Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 5
BjLSKÚRINN TÓK Á LOFT L Stokkseyri, 23. okt. Hér hefur verið hreint fárviðri eíðan klukkan sex í dag, en er heldur að lægja þessa stundina (klukkan 10). Þessi ósköp koma nú í miklum rokum, en hingað til hefur verið hvíldarlaus veður- Þungi. Einn bílskúr, sem var hér í smíðum, tók upp í heilu lagi af grunninum og hvarf út í sortann. Eitthvað af járnplötum hefur fok- ið, og hér hafa tómar olíutunnur verið á ferðinni. Ekki er þó vit- að um neitt alvarlegt tjón. Bátar liafa verið hér inni und- anfarna daga, og enginn var á sjó í dag. Það hefur ekki verið mikill sjór, og bátunum óhætt í höfninni. Nokkrar rafmagnstrufl- anir hafa verið, þó aðallega í sveitinni austan þorpsins, þar sem algjört myrkur hefur verið I að undanförnu. VEÐUR HAML- AR SÍLDARLEIT Reykjavík, 23. okt. — GO. EINS og frá var skýrt hér í I blaðinu á þriðjudaginn, fór Þor- steinn þorskabítur út til síldar- Ieitar á mánudag, eftir að hafa legið hér í höfninni yfir helgina vegna bilunar. Við hringdum í Jón Einarsson skipstjóra í dag og spurðum hann frétta, en skipið var þá statt £ Miðnessjó og á leið uppundir land í var. Jón sagði, að litlar fréttir væru — vitlaust veður dag eftir dag og engin síld finnanleg, hvorki i Mið- nessjó eða Skerjadýpi. Hins veg- ar varð skipið vart við síld út af Jöklinum fyrir helgina, en þar hafa þeir fáu bátar, sem byrjaðir eru veiðar haldið sig. Jón sagði, að einn bátur hefði haldið sig á þeim slóðum þangað til í dag, að hann er á leiðinni inn til Akra- ness. Þessi bátur er hið nýja skip Akurnesinga, Sólfari. Veðurham- urinn undanfarna daga hefur vald ið því að bátarnir hafa lítið sem ekkert getað verið að, en fengið smákropp, þegar hægt hefur ver- i ið að kasta milli bylja. Loffvogin féll Framhald af 16. sfðu. um hefur veðurhæðin í dag kom- izt upp í 10-11 vindstig, nema þar sem skjóls nýtur. Veðrinu fylgdi mikil rigning um allt Iand, eink- lim á Suður- og Suðausturlandi, en á Vestfjörðum var krapahríð. Hitinn í dag var 4-7 stig. Um kl. 21 var vestan- og suðvestan storm ur um land allt, víða skúrir. — Sums staðar var þá rok eða ofsa- veður. Veðurstofan spáði þá vest- anroki um allt landið og hafið euður undan, þar eð við norður- Etröndina var djúp lægð á lireyf- ingu NA. Dagur S.Þ. Framh. af bls. 5. kynið veginn til friðar og mann- réttinda. Öllum þjóðum er lífs- nauðsyn, að þrennt nái fram að ganga, ef réttlætinu skal full- fullnægt. Þetta þrennt er: afvopn- un, afnám nýlenduskipulags og þróun allra landa. NÆSTA spilakvöld AI- þýðuflokksfélags Reykjavík- ur veröur £ Iðnó nk. föstu- dag 25. okt. og hefst kl. 8,30 e.h. í þetta skipti hefst fjög- urra kvölda keppni og eru heildarverðlaun £ henni, auk venjulegra kvöldverðlauna, tvenn 12 manna kaffistell. Stjórnandi spila- kvöldsins verður Gunnlaug- ur Þórðarson. Ávarp flytur Jón Pálsson tómstundaráðu- nautur. — Hljómsveit Ein- ars Jónssonar leikur fyrir dansi til kl. 1 e.m. Fjölmennum á fyrsta kvöld Ið £ fjögra kvölda keppn- inni. Nefndin. Tve/'r s/ösuð- ust i rokinu á Akureyri í gær Akureyri, 22. okt. — GS—ÁG. Hér urðu tvö slys £ kvöld af völdum veðursins. Millj kl. 8 — 9 fauk uppsláttur af húsi við Hrafn agilsstræti. Maður að nafni Reyn- ir Ragnarsson, smfður varð fyrir e-'nhverju af timbrinu og skarst á höfði. Hann var fluttur á sjúkra- húsið. Þá varð maður að nafni Páll Alfreðsson fyrir járnplötu og meiddist á fæti og hendi. Hann var einnig fluttur á sjúkrahús. 