkar að viðbættum þeim er- lendum lánum, sem tekin voru til langs tíma, heldur lögðum hluta af þeim fyrir í gjaldeyrisvarasjóð. Nú í ár notum við til framkvæmda og neyzlu upphæð, sem er hærri en þjóðartekjurnar, að viðbættum erlendum lántökum til langs tíma. Þess vegna er halii á greiðsluvið- skiptunum. Þess vegna minnkar gjaldeyrisvarasjóðurinn. En þá er eðlilegt að menn spyrji: Ilvers vegna hafa fram- kvæmdir aukizt svona mikið? Hvers vegna hefur neyzla aukizt svona mikið? Svarið er fólgið í því. að vegna hinna miklu breytinga sem undan/ farið liafa orðið á kaupgjaldi og verðlagi hafa ýmsir farið að ótt- ast, að ekki yrði unnt að halda gengi krónunnar óbreyttu, en ef til gengisfellingar og áframhald- andi verðhækkana í kjölfar hennar kæmi, þá væri um að gera að vera búinn að ljúka öllum íyrirhuguð- um framkvæmdum, um að gera að festa fé í fasteignum eða vörum og um að gera að kaupa sem fyrst er- lenda vöru, áður en hún hækkaði. Þetta er undirrót ofþenslunnar í framkvæmdum og innflutningi uncl anfaina mánuði. Það hefur oft áð- ur reynzt hagkvæmt og góður gróðavegur að leggja í miklar fram kvæmdir og flýta sér að kaupa er- lenda vöru, þegar menn fór af» gruna, að gengisbreyting væri X aðsigi. Það er sannarlega mál tilt þess komið, að slík spákaup- mennska hætti að vera gróðalind. Og það er ennþá ekki um r.einar* að koma í Veg fyrir. að hún verði það í þetta skipti.“ Að lokum sagði, Gylfi Þ. GislaT son viðskiptamálaráðherra: „Við verðum öll að staldra við,, draga úr framkvæmdum og láiai aukningu neyzlu á næsta ári ekkíi verða jafnmikla og hún var á þessu ári. Þetta getur ekki orðið“ með skynsamlegri stefnu í peninga' málum og fjármálum einni saman. Hér verður einnig að koma til skynsamleg og ábyrg stefna i launamálum, stefna, sem miðasfe við það, að launahækkanir séu, begar vfir langan tíma er litið, ekki meiri en svarar til aukningar* þjóðarteknanna. Það er því miklu meira en venju legt viðfangsefni í efnahagsmál- um að lagfæra misræmi, sem ft undanförnum mánuðum hefur orð- ið í utanríkisviðskiptum þjóðar- innar. án þess að beita í því skyni gengisfellingu eða höftum. Það ei' beinlínis þáttur í eílífri sjálfstæð - isbaráttu íslenzkrar þjóðar a?> leysa sérhvern efnahagsvanda a þann hátt, er styrki sjálfsvirðingu hennar og auki traust hennar með - al annarra þjóða. Við skulum sýna sjálfum okkur og heiminum ölluní, að við eigum það skilið að vera sjálfstæð þjóð, með því að hafa kjark til bess að fylgja fram þeirrl stefnu, sem tryggir vaxandi fram- leiðslu, heilbrigð utanríkisviðskiptit réttláta skiptingu þjóðarteknanna og stöðugt gengi gjaldmiðilsins." Reykjavík, 22. okt. •— EG. í fjárlagraræðu sinni í kvöld skýrði Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra frá því, að tekju- skattstiginn mundi á þessu ári lækka um 30 af hundraði og yrði frumvarp um þetta efni lagt fyrir alþingi innan skamms. Þetta hef- ur það í för með sér, að ein- staklingur, sem mátti áður hafa 50 þús. króna tekjur án þess að lagður væri á hann tekjuskattur mun nú mega hafa um 65 þús. kr. tekjuskattsfrjálsar tekjur. Hjón sem áður höfðu 70 þús. kr. tekju- skattsfr'álsar, munu eftir breyt- inguna mega hafa um 90 