Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 4
1 Tónleikar Musica Nova l MAKGT liefur orðið þess vald- andi á seinustu árum að áhuga- mennska virðist vera á góðri leið með að deyja út á ísiandi. Musica Nova, áhugafólag nokk- urra atvinnuhljómlistarmanna, virðist þó vera eitt af þeim fáu, sem lifir og er í stöðugum vexti þótt of hægt fari. Fyrsttt tónlcikar félagsins voru haldn- ir í Þjóðleikhúskjiallaranum síðastliðinn sunnudag og var aðsókn ágæt. Fyrsta verkið á efnisskránni var CONSERTXNO fyrir klarinet og strengjakvart- ett eftir Cngverjann Matyas Seiber. Verk þeíta, hvers stíi- einkenni benda til að hafi ver- ið skrifað einliverntíma á milli heimslyrjaldanna, er mjög aðgengilegt og var ágætlega flutt. Klarinetthlutverkið er þrælerfitt og skilaði Gunnar Egiisson því vel. TVEIR ÞÆTTIR eftir Hollendinginn Peter Scliaat, fyrir flautu, fiðlu. trompet og slagverk, munu hafa .þótt allnýstárlegir. Þættir þessir eru ekki rismikl- ir en nutu sín einkarvel — sem andstæða fyrsta verksins. Flutn ingur virtist takast vel. Sann- færing allmikil var í hinu á- gæta ADAGIO eftir Alban Berg. Seinasta verkið, HAUST- LITIR eftir Þorkel Sigurbjörns son, sem skrifað er fyrir G hljóðfæraleikara og söngrödd, einkennist af vandvirkni og sparsemi. Ég veit að skýringar á vinnuaðferðum og efnisnotk- un tónskáfds geta komið að miklum notum fyrir suma hlustendur, en verk, sem eigi stendur fyrir einhverju án skýringar, er ekki mikilsvert. Vinnuskýringar vegna Haust- lita eru óþarfar, verkið er þrungið dramatískum krafti og yndisleik sem auðvelt cr að meðtaka. Sigurveig Hjaltested fór með sönghlutverkið og skil- aði því með sannfæringu, sama verður að segja um aðra flytj- endur. Musica Nove er sannarlega þarfur félagsskapur og eiga fé- lagsmenn miklar þakkir skilið' fyrir störf sín. Félagið hefur I huga að fá hingað erlenda hljómlistarmenn í vetur, en fjárhagur styrkjalausra áhuga- mannafélaga er ávallt bágbor- inn og vil ég því eindregið mæl ast til þess að tónlistaráhuga- menn gerist styrktarmeðlimir þcssa félags. Áskriftarlistar liggja frammi í kaffistofunni Mokka við Skólavörðustíg. Jón S. Jónsson. ',‘ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiivuiiiii: MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiMuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiMiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiMMiMiMiiiaM^' Lék á sama hljóðfærið og fyrír átján árum Reykjavík, 21. okt. — HP. Rögnvaldur Sigurjónsson, pí- anóleikari, kom heim 13. þ. m. -aftir vel licppuaða liljómleikaför *LÍl Kanaúa og Baudaríkjanna. — Lagði hann af stað í förina 12. jseptember og hélt fyrsta konsert- iinn í Wtnnipeg 18. september. — Annan konsertinn hélt hann í Vancouver 23. sept. og þann 3. i Seattle tveim dögum síðar. — tSíðustu tónleikarnir voru haldn- ir í Washington D.C. 6.