Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.10.1963, Blaðsíða 8
MYNDIRNAR: Efst til hægri: „Ætlið þið ekki að taka mann- inn ofan af mér, áður en ég . . . Neðst til vinstri: Bændurnir voru guðs lifandi fegnir að fá kýrnar sínar bólusettar við gin- og klaufaveiki .... Neðst til hægri: Stjáni tók á rás niður túnið og greip uppstoppuðu gæsina . . . (Máske kemur málið á þessu greinarkomi les- endum spánskt fyrir sjónir, en það þarf ekki að leita langt til þess að heyra eitthvað svipað þessu). Það var einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu, að ég labbaði nið- ur í bæ. Þar hitti ég Kalla, en við vorum saman á togara um árið og höfðum ekki sézt síðan. Það urðu að sjálfsögðu fagnaðarfundir eins og alltaf þegar tveir félagar hittast sem verið hafa saman til sjós. Við fórum rakleitt inn á kaffi- hús og pöntuðum okkur molakaffi. — .I«eja Kalli hvar hefurðu haldið þig allan þennan tíma? — O, o — blessaður vertu, mað- ur er löngu búinn að gifta eig og býr fyrir norðan. Þar er mað- ur búinn að byggja sér hús og rær á báti, sumar, vetur, vor og haust. Við höfum verið heppnir undan- farin ár, sérstaklega á síldinni. Ég fór á mótornámskeið hérna um árið og er vélstjóri á dallinum. — Og verðurðu stuttan tíma í bænum? — Já, við erum hérna hjónakorn in. Við höfum farið suður á hverju hausti síðan við giftum okkur, svona til að sjá og heyra það markverðasta sem er að gerast í höfuðborginni. — Og hafið þið séð og heyrt nargt? — Svona allnokkuð. Við erum búin að sjá ,,Hart í bak“. Það er stórfínt stykki, fjári sniðugt. Svo erum við líka búin að sjá „Gísl“, og ekki er hægt að segja annað en gaman sé að því líka. Það er innars meiri karlinn þessi Behan. Já, og svo fórum við á málverka sýninguna í Listamannaskálanum. Ekki get ég nú sagt að ég hafi verið hrifinn af öllu sem ég sá þar, en það er misjafn smekkur manna. Þó sá ég eina og eina mynd sem mér þótti gaman að skoða. Frúin mín var ekki hrif- in af neinni mynd þarna, hún sagði að myndirnar í „Ramma- gerðinni" væru miklu fallegri. — Þú gætir nú sagt mér ein- hverja sniðuga sögu frá sjó- mannsárum þínum, Kalli? — Blessaður vertu, ég segi þér ekki neitt, ef þú ætlar að skrifa allt niður sem ég segi. — Svona, svona, láttu nú eina koma, að minnsta kosti. — Jæja, ég get svo sem sagt þér eina. Það var þegar ég var á togara hérna árið 1956. Við sigld um á Þýzkaland, Cuxhaven. Þú manst sjálfsagt eftir honum Stjána litla. Hann var alltaf að slást þeg ar hann var búinn að smakka það. Jæja við vorum þarna inni á „Johnnymann" og vorum eitthvað búnir að væta kverkarnar. Það vad strákur með okkur þennan eina túr, úr Hafnarfirði held ég. Þetta var mesti risi og sterkur eftir því. Jæja það endar með þvú að Stjáni litli fór að ybbast við strákinn úr Hafnarfirði og tókst að gera hann vondann. Annars vissi ég ekki til að hann yrði nokkurn tíma reiður í túrnum,, nema í þetta eina skipti. Svo byrja þeir að slást. Stjáni veifaði hönd- unum og hoppaði í kringum vin- inn. Hinn hélt honum í hæfilegri fjarlægð með hrömmunum, unz hann varð leiður á þessu þófi, og tók Stjána eins og hvern annan strigapoka, lagði hann niður og settist ofan á hann. Þú veizt hvern ig hann Stjáni er. Getur aldrei lát- ið undan, né viðurkennt tapið. Hvað heldurðu að dýrið segi: — Strákar, kallar hann til okk- ar, ætlið þið ekki að taka manninn ofan af mér, áður en ég drep hann? — Já, svona er Stjáni vill aldrei láta undan. Annars held ég að hann sé að verða alltof kaldur drengurinn, ég heyrði af honum ljóta sögu um daginn, en þó er svolitið gaman af söguskrattanum Viltu heyra hana? — Jó, blessaður vertu. — Jæja, hún er svona: Stjáni var „á því“ ásamt nokkrum félög- um sínum. Það kemur að því að þeir verði uppiskroppa með brenni vín og þá fær Stjáni eina af þess- um „snjöllu" hugmyndum sínum. — Við tökum bara bíl strákar, upp á mína, segir hann og það gera þeir. Stjáni segir bílstjóranum að aka heim til sín og þar nær hann í hvítan slopp og kúasprautu. Ekki veit ég hvar í fjandanum hann hef ur grafið hana upp, en hann hef ur svo sem gert það margt furðu- legt, að maður ætti að vera hætt ur að verða hissa á uppátækjunum í honum. Jæja, Stjáni segir bíl- stjóranum að keyra upp í sveit. Þeir hljóta að hafa þekkt bílstjór- ann, annars hefði liann aldrei sam- þykkt þennan túr. Jæja þeir aka sem leið liggur upp í sveit og heim að einum sveitabænum. Stjáni skipar nú félögunum að bíða eftir sér og hreyfa sig ekki út úr bílnum, því þá eé allt éyði- lagt. Síðan vindur hann sér í sloppinn og arkar heim að bæ, með sprautuna í vasanum. Hann hverfur fyrir húshornið, skömmu síðar sjá þeir hann ganga ' með bóndanum út í fjós. Þeir urðu að bíða góða stund eftir Stjána, en loks kom hann í ljós og bóndi með honum og fara þeir rakleitt inn í bæ. Ekki dvaldi Stjáni lengi þar inni, heldur kom labbandi út að vörmu spori og var nú heldur völlur á mínum manni. Ekki vildi Stjáni segja félögum sínum að svo stöddu, hvaða erindi hann hafi átt út í fjós, en segir bílstjóran- um að aka sem hraðast að næsta bæ. Svona gekk þetta góðan tíma og fóru þeir á marga bæi. Loks varð Stjáni leiður á þessum fjós- ferðum sínum og sagði að nú mætti aka í bæinn sín vegna. Um kvöldið bauð hann öllum á verts- hús og veitti eins og greifi á báð- ar hendur. Og hvað heldurðu svo að drengurinn hafi verið að gera út í fjós með bændunum? — Ja, það get ég ekki gizkað á, — Hann sagðist vera frá At- vinnudeild Háskólans og vera að sprauta kýr með nýju meðali, gegn „Gin- og klaufaveiki". Aum- ingja bændurnir eru búnir að heyra og lesa ýmislegt um þenn an voðalega sjúkdóm, og þess vegna guðs lifandi fegnir, að fá beljurnar sínar bólusettar við hon um. Stjáni gerði þetta náttúrulega 8 24. okt. 1963 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.