þúsund, án bess að á þau verði Iagður tekjuskattur. í lok ræðu sinnar sagði ráðherrann, að ríkisstjórnin mundi innan skamms leggja fyrir alþingi tillögur sínar til úrbóta þeim efnahagsvanda, sem nú steðjar að. Mundi þar hvorki verða um að ræða gengislækkun né aft- urhvarf til haftastefnu. Fjármála- ráðherra gerði í upphafi ræðu sinnar, grein fyrir hvernig íjárlög síðasta árs hefðu stað izt, en ríkis- reikningur fyrir árið 1962 hefur nú verið lagður fram. Kemur þar fram að tekjur ríkisins hafa reynzt mun meiri en gert var ráð fyrir, og hafa útgjöldin farið nokkuð fram úr áætlun. Skýrði fjármálaráðherra frá því, að þetta væri annað árið í röð, sem lausa skuldir ríkisins væru cngar um áramót. Hann sagði greiðsluaf- gang ríkisins hafa verið 162 milljónir, og hefðu 100 milljónir af honum verið lagðar til hliðar í jöfnunarsjóð, 38,7 milljónir aefðu verið notaðar til að greiða gamlar -skuldir vegna tojgara kaupa. Afgangurinn væri í ríkis- sjóði, sem rekstrarfé. Þá gat ráð herrann um óvenju hagstæða af- stöðu ríkisins gagnvart seðlabank anum á árinu. Hefði þetta hag- stæð áhrif fyrir ríkissjóð fram á næsta ár. Skýrði hann síðan ein- staka liði frumvarpsins. í Iok ræðu sinnar sagði ráð- herrann, að viðreisnin hefði f öllum meginatriðum tekizt vel fyrstu þrjú árin. Hallarekstur gagnvart útlöndum hefði stöðv- ast, álitlegum gjaldeyrissjóði hefði verið safnað og lánstraust þjóðarinnar erlendis hefði verið endurvakið. Síðustu misserin hefði ýmis- legt gengið úr skorðum. Gjald- eyrissjóðurinn hefði ekki vaxið frá áramótum, eftirspurn eftir vinnuafli væri geysileg og í sam- bandi við það þrifust yfirborgan- ir og undandráttur. Við megum ekki gleyma því, sagði ráðherr- ann, hð þessir erfiðleikar eru heimatilbúnir, og við getum því ráðið við þá. Verðbólgan má ekki gleypa ávexti viðreisnarinnar. Ríkisstjórnin mun leggja úrbóta tillögur sínar fyrir þingið innan skamms, og verður þar hvorki um að ræða gengislækkun né aft- urhvarf til haftastefnu. Lúðvík Jósefsson talaði fyrir hönd kommúnista. Kvað hann ný stórfelld efnahagsvandamól blasa við, væru þau ekki nýafstöðnunr kauphækkunum að kenna, heldui*' hinu illa frelsi, sem ríkisstjórnir* hefði komið á. Allar kauphækk - anir sem orðið hefðu undanfaríf* væru því stjórninni að kenna. fc lok ræðu sinnar gagnrýndi hann Framsókn harðlega fyrir skort ft samstarfsvilja við kommúnista. — Sagði hann að lokum, að launa- stéttirnar yrðu að knýja fram nýja stjórnarstefnu til að öðlast rétt- látari hlut þjóðarteknanna. Eysteinn JónSson talaði aZ- hálfu Framsóknarflokksins. Fann hann viðreisninni flest til foráttu. Kvað liann ráðherra hafa skrum - skælt ríkisreikninginn svo, að ekk.t væri lengur leið að botna í h&n- um. Talaði hann mjög um stjóm-- leysi í fjárfestingarmálum, cg sagði stórkapítalið festast í sess* með liverjum deginum, sem liðL Fjrálögin væru alltof há, og fjár - magninu væri ekki veitt í rétta farvegi. Lausn Fram sóknar Clokk„ - ins væri að vinna að vandamálun> sem að steðjuðu í áföngum, þvi f í einu stökki væri ekki fært S land. Gunnar Thoioddsen, fjórmála- Eramhald á 3. síðu ALÞÝÐUBLADIÐ — 23. okt. 1963

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.