-7. þ. m. Fyrirgreiðsla á öllum þessum stöð- um var cins góö og bezt verður á kosið, píanóleikaraniun mjög vel tekið, og Iuku gagnrýncndur yfirleitt miklu lofsorði á lcik Högnvaldar. Washingtonkonsertinn var hald inn í Ríkislistasafninu þar í borg en þar hélt Rögnvaldur píanó- liljómleika 1945. Var það skemmti leg tilviljun, að hann skyldi nú leika á saraa hljóðfærið og fyrir 18 árum, en Rögnvaldur sagði, að fciað væri nákvæmlega jafngott nú og þa og bezta liljóðfæri, sem tiann hefði leikið á. Allt frá 1945 tiafa þeir átt bréfaskipti Rögn- valdur og yfirmaður tónlistar- deildar Ríkislistasafnsins, Ric- Siard Bales. Iíafði Bales spurt Rögn vald, hvort liann vildi ekki koma vestur og halda þar tónleika aft- •ur, en vegna kostnaðar og fyrir- fiafnar viidi liann ekki leggja ■vipp í slíkt ferðalag, nema hann igæti haldið fleiri konserta í sömu íerð. Sneri hann sér þá til for- jmanns Þjóðrækisfélagsdeildar- iinnar í Reykjavík, Sigurðar Sig- Turgeirssonar, sem brást mjög vel við og skrifaði íslendingum vestan liafs og spurðist fyrir um það, hvort þeir hefðu áhuga á vnálinu. Einnig var haft samband við Thor Thors, ambassador í Washington af sama tilefni. Virt- ist alls staðar vera mikill áhugi á að fá Rögnvald vestur í iiljómleikaför. í Winnipeg voru f>að Þjóðræknisfélagið og Colo- firity Concerts, sem gengust fyr- 4r hljómleikunum í Playhouse •Theatre. Voru þeir mjög vel sótt- Sr, sem segja má um alla kon- I sertana. Einnig lék Rögnvaldur í útvarp í borginni og var gerður ! að heiðursborgara Winnipeg, og | er hann fjórði íslendingurinn, er ' þann heiður hlýtur. Rögnvaldur 1 lætur þess getið, að konsertarn- ir hafi allir verið mjög vel undir- búnir og auglýstir og nefndi eink- um í því sambandi Gretti L. Jó- hannsson, ræðismann í Winnipeg, Snorra Björnsson, formann þjóð- j ræknisdeildarinnar „Ströndin” í Wancouver og Tana Björnsson, : í Seattle, sem er kunnur maður í sambandi við tónlistarlíf þar. í Vancouver voru tónleikarnir lialdnir í Playhouse Theatre, en í Seattle í Seattle Center Play- house, en þar söng um leið ís- lenzkur karlakór, Icelandic Male Chore of Seattle. E'ns og fyrr segir, voru síðustu tónleikarnir haldnir í Washington D.C. 6. þ. m. en frá blaðadómum um leik Rögnvaldar mun verða skýrt síð- ar í blaðinu. Hann sagði, að ferð- in hefði verið erfið, en mjög á- nægjuleg. Björgvin Vilmundarson formaður Varðbergs Reykjavík, 22. okt. — EG. Á fjölmennum aðalfundi Varð- bergs, sem haldinn var í gærkvöldi var kosin stjórn fyrir félagið. Að- alstjórn þess skipa nú: Björgvin Vilmundarson, formaður, Ólafur Egilsson og Jón Arnþórsson vara- formenn, ritari Hörður Einarsson og gjaldkeri Ásgeir Sigurðsson. Á Björgvin Vilmundarson. fundinum kom þá fram að mik- ill áhugi er nú fyrir stofnun Varð- bergsdéilda víða úti á landi, og er deildastofnun víða I undirbúningi. Fráfarandi formaður félagsins, Heimir Hannesson, gaf skýrslu um starfsemina á.síðastliðnu árL Kom fram í skýrslunni, að á árinu efndi stjórnin til fræðslunámskeiðs um Evrópuráðið, EBE og OECD, fóru síðan 10 þátttakendur í kynnisför til höfuðstöðva framangreindra stofnana. Félagið hefur á árinu gengizt fyrir fjölda kvikmyndasvn- inga og hafa þær verið mjög vel sóttar, bæði af utan og innan- félagsmönnum. Formaður skýrði og frá því, að félagið væri nú að hefja útgáfu tímarits, sem ætlunin væri að út kæmi ársfjórðungslega. Mun fyrsta heftið væntanlegt innan skamms. Það kom og fram í skýrslunni, að mikiil áhugi er víða út; á landi á stofnun Varðbergsdeilda. Um næstu helgi er ráðgert að stofna deildir í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Gjaidkeri, Ólafur Egils- son, las og skýrði reikninga félags- ins. Fóru svo fram umræður um skvrslu formanns og gjaldkera, og siðan stjórnarkjör. 