Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 1
ran£ím»)
44. árg. — Fimmtudagur 14. nóvember 1963 — 242. tbl.
Bylting í írak
; I UPPREISN gegn stjórn Baathista í írak var kaefð í fæðing
I! unni í gær. Fréttir frá höfuðb orginni Bagdad eru óljósar og
!; loftárás á forsetahöilina er eitt af því fáa sem frétzt hefur um
| [ sjálfa byltinguna, en klofningu r hefur risið upp í Baath-flokkn
;! um. Myndin er af Aref forseta sem komst til valda í bylting
;! unni gegn Kassem fyrr á þessu ári.
ERFÍÐLEIKAR MED
VESIFJARDAFLUG
Reykjavík, 13. nóv. - ÁG
BJÖRN Pálsson, sjúkrafiugmaður,
liefur nú í nokkra mánuði haldið
uppi föstu áætlunarflugi til nokk-
urra staða á Vestfjörðum. Hafa
KVIKNAÐI í
SLÉTTBAK
Reyk.iavík, 13. nóv. - KG
ELDUR kom upp í togaranum
SIéttbakt sem liggur við Ægisgarð,
rétt fyrir klukkan 2 í dag. Verið
var að vinna með logsuðutækjum í
vélarrúminu og kviknaði út frá
þeim í olíu og ýmsum óhrcinind-
um. Þegar slökkviliðið kom á vett
vang var aö mestu búið að slökkva
eldinn með handslökkvitækjum —
Skemdir urðu ekki teljandi.
Vestfirðingar tekið þessari þjón-
ustu mjög vel, en raunin þó orðið
sú, að grundvöllur fyrir þessu
flugi er mjög hæpinn.
í viðtali, er blaðið átti við Björn
í gær, sagði hann, að farþegarnir
væru ekki nægilega margir, og oft
hefði hann þurft að fljúga með
hálftóma eða tóma vél milli stað-
anna til Reykjavíkur.
Þá væri og annað vandamál við
að eiga. Á þessum litlu flugvöll-
um. sem flogið væri á, vantaði alla
þjónustu. Þar væri engin veður- j
þjónusta, engin radíóþjónusta og
hvað þá síður ratsjár eða önnur
öryggistæki. Þetta gerði það að
verkum, að hann þyrfti að vera í
landssímanum hálfan eða heilan
daginn til að athuga hvort flug-
veður væri.
Eins og kunnugt er, þá keypti
Framh. á 11. «uð»
^WMWMWWMWWWWWMMMIWMHWWMWWMMMtMM
HKX033
Blaðið hefur Merað —
AÐ dætur Valtýs, heitins Stc-
fánssonar, Helga og Hulda,
hafi ætlað að selja hlut sinn í
Morgnnblaðinu, sem mun.
vera nær 49%, en liætt við
það á síðustu stundu.
Geimfararnir Valentina Ter-
esjkóva og Andrián Nikola-
jev majór voru gefin saman í
hjónaband í síðustu viku. Þau
héícíu til Indlands í brúð-
kaupsferð og hafa dvalizt í
Nýju Delhi undanfarna daga.
Krústjov forsætisráðherra
var viðstaddur bpúðkaupið,
Reykjavík, 13. nóv. - EG
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Jóhann
Hafslein taki við störfum dóms-
málaráðherra af Bjarna Benedikts
syni, sem nú verður forsætisráð- |
herra. Jóhann hefur verið forseti
neðri deildar alþingis, en við því
starfi mun Sigurður Bjarnason
taka.
Ekki mun enn hafa verið ákveð-
ið að fullu hver verði eftirmaður
Jóhanns í Útvegsbankanum.
Þessar ákvarðanir voru teknar
á fjindi þingflokks Sjálfstæðis-
manna í gærdag. Jóhann Hafstein,
sem nú verður dómsmálaráðherra
hefur áður gegnt því starfi um
tíma en það var síðari hluta árs
1961. Jóhann hefur verið erlendis
undanfama daga, en er væntanleg-
ur heim á föstudag. Meðan hann
var dómsmálaráðhen-a á árinu
1961 gegndi Jónas G. Rafnar banka
stjórastörfum fyrir hann.
Sigurður Bjarnason tekur nú
við störfum forseta í neðri deild,
sem fyrr segir.
Klukkan 11.30 á morgun verður
haldinn ríkisráðsfundur og þar
verða þessar breytingar á ráðuneyt
inu kunngjörðar.
WVMWMWWWWWWWWW I
Sigurbjarnðrmálið
til saksóknara
Reykjavík 13. nóv. — HP
Blaðið spurðist fyrir um það
hjá Sakadómi Reykjavíkur í gær
hvað Kði rannsókninni í ávisana-
svikamáli Sigurhiarnar Eiríksson-
ar, en saksóknari ríkisins óskaði
eftir nánari rannsókn á nokkrum
Framh. á 11. síðu
AFENGI
RLAKSHÖFN
Reykjavík, 13. nóv. - KG
LÖGLEGLAN á Selfossi gerði í
gærkvöldi leit að smyglvamingi í
Þorlákshöfn. Fundust 47 flösknr
af áféngi og eitthvað af matvörum.
Varningur þessi mun vera úr
tveim skipum, en annað þeirra
kom til Þorláksliafnar um siðustu
; mánaðamót, hitt var þar í gær.
i Vamingurinn fannst á tveim
í stöðum í Þorlákshöfn. Mestur hlut
, inn fannst í bflskúr. Hefur því á-
j fengið og matvaran verið flutt úr
; skipunum á ákveðna- staði án þess
l að nokkur veitti því eftirtekt.
I Þorlákshöfn er enginn toll-
vörður, og er mönnum því hægt
um vik að stunda smygl án telj-
andi áhættu. Töluvert er um skipa
komur til Þorlákshafnar, og lög-
reglan haft grun um, að þar væri
stundað smygl. Þess vegna var
þessi skyndileit gerð þar í gær.
Mál þetta er enn í rannsókn, og
er ekki talið ósennilegt, að varn-
ingur þessi hafi átt að fara eitt-
hvað lengra, en Þorlákshöfn. notuð
. til að koma honum á land og hon-
* um síðan dreift þaðan.
Bjarni Benediktsson
Jóhann Hafstein
IWMWWWMMWWIWMWWW
Fjórir togarar
seldu fyrir 5
millj. í gær
Reykjavík, 13. nóv. - GO
TVEIR togarar seldu í Þýzkalandi
í morgun. Siguröur seldi 18C tonn
fyrir 143.000 mörk og Þorsleinn
Ingólfsson 102 tonn fyrir 81.500
mörk.
Tveir seldu svo í Englandi, einn-
ig í morgun. Harðbakur 122 tonn
fyrir 11.936 sterlingpund og Sval-
bakur 110 tomi fyrir 10.340 pund.
Alls hafa þessi fjögur skip selt
514 tonn fyrir rétt tæpar 5 rrtillj-
! ónir islenzkra. króna, eða tæpar ^
; 10 krónur fyrir kiióið að meSal-.
jtali.
JOHANN HAFSTEIN VERD-
UR DÓMSMÁLARÁÐHERRA