Alþýðublaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 15
— Nei, hún fór til borgarinn
ar og ól barnið þar. Svo flutti
hún til Maju og Davíðs. Hún
gaf aldrei upp nafnið á barnsföð
ur sínum. Ég reyndi oft að
koma vitinu fyrir iiana, en hún
neitaði að hlusta á mig. Hún
reigði sig bara, og sagðist ekki
vilja giftast manni, sem elskaði
hana ckki. Hún neitaði lika að
taka á móti meðlagi, og endur-
sendi »llar gjafir, sem ég reyndi
að gefa barninu. Hún sagðist
ekki taka á móti ölmusum. Eft-
ir að Berit fórst, fyrir fjórum
árum, talaði ég við Maju, og eft
ir mikið stímabrak tókst mér að
fá foreldraréttinn yfir barninu.
— Hefur Heiðveig búið á Berl
ingshólmi?
— Já, tvisvar, en það bar eng
ann áragur. Ég réði mér beztu
barnfóstrur, sem hægt var að
fá, en engri þeirra tókst að vinna
tillit telpunnar. Hún grét bara
og vildi fara aftur til Maju. í
seinna skiptið bjó hún liér í mán
uð. Það var hræðilegt. Hún lá
vakandi allar nætur, grét og hróp
aði á Maju. Loks gáfumst við
UPP, og hún flutti aftur upp í
Strandstofu.
Hlátrarsköll bárust til okkar
úr danssalnum.
Þáð var Harry, sem var að
glettast við Anitu Garpe. _______
• Komdu, sagði Henrik og stóð á
í'ætur. Við skulum fara til Harr-
ys og Anitu, og taka þátt í gamn
inu.
Við settumst við barinn hjá
þeim.
—#Fæ ég riæsta vals, Rauð-
hetta, spurði Harry.
Ég kinkaði kolli.
Anita snéri sér að mér.
— Er unnusti yðar aldrei al-
varlegur, ungfrú Nohr, spurði
liún.
— Afar sjaldan, svaraði ég.
— Því get ég trúað, sagði hún.
Hann er búinn að ærslast í allt
kvöld, ég hélt fyrst, að hann
•væri. ekki fullkomlega með réttu
ráði! Hún þagnaði, því að ein
af þjónustustúlkunum kom með
ekilaboð til mín. Það var beðið
eftir mér í símanum.
— Það er Davíð gamli á
■Nohrsetri, sagði hún.
Við Harry horfðumst andartak
í augu, bæði gripin ótta. Davíð
var áreiðanlega ekki að hringja
að ástæðulausu. Við fórum bæði
í símann.
— Halló?
— Elsbeth, heyrði ég að Davíð
sagði.
— Já.
— Þú verður að koma strax
lieim. Það hefur dálítið undarlegt
komið fyrir. Það er mjög mikil-
vægt, að þú komir.
. — Hvað hefur komið fyrir?
Getur þú ekki sagt mér það?
— Það er bezt að þú komir
heim eins fljótt og þú getur
þú verður að sjá skjalið sjálf.
— Skjalið? Hvaða skjal?
, — Skjalið, sem Tajt fann. Það
cr með rithönd ömmu þinnar, ég
held, að það sé eins konar erfða
skrá. Tajt fór að hjálpa mér við
að lagfæra hjólastólinn, eftir að
þið fóruð. Af tilviljun fann hann
gulnað blað, sem hafði verið
•stungið milli setu og baks. Þetta
var mesta hrafnaspark, ég gat
ekki komizt til botns í því.
Það fór um mig kuldahrollur.
Erfðaskrá! Ef til vill mundi sú
erfðaskrá svipta mig Nohrsetri.
Davíð, er skjalið undirskiúf
að?
— Já.
14
— Hafa fleiri skrifað undir
það en amma?
— Já, Tajt og Sara sem vott-
ar.
— Davíð, ekki hátta fyrr en
við komum. Við komum strax.
— Svenson getur skroppið með
ykkur, sagði Henrik, þegar við
komum inn aftur.
Svenson hafði lengi verið bíl
stjóri á Berlingsliólmi. Við flýtt
um okkur út og kvöddum engan
nema Henrik. Við vildum ekki
trufla gestina. Skyndilega kom
Fylgia á eftir okkar.
— Hvað hefur komið fyrir,
spurði hún. Þú ert náföl, Els-
beth.
Ég sagði henni frá símtali
minu við Davíð.
— Ég kem með ykkur, sagði
hún. Mig langar til-að sjá þetta
skjal.
Hún settist í framsætið hjá
Svenson. Öðru hverju snéri hún
sér við, og kom með athuga
semdir um nýju erfðaskrána.
— Ef þetta er raunverulega
erfðaskrá, sagði hún, þá skiptir
miklu máli hvenær hún er dag-
sett. Ef hún er dagsett síðar en
sú, sem lögfræðingamir geyma,
þá . . . . já, þá er þetta afar mik
ilvægt skjal.
Allt var uppljómað á Nohr-
setri. Davíð beið okkar í hjóla
stólnum úti á tröppum. Tajt stóð
við hliðina á honum. Billinn
hafði tæplega numið staðar þeg
ar Fylgia reif upp hurðina og
þaut til Tajts. Hún þreif blaðið
úr höndunum á Davíð, og flýtti
sér að lesa það.
Við Harry þökkuðum Svenson
fyrir ómakið, og leiddumst svo
upp tröppurnar. Við horfðum
bæði á Fylgiu. Skyndilega hló
hún . . . hátt og sigrihrósandi.
— Þetta er raunverulega erfða
skrá, sagði hún. Meira að segja
lögleg erfðaskrá! Hún er dag-
sett 29. júní, eða daginn fyrir
andlát ömmu. Komið og lesið
hana sjálf. , , . . .