'Hér hefur verið mjög hvasst, og nokkrar rafmagnstruflanir. Þá bil- aði endurvarpstöðin í Skjaldarvík Trillur voru á sjó, en þær náðu all ar til lands nema ein, sem varð að taka land á Svalbarðseyri. Þá i slitnaði upp báturinn „Laxinn“, en það er nótabátur, sem hefur verið notaður við síldveiðar hér á Pollinum. Hann rak upp í fjöru fyrir neðan Strandgötuna. ÞRJAR MILLI LANDAVÉLAR SNÉRU VIÐ Reykjavík, 23. okt. — ÁG. Þrjár millilandaflugvélar á leið til íslands urðu að snúa við vegna óveðurs. Loftleiðaflugvél, sem var að koma frá Gautaborg, varð að snúa við skammt frá Vestmanna- eyjum. Hún lenti £ Stavanger. •— Önnur Loftleiðaflugvél, sem var á leið frá Luxemborg, varð einn- ig að snúa við og lenda £ Prest- wick. Skymastcrflugvél frá Flugfélagi íslands, sem var á leið frá Lond- on, snéri við og lenti £ Prestwick. Ein flugvél varð veðurteppt á ísa i firði. Flugvélar bandariska flug- i hersins, sem nú eru að heræfing- 1 um, flugu rétt fyrir sunnan ís- 1 land á Ieið sinni vestur um haf. i Þær Ientu ekki i óveðrinu. ErEing Blöndal í heimsókn hér Reykjavik, 23. okt. — KG. Erling Blöndal Bcngtsson, celló- leikari er staddur hér á landi um þessar mundir. Hann mun á morg- un leika einleik með Sinfónfu- hljómsveitinni. Þá mun hann halda tvo tónleika á vegum Tón- rslarféic.ghins hér i Reykijavík. Síðan fer hann til Akureyrar og Selfoss og spilar þar. Fréttamenn spjölluðu stuttlega við liann í dag, en hann er nú að leika inn á band fyrir útvarp- ið sólósvítur Bachs. Hann kvaðst vera mjög ánægður með að vera Erling Blöndal' Bengtsson kominn hingað, og hann væri hér eing og heima hjá sér. Síðast kom hann hingað 1959 og skaut Árni Kristjánsson því inn í, að leitt væri að hann kæmi hér ekki á hverju ári. Erling Blöndal Bcngtsson var búinn að vera á einni æfingu í Háskólabíói og var hinn ánægð- asti með húsið, en það hefur hann ekki séð áður. Einnig var hann mjög ánægður með hljómsveitina og kvað hana bera tónlistaríhu<?a* tslendinga lofsvert vitni. Nú vant- aði aðeins íslenzkt cellóverk handa sér t.il þess að leika. Erl- ing Blöndal Bengtsson hefur ver- ið prófessor við konunglegu Mus- ikakademiuna í Kaupmannahöfn síðan 1953. Hann kvaðst hafa haft einn íslenzkan nemanda í celló- leik þar, en það er Pétur Þor- valdsson. Hann er nú cellóleikari í Árósum, og kvað Erling hann vera mikinn tónlistarmann. Ekki eru neinir íslendingar hjá hon- um nú, en þeir eru alltaf velkomn- ir. Á tónleikunum á morgun mun Erling Bengtsson leika einleik í konsert eftir Sjostakovitsj, en sá konsert var saminn 1959 og hefur Erling oft áður leikið einleik í þessum sama konsert. Tónleikarnir á vegum Tónlistar- félagsins verða i Austurbæjarbíói og verður Árni Kristjánsson við píanóið. Héðan fer Erling Blöndal Bengt- son aftur til Danmerkur um mán- aðamótin. í desember