Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 2
Íltstjórar: Gylfi Grötidal (áb.) og Benediki Gröndai. — Fréttastjðri: Ámi Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýstngasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. HVER SAGÐI ÞETTA? I HÉR FARA á eftir nokkur athyglisverð um- j :mæli íslenzks forustumanns í tilefni af árlegri af- | greiðslu fjárlaga. Getur Verið ’fróðlegt fyrir les- j andann að gizka á, hver kuhni að hafa talað. „Þá er ekki síður ánægjulégt og þýðingarmik- ið, ef ríkissjóður gaetií slíku góðæri sem nú er eign | azt einhverja fjármuni, sem hægt væri að leggja j til hliðar og nota til nattðsynlegra framkvæmda j síðar, þegar þörf væri á ráðstöfunum af hendi hins opinbera til þess að halda uppi nægilegri atvinnu j í landinu . . . Fjármálastefna sem á þessu væri byggð, mundi einnig að sjálfsögðu reynast öflugt tæki til þess að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapn um, tryggja stöðugt verðlag, auka spamaðinn og ! vera á allan hátt örvandi fyrir framkvæmdir og i framleiðslustarfsemi." Þessi orð mælti Eysteinn Jónsson í fjárlaga- j. ræðu 1955. Hann segir annað í dag. „Ríkisstjóminni er ljóst, að mjög mikil þörf j er á framkvæmdum í mörgum greinum. En hún hefur samt sem áður viljað fara mjög gætilega í j að hækka einstaka fjárfestingarliði . . Þetta var gert til að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög og „að \> framleiðslan og fjárfestingastarfsemi er yfirleitt : rekin nú með svo miklu kappi, að ekki er unnt að j komast yfir meira eins og sakir standa“. Þetta sagði Eysteinn Jónsson um fjárlögin 1' 1955, begar framlög til vega, brúa og hafna hækk j uðu ekki um einn eyri. Annað segir hann í dag. „Mér finnst það koma fram í ræðum háttvirtra I stjórnarandstæðinga, að þeir séu hlátt áfram mið- ur sín af reiði yfir því, að framleiðsla og þjóðar- tekjur hafa vaxið svo, að ríkistekjurnar hafa auk- I izt, þótt skattar og tollar hafi verið lækkaðir. Þetta gengur eins og rauður þráður gegnum allt, sem ! frá þessxun mönnum kemur.“ : Einnig þetta sagði Eysteinn Jónsson í umræð- I um um fjárlög ársins 1955. Nú er hann sjálfur stjórnarandstæðingur, og þessi orð eiga sannarlega vel v:ð hann. Ætla mætti, að maður með reynslu Eysteins Jónssonar 1 fjármálum og þann þroska, sem hann ætti að hafa í stjórnmálum, mundi reynast á- byrgur og jákvæður gagnrýnandi á fjárlög, sem hann hefur ekki samið sjálfur. Því miður hefur ekki farið svo. Þjóðin heyrði í fyrrakvöld, að hann virðist „miður sín“, ræðst á það, sem hann áður boðaði þjóðinni, heimtar það, sem hann áður taldi ábyrgðarlaust. Hvemig ætli Eysteinn mundi tala, ef hann ætti eftir að verða fjármálaráðherra á ný? 2 24. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÖRYGGI í AKSTRI HREINAR BlLRÚÐUR WINDUS gluggaþvottalögur er hentugur og fljótvirkur. j / .* .. •’ i WINDUS fæst í mjög þægilegum umbúðum, og því handhægur í hverjum bíl. WINDUS þekkja allar húsmæður. WINDUS fæst í næstu búð. Einkaumboð: H. A. TULINIUS ra I n f a! N1 b 1 í.titTÆ f A ll , rra-ÆÍ JL W e il TTTT iirn r n LkJ ii, Þegar töflur og vísindi rekast á reynsluna! ÞEGAR MEST VAR RÆTT um höfn í Þorlákshöfn fyrir allmörg- um árum, komu nokkrir kunn- ingjar mínir að máli við mig og sögðu ái'it sitt á þessari fyrirætlun. Allir voru þeir komnir við aldur og allir þaulkunnugir í höfninni, enda róið þaðan á vertíðum svo áratugum skipti. Margir höfðu þeir verið bændur í Árnessýslu og Rang árvaliasýslu og enginn þeirra hafði trú á því, að hægt væri að byggja örugga liöfn þar. ÉG HAFÐI IIREINT EKKERT vit á þessum málum, en vildi gjarna að álit þessara óbreyttu starfsmanna geymdist á prenti ein- hvers staðar, en það virtist alveg koma í bág við álit allra sérfræð- inga. Ég hafði orðið vitni að því í margra ára blaðamennskustarfi, að stundum höfðu þeir, sem þekktu náttúru landsins af eigin raun í áratuga baráttu við hana og með henni, kunnað betri skil á viðbrögðum hennar ýmsum held ur en sérfræðingarnir af skóla- bekkjum hér á landi og erlendis — og aðvaranir hinna fyrrnefndu reynzt réttar þegar til kom. ÞESSIR MENN SÖGÐU: Það verður aldrei hægt að koma upp öruggum hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn. Þar er enginn vörn af náttúrunnar hendi og aldan kemur í austanveðrum óbrotin með reginafli inn á Höfnina og þá er þar engu vært. Þrátt fyrir allar bindingar, hvers konar steinsteypu og stálbita, mun haf- aldan í austanveðrum brjóta það allt niður ef ekki í einu einasta veðri, sem þó getur hæglega átt sér stað, þá í nokkrum veðrum, mylja smátt og smátt, sprengja hægt og bítandi þar til stoðir og bindingar fara að gefa sig — og splundrast svo í síðasta veðrinu. ÞEIR HÖFÐU RÓIÐ og þeir höfðu ekki hugsað um annað ára- tugum saman í Höfninni en veðr- ið og aflann, aflann og veðrið, skip in og Norðurvör og Suðurvör, Kampinn og Bjargið. Og þeir þótt ust byggja á reynslunni, sem oft hefur reynzt hinum skólagengnu ákaflega óbilgjörn, þegar tölur og útreikningar, áætlanir og vísind! hafa rekizt á hana. OG HVAÐ NÚ, UNGI MAÐUR? Nokkrum sinnum, ekki oft að vísu en þó nokkrum sinnum hefur það komið í ljós, að gömlu jálkarnir höfðu rétt fyrir sér, en verkfræð- ingarnir ekki. Hafaldan, sem fyrr um kastaði jafnvel stórum björg- um upp á Kampinn í Höfninni, hefur brenglað og brotið niður, sprengt og splundrað steinsteypu- garða, járnbindingar og önnur út- reiknuð mannanna verk. Á LAUGARDAGINN var gerði afspyrnuveður í Þorlákshöfn. Op- ið liafið æddi inn gegnt Höfninni ruddi grjóti langt upp á land, enda Framli. á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.