4 24. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞÝZKUR JAFNAÐARMAÐ- UR í BOÐI VARÐBERGS Næstkomandi miðvikudag 23. október kemur hingað til lands í boði Varðbergs Stephan G. Thom- as, yfirmaður Austur-Þýzkalands deildar vestur-þýzka Alþýðuflokks ins. Mun hann flytja hér fyrir- lestra og erindi í boði félagsins og hitta ýmsa áhrifamenn að máli. Er þannig ráðgert að hann flytji fyrirlestur í Háskóla íslands, er- indi á ráðstefnu stúdenta um næstu helgi, fyrirlestur í Menntaskólanum á Akureyri, fyr- irlestra á fundum Varðbergs í Reykjavík og á Akureyri osfrv. j Áætlað er að hann hverfi heim- i leiðis eftir 6 daga dvöl hér. Hann . er einn helzti sérfræðingur ríkis- i stjórnarinnar í Bonn í málefnum Austur-Þýzkalands og járntjalds- landanna yfirleitt, hefur oft og víða flutt erindi og fyrirlestra um þau mál og hefur síðan árið 1948 veitt forstöðu þeirri deild í aðal- stöðvum vestur-þýzka Alþýðu- flokksins í Bonn, er fjallar um málefni Au-Þýzkalands. Stephan G. Thomas er liðlega fimmtugur, fæddur í Berlín árið 1910. Hann lauk prófi úr Karl- Marx-skólanum þar og tók siðan próf í stjórnlagafræði við Stjórn málalýðháskólann þar árið 1938. Síðan nam hann alþjóðalög, mannkynssögu og slafnesk fræði við háskólann í Berlín og Varsjá árin 1934-1939. Hann varð með- limur Alþýðuflokksins árið 1930 og barðist í andspyrnuhreyfing- unni gegn nazistum frá upphafi þar til yfir lauk. Árið 1945 var hann kjörinn í framkvæmdastjóm flokks síns. Hann er nú, auk fyrr greinds starfa síns, fyrirlesari við svokallaðan „Ostkolleg” þýzku ríkisstjórnarinnar í Köln og ráð- Stefhan A. Tliomas gjafi Friedrich-Ebert-stofnunar- innar í Bonn. Meðal nýlegra rita hans má nefna „Stefnuskrá aust- ur-þýzlca kommúnistaflokksins”, „Deilur Rússa og Kínverja” og „Valdakerfi einræðisríkis og utan ríkisstefna þess.” 1-2 skrifstofuherbergi óskast sem næst miðbænum. Uppl. í síma 16554 milli kl. 3—5. Lögtaksúrskurbur: Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum tryggingagjöld um til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og júní s. 1., söluskatti 4. ársfjórðungs 1962, 1. árs- Jjórðungs 1963 og 2. ársfjórðungs 1963 svo og öllum ó- greiddum þinggjöldum og tryggingagjöldum ársins 1963, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókagjaldi, slysatrygginga- iðgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðsiðgjaldi, iðnlánasjóðs- gjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur bifreiðaskatti, skoðun argjaldi bifreiða og vátryggingagjaldi ökumanna, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. janúar s. 1., svo og skipulags- gjaldi af nýbyggingum, skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, rafstöðvagjaldi, vélaeftirlits-gjaldi svo og ó- greiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lög- skráðra sjómanna, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úr- skurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn í Kópavogi 19. okt. 1963. Sigurgeir Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.