fer hann svo í langt konseitferðalag til Rússlands og leikur þá i mörgum borgum og í janúar heldur hann tónleika í Stokkhólmi. FRA STEFANIRAFNI VEGNA yfirlýsingar forseta uðfræðideildar háskólans, er irtist í dagblöðunum í dag, vil ég eyfa mér að gefa eftirfarandi kýringu: Mér er það fyllilega ljóst, að ég r ekki innritaður nemandi í guð- ræðideild, enda mun eigi þurfa ■mbættispróf í guðfræði til að ;erast djákni. Hins vegar hef ég fengið munn- legt samþykki allra (fjögurra) prófessora deildarinnar fyrir því að sækja kennslustundir og fyrir- lestra þar, og hef ég gert það þær vikur, sem liðnar eru af yfir- standandi kennslumisseri. Ástæða fyrir þessu námi mínu þar er, eins og fram kom í við- Framh. á bls. 10 Fordæmi Halldórs HALLDÓR Ásgrímsson, úti- bússtjóri Búnaðarbankans á Egilsstöðum, er meðal flutn- ingsmanna að frumvarpi um vaxtalækkun. í greinargertf segjast þeir Halldór og félagar ætla að flytja á Alþingi frunv- vörp og tillögur, sem sýna .... hvernig þeir telja skyn-- samlegt að ráðstafa sparifénu’5, Síðan segja þeir Halldór: „Mundi það sýna sig sem fyri, ef sá háttur væri á hafður, hverju atorkumikið ráðdeildar ■ fólk fær áorkað, ef því er trú - að fyrir peningum”. Væntanlega telja framsókn ■ armenn, að Halldór hafi geficl ágætt fordæmi með lánvciting • um sínum á Egilsstöðum! Niðurgreiðsla vöruverðs. ENDA ÞÓTT uppbætur á út » fluttar afurðir, aðrar en kjöi: hafi verið afnumdar, þegar við - reisnin kom til skjalanna, vai' ýmsum niðurgreiðslum á vörui', sem seldar eru innanlands. ha)d;ð áfram. Slíkar riiður- greiðslur eru allt annars eðliti en útflutningsuppbætur og eiga mun meiri rétt á sér. Með því að greiða niður verö tiltekinna vörutegunda er þjóð • félagið að jafna tekjum milll landsmanna á vissan hátt. Þetta cr félagsleg ráðstöfun, sem á rétt á sér og getur haft mikla þýðingu. Að vísu njóta ríkir og fát.ækir slikrar niður- Igreiðslu jafnt, en þess ber þ6 að gæta, að fátæka manninia. munar meira um hverja krónu, sem hann greiðir fyrir matvæli, og hjálpin kemur honum því afcl fullum notum. Vissulega hefur komið fyrir, að niðurgreiðslur á einstökum vörutegundum hafa gengið út í öfgar og haft óæskileg áhrif, eins og komið var með kart - öflurnar á sínum tíma. Slíkti galla er þó hægt að forðast od má ekki fordæma allar niðui - greiðslur þeirra vegna. í seinni tið hefur verið vax - andi tilhneiging til að van - meta og jafnvel rægja niður- greiðslur innanlands, og er þafcl vafasöm iðja, að ckki sé meíra sagt. Virðist það vera liður i þeirri íhaldshugsun að ríkiíJ megi hvergi nærri koma við- skiptum og skuli þar ríkja ai- gert „frelsi”. Neytendur raunu þó vera á öðru máli, enda haía þeir í verðlagsmálum og á fleirl sviðum fengið mjög misjafna rcynslu af hinu takmarkalausa „frelsi”. Það viil oft kosta tölú- vert fé, þegar saman er tínt, og neytandinn verður venjulega að borga. Niðurgreiðsla á lífsnauðsynj • um er félagsleg ráðstöfun, sem hefur mikla þýðingu fyrir allí efnahagskerfið og kemur hin- um efnaminni mest að gagni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. okt. 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.