Hún rétti mér blaðið, og horfði
ögrandi á mig. Hún stóð þama
eins og valkyrja að afloknum
sigri. — Lesið þetta, sagði hún.
Amma hefur samt sem áður átt
að sig á hlutunum, áður en liún
dó. Samkvæmt þessari erfðaskrá,
er ég einkaerfingi hennar. Bæði
að. búgai-ðinum og peningunum.
5. kafli.
Hvoragt okkar Harrys gat sof
ið um nóttina. Við sátum uppi
í herberginu mínu og ræddum
um hina nýju erfðaskrá.
— Þú verður þó að játa, að
þetta er óvenjulegur geymslu-
staður fyrir svo mikilsvert skjal
sagði Harry. Milli setunnar og
baksins á hjólastóli!
— En Harry, mótmælti ég. Þú
mátt ekki gleyma því, að hún
skrifaði þetta daginn fyrir and-
látið. Hún var svo veik, að hún
komst ekki fram úr rúminu.
Hjólastóllinn stóð við rúmið
Kannske hefur hún bara lagt það
frá sér á stólinn, og svo hefur
það runnið niður á milli setunn-
ar og baksins . . .
— Stundum ertu ótrúlega
barnaleg, sagði Harry. Ég er
hræddur um, að þú missir örugg
lega af búgarðinum, ef þú gerir
þér ekki grein fyrir vonzku heims
ins. Þessi erfðaskrá er áreiðan
lega fölsuð. Fylgia er að reyna
að hafa af þér arfinn, með dyggi
legri aðstoð Tajts og Söru.
— Undirskriftirnar eru að
minnsta kosti ekki falsaðar.
— Auðvitað ekki, sagði Harry
og hló. En það er ekki einhlítt
r\nnn
LM
LKJ
sönnunargagn. Nei, þessi erfða-
skrá er skrifuð eftir lát ömmu
þinnar.
.— Hvað eigum við að gera?
— Berjast, sagði Harry ákveð
inn. Við vitum hvað verður um
búgarðinn, ef Fylgia fær hann.
Hún selur hann strax. Hún
hringir til þessa vafasama fast-
eignasala, sem ætlar að stofn-
setja hótel hér. Þér verður bara
skipað að taka saman föggur þín
ar og fara. Og hvað verður um
Heiðveigu og Davíð. gamla? Eða
bláu rósirnar hans Edvalds og
allar áætlanirnar okkar? Allt
það, sem okkur hefur dreymt
um, Elsbheth?
— Þú hefur rétt fyrir þér, ást
in mín, sagði ég. Við verðum að
berjast. Núna er ég bara svo
þreytt og örvæntingarfull.
— Vertu bara róleg, Rauð-
hetta mín, sagði Harry og kyssti
mig. Þú skalt reyna að sofna,
fáðu þér eina svefntöflu. Klukk
an er orðin margt, það er bráð-
um kominn nýr dagur.
Ég var að leika mér við Heið-
veigu úti á flötinni, þegar Fylgia
kom til okkar.
— Þú verður auðvitað að af-|
saka, að ég er ekki farin, sagðf;
hún þóttalega.
— Já, sagði ég. Ég get auðvit-;
að ekki sagt þér að fara eins og'
sakir standa.
— Nei, það er víst fremur ég,'
sem get sagt þér að taka samaiV
föggur þínar og fara.
Hún hló sigrihrósandi: — Ég
var að hringja í lögfræðing minnj
Hann hafði samband við Dahl og;
Dahlberg. Þeir koma hingafT,
klukkan fjögur í dag.
— Allt í lagi, sagði ég. Ég
skal biðja Nönnu um að taka til;
í gulu stofunni.
— Ég er búin að því. j
Rétt fyrir fjögur ók gömul;
Fordbifreið í lilaðið á Nohrsetrl
og út úr henni stigu lögfræöing:
ar ömmu. Skömmu síðar kom
Kjellson, lögfræðingur Fylgiu.
Lögfræðingarnir hófu þegar aff
rannsaka erfðaskrána. Harry:
skýrði þeim frá því, livar húni
hafði fundizt, og ég sá strax, aði
Dahl og Dalberg voru mjög tor’
tryggnir.
— Þið viljið máske tala við>
vitnin, spurði Harry.
— Vertu kyrr mamma, við ætlum bara að prófa nýja kafbátn
inn hans Dalla. J
Í-^NOT IF AtB. PÉtAMEV/ÚNTIL PEAnV-AND tcATE WAs)
! SAYS HE £ETIKEDTc>y PAAY GAVE WNP EN0U6H ■<
THE INNER SANCTUM
OF TH£ UBKARV TO
MEPITATfi-
HIM HEK.
ANSWEK.
TO HIS PPO- .
T3 BRIN6 HIM
FOOP WHILE
HE WAS LOST
IN CONTEMPtA-^
TloNi t
_ Kata biður hópinn um að bíða, síðan
bregður hún sér frá og kemur innan stund
ar með Cliff Delane fölan og skeggjaðan.
— Ég er búin að halda honum fanga í
skjalageymslu bókasafnsins og það hefur
englnn komið til hans, nema þegar ég hef
komið með mat. Þegar rektorinn fann, að
liún elskaði hann, þá sleppti ég honum svo
hið sanna kæmi í ljós.
— Dr. Blotcher, þetta er höfuðsök hjá
stúlkunni. Ég L . .
— Hún er ekki í neinni sök, ef Delane
segist hafa farið þarna inn til að skoða hug
sinn og bíða eftir svari við bónorði sinu til
Ðaay rektohs. Kata var bara svo vingjarn
leg að færa honum mat meðan hann var atf
hugleiða þetta.
ALÞÝÐUBLAÐI0 — 14. nóv. 1963 15